Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Side 28
O kkur finnst ótrúlega fínt að hlusta á góða tónlist og vinna í listinni hér heiman frá. Búa til gott kaffi og elda góðan mat,“ segja Helena og Bergur myndlistarmenn en Bergur Thomas spilar á bassa með hljómsveitunum Oyama og Grísalappalísu. Húsið á Hörpugötunni teiknaði Hafsteinn Austmann listmálari og notaði sem vinnustofu í mörg ár og eru því gluggarnir staðsettir þannig að mikil náttúruleg birta umlykur rýmið. Helena og Bergur segja skipta máli að það sé gott jafnvægi á milli hluta á heimilinu. „Við reynum að hafa nóg af plöntum inni á heimilinu. Þar sem íbúðin okkar er eitt stórt rými viljum við halda því opnu. Okkur þykir líka gott að raða fallegum hlutum í kringum okkur sem jafnvel minna okkur á liðna viðburði eða gefa okkur innblástur í framtíðina.“ Bergur og Helena eru sammála um að uppáhalds- staðirnir þeirra á heimilinu séu eldhúsborðið á morgn- ana og garðurinn þegar veðrið er gott en einnig eyða þau miklum tíma við vinnuborðið. Hvernig mynduð þið lýsa heimilisstílnum? „Afslappaður en skipulagður. Við höfum gaman af því að finna smáhluti úti á götu eða á mörkuðum. Við viljum helst raða í kringum okkur fallegu dóti og verk- um – en samt reyna að halda skipulagi.“ Mikill tónlistaráhugi parsins skín í gegn á heimilinu en Bergur er bassaleikari í hljómsveitunum Oyama og Grísalappalísu. Vinna í listinni heima MYNDLISTARMENNIRNIR BERGUR THOMAS ANDERSON OG HELENA AÐALSTEINSDÓTTIR BÚA Í SJARMERANDI HÚSI Í SKERJAFIRÐI ÞAR SEM MYNDLIST SKIPAR STÓRAN SESS Í HEIMILISLÍFINU. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Aðalrýmið er opið og segja Hel- ena og Bergur skipta máli að hafa gott jafnvægi á milli hluta. GOTT JAFNVÆGI Á MILLI HLUTA Bassi og gítar í eigu Bergs sem er einnig tónlistarmaður. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Heimili og hönnun HÚSGAGNAHÖLLIN • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k • OP I Ð V i r k a d a g a 1 0 - 1 8 , l a u g a r d . 1 1 - 1 7 o g s u n n u d . 1 3 - 1 7 O MELBOURNE SVEFNSÓFI MEÐTUNGU 169.990 FulltVeRð: 199.990 MELBOURNE Svefnsófi Stærð: 243x170 H:70 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Svargrár, grænn og rauður. Vinstri og hægri tunga. Rúmfatageymsla í tungu. ÁTTU VONÁ GESTUM! SVEFNSÓFAR Í ÚRVALI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.