Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Qupperneq 36
Hægt er að tengja PS Vita við PS4 og nota þá
sem aukaskjá, til að mynda mætti vera með
kort af vígvelli eða aðrar upplýsingar sem
gott er að hafa við höndina, en líka er
hægt að horfa á leik í henni og meira að
segja má spila leiki í gegnum hana með
því að nota Remote Play yfir þráðlaust
net, reyndar alla leiki, því það er eitt af
skilyrðum sem leikjahönnuðir verða
að uppfylla.
Þeir sem ekki hafa aðgang að PS
Vita geta sótt sér smáforrit fyrir snjall-
tæki, PlayStation App fyrir iOS eða
Android, og breytt tækinu í aukaskjá
fyrir PS4. Þá er hægt að sjá kort eða
stöðuupplýsingar líkt og PS Vita, kaupa
leiki sem tölvan sækir svo sjálf og horfa á
myndskeið úr leikjum. Ekki er þó hægt að spila
leiki í gegnum forritið líkt og með PS Vita.
Meðal nýjunga í PS4 er að hægt er að nota
PlayStation Vita-leikjatölvuna, PS Vita, sem
aukahlut við tölvuna. PS Vita er fyr-
irtaks leikjatölva í sjálfu sér, tók við af
PSP fyrir tveimur árum eða þar um
bil, en ný gerð hennar mun vænt-
anleg í sumar eða síðsumars.
Ég hef ekki komist í nýju gerð-
ina, en sú eldri, sem flestir eiga
væntanlega, er 83,5x182x18,6
mm að stærð og 260 g að þyngd.
Wikipedia heldur því fram að nýja
týpan sé 20% þynnri og 15% létt-
ari og rafhlaðan endist klukkutíma
lengur, en það er líka búið að skipta
um skjágerð, LCD-skjár tekur við af
OLED, þó skjárinn sé jafn stór, 5". Einn-
ig er á tölvunni hefðbundið micro USB
tengi í stað Sony-tengisins og minni í henni er 1
GB, en 512 í eldri týpunni.
Aukaskjár við PS4
VITA VERÐUR AÐ FYLGIHLUT
Græjur
og tækni
HM í háloftunum
*Þeir sem þurfa að ferðast á meðan HMstendur yfir en vilja ómögulega missa af einnimínútu geta nú valið á milli nokkurra flug-félaga sem sýna leikina beint í háloftunum.Þónokkur flugfélög eru komin með wifi-tengingu. Leikur Brasilíu og Kamerún varsýndur í innanlandsflugi í Brasilíu í vikunni og
heppnaðist tilraun Brazil air svo vel að flug-
félagið ætlar að sýna alla leiki sem eftir eru.
Það bar við fyrir stuttu að Sony sigldi fram úr Nintendo,helsta keppinaut sínum í sölu á leikjatölvum, náði aðselja fleiri leikjatölvur en nokkur framleiðandi annar,
en því hefur Sony ekki náð í tæpan áratug. Lykillinn að
þessari velgengni er PlayStation 4, PS4, sem kom á markað
seint á síðasta ári en ekki hingað til lands fyrr en í lok jan-
úar, enda sköpuðu gríðarlega vinsældir vélarinnar leikja-
tölvuþurrð í Evrópu.
PS4 er fjórum sinnum öflugri en síðasta gerð PlayStation,
PS3. Hún er með tvo fjögurra kjarna 64 bita AMD-örgjörva
og síðan sérstakan garfíkörgjörva sem skilað getur allt að
1,84 TFLOPS (1.400.000.000.000
kommutöluaðgerðum) á sekúndu,
sem slagar upp í besta GeForce-
skjákortið GeForce GTX 660.
Vinnsluminni fyrir grafík er 8 GB
sem er 16 sinnum meira en í PS3
Í vélinni er Blu-ray-drif sem les
mun hraðar en diskadrifið í PS3,
en vélin er líka mun fljótari að
vinna úr gögnunum, auk þess sem
bakgrunnsvinnsla er líka öflugri,
eins og til að mynda þegar leikir eru sóttir yfir netið, en það
truflar ekki aðra vinnslu.
Harður diskur í vélinni er 500 GB og maður getur sjálfur
sett í hana stærri disk ef vill. Hún er með innbyggt þráð-
laust net og líka Ethernet-tengi fyrir netsnúru, og Bluetooth-
stuðning. Það eru á henni tvö USB-tengi og líka tengi fyrir
sérstaka myndavél. Það fylgja heyrnartól sem maður stingur
í samband við fjarstýringuna. Sjónvarpsútgangur er HDMI
og svo er líka optical S/PDIF-hljóðtengi.
Ný gerð af fjarstýringu fylgir, DualShock 4, sem tengist
tölvunni með Bluetooth. Á henni er snertiflötur sem hægt er
að nota til að stýra og líka hægt að smella á. Fjarstýringin
nýja fer ekki síður í hendi en DualShock 3, en titringur er
mun betri og svo eru innbyggðir hreyfi- og hallaskynjarar.
Það er í henni stereóútgangur (heyrnartólin sem fylgja eru
mono), micro-USB-tengi og tengir fyrir viðbætur. Í fjarstýr-
ingunni er hleðslurafhlaða sem hlaðin er ýmist í sérstakri kví
eða með snúru í micro-USB-tengið. Framan á fjarstýring-
unni er ljósrönd sem lýsir í mismunandi litum ef fleiri en
einn eru að spila og vinnur með myndavélinni.
Leiki er hægt að kaupa á diskum eins og forðum, en líka í
gegnum netið í PlayStation-verslun Sony. Þar er til að
mynda hægt að kaupa væntanlega leiki fyrirfram og þá birt-
ast þeir á tölvunni þegar þeir koma út – oft áður en þeir
koma í verslanir. Hægt er að stilla vélina svo að hún sæki
leiki sjálfkrafa, svo framarlega sem tölvan er í gangi, og
sumir leikir eru þeim kostum búnir að hægt er að byrja að
spila leikinn á meðan hann er sóttur.
Snar þáttur í vinsældum vélarinnar er það hve Sony lagði
mikla áherslu á samfélagsþáttinn. Þannig er til að mynda
hægt að deila skjáskotum úr leikjum eða myndskeiðum;
hægt er að renna í gegnum síðustu fimmtán mínútur af
leiknum sem maður er að spila og velja skjáskot eða mynd-
band til að deila ýmist með öðrum PSN-notendum eða á
samfélagsmiðlum eins og Facebook eða Twitter. Þetta hefur
verið mikið notað og þannig var búið að deila tuttugu milljón
mínútum af myndskeiðum í byrjun desember, en PS4 kom á
markað um miðjan nóvember í Bandaríkjunum og í lok nóv-
ember í Evrópu.
Annað sem leikendur hafa kunnað að meta er að hægt er
að fylgjast með því sem leikfélagi er að gera þótt hann sé
víðs fjarri og leiðbeina honum en líka má senda út leiki sem
maður er sjálfur að spila í gegnum sjónvarpsþjónustur eins
og Ustream eða Twitch.
Sumir hafa kvartað yfir því að ekki sé hægt að spila eldri
leiki á tölvunni, til að mynda er ekki hægt að spila PS3-leiki á
henni, en ekki þykir mér það mikill ókostur; þeir sem eiga mik-
ið af PS3-leikjum eiga þá væntanlega líka vél til að spila þá.
PS4 kostar um 80.000 kr.
GÆFA OG GJÖRVILEIKI
ÞEIR SEM ERU ELDRI EN TVÆVETUR MUNA
VÆNTANLEGA ÞÁ BYLTINGU SEM VARÐ Í
TÖLVULEIKJAHEIMINUM ÞEGAR FYRSTA PLAY-
STATION-TÖLVAN KOM Á MARKAÐ. NÝ GERÐ
HENNAR, PS4, ER EKKI SAMA UNDRIÐ, EN HEFUR
ÞÓ SKOTIÐ SONY Í FREMSTU RÖÐ LEIKJATÖLVU-
FRAMLEIÐENDA AÐ NÝJU, HVORT SEM LITIÐ ER
TIL TÆKNILEGRAR ÚTFÆRSLU EÐA VINSÆLDA.
* Meðal fjölda fylgihluta sem hægt erað tengja við PS4 er myndavél sem heitir
einfaldlega Playstation Camera. Framan af
lagði Sony ekki sérstaka áherslu á að kynna
hana eða markaðssetja og það kom fyr-
irtækinu í opna skjöldu hve vinsæl hún var
sem sést kannski einna best á því að hún
selst upp hvað eftir annað.
* Í myndavélinni eru tvær linsur og ábak við þær 1280×800 díla myndflögur.
Með því að hafa þær tvær getur vélin
skynjað dýpt mun betur og þannig metið
fjarlægð spilara frá tölvunni svo dæmi séu
tekin og nær líka að greina andlit og getur
því numið hver heldur á hverjum stýri-
pinna. Fjórir hljóðnemar auðvelda svo
raddstýringu.
* Leikurinn Playroom fylgirvélinni en krefst myndavélar, en líka
hefur verið mjög vinsælt að nota
myndavélina til að birta mynd af sér
með vídeóstraumi af leikjum. Tug-
milljónir manna streyma ýmsu PS4-
tengdu efni á Twitch og Ustream,
en svo má nefna að sýndarraun-
veruleikagleraugu og margir vænt-
anlegir leikir krefjast myndavélar.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
Myndavélin er með tvær
linsur og fjóra hljóðnema.
PS4 er nettari en fyrirrenn-
arinn en þó margfalt öflugri.