Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Page 25
29.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25
G
rétar Sigfinnur Sigurðsson er vest-
urbæingur í húð og hár. Hann byrj-
aði ungur að æfa fótbolta með KR
og spilaði upp alla yngri flokka fé-
lagsins. Í dag er hann hjartað í vörninni og
algjör lykilmaður í liði Íslandsmeistaranna.
Þrátt fyrir að vera kletturinn í vörninni er
hann enn sem komið er meðal markahæstu
leikmanna KR á tímabilinu og hefur að und-
anförnu skorað í nærri því hverjum leik. Grétar
varð stúdent frá Kvennaskólanum og lauk námi í við-
skiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess að
spila fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur á hann og rekur
auglýsingaskrifstofuna Babylon, er að byggja fallegt hús yfir
fjölskylduna í Skerjafirðinum og mikill útivistargarpur.
Gælunafn: Siffi, Gressi.
Íþróttagrein: Fótbolti, samt góður í öllum íþróttum
Hversu oft æfir þú á viku: Ég æfi svona 6-8 sinnum í viku.
Hver er lykillinn að góðum árangri: Æfa vel og leggja sig alltaf
100% fram.
Hvernig er best að koma sér af stað? Besta leiðin til að koma sér af stað
er að hafa markmið fyrir hvern dag og gott skipulag.
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Hætta að vilja og bara
framkvæma.
Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? Æfi!
Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Já, ég er alla jafna meðvit-
aður um mataræðið en fer á hinn bóginn ekki nægilega oft eftir því.
Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Mér hefur þótt það góð regla að
borða allt sem mér finnst gott. Ég er t.d. mikill kjúllamaður.
Hvaða óhollusta freistar þín? Kók, ís, súkkulaði … á ég að telja áfram?
Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Sleppa millimálum og
kvöldsnakki. Það er einföld og góð regla.
Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? Hreyfing er mér allt, ég væri örugg-
lega ekki á sama stað í lífinu og ég er núna ef ég hefði ekki íþróttir, fótbolt-
ann og alla hreyfinguna sem ég stunda.
Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Að halda að æfingin ein
og sér létti mann, mataræði skiptir miklu meira máli.
Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Mel Gibson, fyrir skilnað.
KEMPA VIKUNNAR GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐSSON
Varnarjaxl úr
Vesturbæ
Morgunblaðið/Eva Björk
Hestavaðsfoss er breiður og fallegur foss sem sjá má snemma í göngunni.
Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson
Göngumenn fara upp á Móða en sjá má gos í honum á mynd hér á undan.
Ljósmynd/Sigurður Sigurðarson
Regluleg hreyfing minnkar líkurnar á ýmsum lífsstílstengdum sjúk-
dómum, svo sem sykursýki tvö, offitu, beinþynningu og hjarta- og
æðasjúkdómum. Mælt er með hálftíma hreyfingu á dag, t.d. göngu-
ferð, hjólað í og úr vinnu eða sundi.
Fullorðnir þurfa líka að hreyfa sig*Ég er ekki að leita eftir full-komnun en ég geri kröfuum að hlutir séu gerðir vel.
- Cristiano Ronaldo.
Mikilvægt er að vera vel búinn
fyrir gönguferð yfir Fimmvörðu-
hálsinn og mælir Sigurður með
því að fólk undirbúi ferðina vel.
„Nauðsynlegt er að vera vel
klæddur og hafa aukaföt og
hlífðarföt í bakpoka. Fólk á að
hafa með sér húfu og vettlinga,
gott er að vera í flísfatn-
aði, vera í góðum
gönguskóm, hafa
sokka til skiptanna og
vera í góðum vind-
jakka eða úlpu.
Bjartsýnt fólk getur
svo tekið með sér
stuttbuxur,“ seg-
ir Sigurður sem
hefur farið yfir Fimm-
vörðuhálsinn í öllum
veðrum.
Annar búnaður
sem mikilvægt er að
taka með sér er góðir
göngustafir og GPS-
tæki ef svo ólíklega vill til að
fólk villist af leið. Sigurður segir
einnig bráðnauðsynlegt að taka
með sér vatnsbrúsa. „Eftir að
farið er yfir brúna yfir Skógaá
fækkar möguleikum til að fylla á
vatnsbrúsann. Þó er það oft
hægt í Fimmvörðuskála en þar er
regnvatni safnað. Myndavél
skemmir aldrei fyrir og ekki
heldur bókin um Fimmvörðu-
hálsinn fyrir fróðleiksfúsa, og
kortin hjálpa líka til.“
Nesti er mikilvægur þáttur í
öllum göngum og er gullna regl-
an að mati Sigurðar sú að hafa
með sér gott og orkuríkt nesti.
„Það fer enginn í megrun á fjöll-
um. Við tökum með okkur gott
nesti. Heitur drykkur á hita-
brúsa, kex, smurt brauð
og annað sem göngu-
mönnum finnst gott á
að vera í bakpokanum.
Harðfiskur, súkku-
laði eða hnetur má
svo hafa í vasanum
til að maula á í
göngunni.“
Þá bendir Sig-
urður einnig á að
tilvalið sé að
senda fatnað,
mat og búnað með
rútu inn í Bása og
sér Útivist um að
geyma hann og afhenda
þegar komið er úr göngunni.
„Ástæðan er auðvitað sú að ein-
staklega gaman er að dvelja eina
nótt í Básum eftir gönguna, hvíla
lúin bein og jafnvel grilla góðan
mat. Þetta nýta sér margir og er
frábær endir á skemmtilegri og
góðri göngu.“ Í bókinni Göngu-
leiðin yfir Fimmvörðuháls er
að finna góðan lista yfir allt sem
taka þarf með sér í gönguferð
yfir Fimmvörðuhálsinn.
Hvað þarf í bakpokann?
Flestir ganga yfir Fimmvörðuháls á
einum degi en það er einnig nokk-
uð algengt að gista í Fimmvörðu-
skála Útvistar og taka þannig Háls-
inn á tveimur dögum. Fyrir vikið
gefst meira tækifæri til að skoða sig
um á leiðinni og að sjálfsögðu njóta
ferðarinnar sem er 22 til 28 km
löng eftir því hvaða leið fólk kýs að
ganga. Hæsti hluti á Fimmvörðu-
hálsi er í um 1.086 m hæð og er
gengið skammt þar undir. Flestir
ganga frá Skógafossi og inn í Þórs-
mörk en einnig er gaman að ganga
frá Þórsmörk að Skógum.
KORT AF LEIÐINNI
Fimmvörðuháls
Básar
Fimmvörðuskáli
Baldvinsskáli
Skógar
Heljarkambur
Kattarhryggur
Morrisheiði
Eyjafjallajökull
Mýrdals-
jökull
Móði
Magni
Gönguleiðin
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum