Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Skólaárið 1966/7 var ég í breskum heimavist-arskóla. Ég var 18 ára. Sergeant Pepper-plata Bítlanna kom út um sumarið. Þetta var bjartsýnn tími. Uppreisn æskunnar lá í loftinu. Skól- inn minn var þar á þveröfugu róli. Hann var af gömlu gerðinni. Miklar reglur og mikill agi. Forstöðukennarinn á heimavistinni kallaði mig einhverju sinni á sinn fund. Hann vildi heyra sjón- armið hins gestkomandi drengs: „Hvað finnst þér um okkur?“ Ég sagðist hafa kynnst mörgu góðu en líka ýmsu gagnrýniverðu. „Þið eruð með of margar reglur og of mörg boð og bönn.“ Margar reglurnar væru þannig að fólk beinlínis langaði til að brjóta þær. „Þið eigið að gera meira af því að tala um fyrir fólki. Þið leggið blátt bann við að ganga á grasi. Samt gera það allir! Hvernig væri að mælast til þess að menn forðuðust að ganga mikið á grasinu því með miklum ágangi bældist það og yrði jafnvel að svaði.“ Þetta myndu allir skilja og væru fyrir vikið líklegir að virða. „Þið eigið að hafa reglur fáar, rökréttar, skiljanlegar og sanngjarnar. Það er vont að hafa reglur sem enginn virðir. Það eyðileggur þær reglur sem við viljum að sé fylgt til hins ýtrasta. Fyrir bragðið hættir fólk að virða reglur.“ Kennarinn tók þessum ábendingum vel. Skömmu síðar var grasgöngubannið numið úr gildi en vin- samleg ábending um að ganga ekki í grasinu komin í staðinn. Eftir sem áður voru önnur boð og bönn við lýði. Mörg þeirra voru í góðu lagi frá mínum bæj- ardyrum séð. Á Íslandi er bannað að auglýsa áfengi. Samt er áfengi auglýst. Meira að segja í Ríkisútvarpinu. Lög- in eru með öðrum orðum ekki virt. Ég hef verið í hópi þeirra sem hafa viljað láta framfylgja þessum lögum og unnið að því lengi. Bæði með því að breyta lagatextanum og síðan eftirfylgni. Ef á daginn kæmi að mitt sjónarmið væri í minnihluta þætti mér skömminni skárra að lögunum yrði breytt og auglýs- ingar heimilaðar. Allt er betra en að hafa lög sem eru ekki virt. Þá brotnar réttarríkið. Og nú er einmitt verið að reyna að brjóta rétt- arríkið. Nokkrir óprúttnir landeigendur eru farnir að rukka fyrir aðgang að náttúrugersemum Íslands í ábataskyni. Það er bannað í lögum. Ekki vil ég af- nema þau lög enda segir mér hugur um að yfirgnæf- andi meirihluti landsmanna sé þeirrar skoðunar einnig. En þá gerist það að yfirvöldin láta það átölu- laust þegar rukkarar sækja að saklausu fólki til að hafa af því fé. Viðkomandi ráðherrar segjast ætla að láta kanna lögin! Það má gera á tíu mínútum með því að lesa einfaldan og skýran lagatextann. Og þeir lög- reglustjórar sem láta þetta óátalið í sínum umdæm- um verða að svara því hvers vegna þeir stoppi þá sem grunaðir eru um að aka undir áhrifum áfengis og ákæri síðan sannnist að þeir hafi ekið drukknir. Og sjái lögreglumaður mann berja mann er gripið í taumana. En mennina með posavélarnar stöðva þeir hins vegar ekki. Þeir eru án vafa að brjóta lög. Hver er skýringin? Ég vildi ekki láta banna að ganga á grasinu í Brentwood-skólanum. Nú vil ég ekki láta banna mér að ganga að Kerinu og Leirhnjúki nema ég borgi – og það þvert á lögin í landinu! Getur verið að stjórnvöld í landinu séu í vitorði með brotamönnum? Er markmiðið að skapa þeim hefðarrétt? Mikilvægt er að stjórnvöld, hvar sem þau er að finna, kunni að fara með vald sitt. Þegar svo er ekki er ástæða til þess að hafa af því áhyggjur. Að kunna að fara með vald * „Getur verið að stjórnvöldí landinu séu í vitorði meðbrotamönnum? Er markmiðið að skapa þeim hefðarrétt?“ ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Axlarbit úrúgvæska leikmannsins Luis Suarez á HM var vinsælt um- fjöllunarefni á samfélagsmiðlum í vikunni. Lögmaðurinn og pistlahöfund- urinn Sigríður Ásthildur And- ersen velti upp þessari spurningu: „Hvort er nú verra fyrir fótbolta- mann með milljarð á mánuði að vera nagaður smá af andstæðingi sínum eða tæklaður til örorku? ¡Venga Uruguay!“ Helgi Seljan fjölmiðlamaður hafði þetta um bit- málið að segja: „Á internetinu fer nú fram stórkostleg umræða þar sem fullorðnir menn keppast við að finna fólskulegheit annarra fótboltamanna sem þannig eiga að afsaka það að eitthvert yf- irborgað krakkarassgatið hafi bitið annað í íþróttakappleik í gærkvöldi. Ég vil í þessu sambandi benda á að bankahrunið var ekkert í sam- anburði við hryðjuverkaárásirnar 11. september.“ Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir hafði aðra sýn á málið: „Æ dúllan, er þessi síbítandi Suarez ekki bara með eyrnabólgu? Hvað segja ungbarnaforeldrar?“ Eftir stöðugar uppfærslur og at- hugasemdir um at- vikið fengu ein- hverjir nóg. Bloomberg- fréttamaðurinn Ómar R. Valdimarsson skrifaði þessa stöðuuppfærslu: „Ókey, þá eiga bara örfáir Facebook-vinir mínir eftir að búa til Suárez- brandara og skella í newsfeed-ið. Bið viðkomandi að drífa sig að koma með eitthvað hnyttið svo við getum snúið okkur að öðru …“ AF NETINU Vettvangur Yoko Ono mun koma fyrir „óskatrjám“ á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Englandi um helgina. Óskunum verður svo safnað saman og þær geymdar undir friðar- súlunni í Viðey í minningu eiginmanns henn- ar heitins, Johns Lennons. Ono skrifar í The Glastonbury Free Press, tímarit sem dreift er frítt á hátíðinni, að sér hafi fyrst flogið í hug að koma fram á hátíð- inni eftir að hafa leikið á tvennum tónleikum í Dalston í London fyrr á þessu ári. Hugsað verði til heimsfriðar „Fyrr á þessu ári lék ég í tvígang á litlum tón- leikum í Dalston og annar tónlistarmaður vék sér að mér og sagði að sér þætti gaman að sjá mig halda eins tónleika á Glastonbury. Ég varð afar spennt við tilhugsunina, svo spennt að margir sögðu mér að bíða til 2015 en ég einfaldlega gat ekki hugsað mér að bíða svo lengi,“ skrifar Ono. Ono mun koma fram á sunnudag klukkan fimm að íslenskum tíma með nýrri útgáfu af hljómsveit sinni, The Plastic Ono Band, sem inniheldur meðlimi Yo La Tengo. Hún skrifar jafnframt að hún óski þess að allir gestir há- tíðarinnar muni „hugsa til þess dags þegar heimsfriður ríkir. Í sameiningu getum við náð þeim áfanga“. Friðaróskir Glastonbury verði geymdar í Viðey Listakonan Yoko Ono. Morgunblaðið/Golli Friðarsúlan mun lýsa skært yfir friðaróskum tónelskra hátíðargesta Glastonbury. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.