Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.6. 2014 Græjur og tækni Á rið 1950 birti stærðfræð- ingurinn Alan Turing grein sem nefndist „Computing Machinery and Intelligence“, sem þýða mætti sem Reiknivélar og greind. Þar lýsti hann í fyrsta skipti svokölluðu Turing-prófi, en tilgangur þess er að mæla gæði gervigreindar. Í raun er ekki um eiginlegt próf að ræða. Turing spurði hvort vélar væru færar um að hugsa eða sýna af sér skynsamlega hegðun sem væri óaðgreinanleg frá mannlegri hegðun. Til þess að skýra hvað hann ætti við setti hann fram dæmi. Dómari tekur þátt í samtali (á venjulegu mann- legu tungumáli) við aðra mann- eskju og svo reiknivél (tölvu) sem er hönnuð til þess að haga sér (svara) eins og maður. Þátttak- endum samtalsins er haldið að- skildum svo þeir hvorki sjá né heyra í hinum, heldur fer sam- talið fram með aðstoð skrifaðra skilaboða. Ef dómaranum tekst ekki að greina á milli þess hvor þátttakandinn í samtalinu er mað- ur, og hvor er vél, telst vélin hafa staðist prófið og væri samkvæmt Turing í raun að hugsa. Núna, um 64 árum síðar, hefur það gerst að tölvuforrit hefur staðist próf Turings. Þóttist vera 13 ára drengur frá Úkraínu Framkvæmd prófsins hefur breyst lítillega frá því Turing lýsti því fyrst. Til þess að standast Turing- prófið eins og það er nú skil- greint þarf vélin að fá að lág- marki 30% dómara til þess að trúa því að þeir séu að ræða við manneskju, byggt á fimm mínútna samtali þar sem dómarinn spyr spurninga en viðfangsefnið svarar. Við prófanir sem fram fóru við Konunglegu vísindastofnunina (Ro- yal Society) í London í síðustu viku þurftu dómarar að tala við 10 aðila, af þeim voru fimm manneskjur og fimm tölvuforrit. Þar tókst forriti sem kallað er Eugene Goostman að telja 10 af 30 dómurum trú um að þeir væru að ræða við 13 ára pilt frá Úkra- ínu, fremur en tölvu. Tölvudrengurinn þolir ekki Britney Eugene Goostman er tölvuforrit sem er hannað af Rússanum Vla- dimir Veselov sem býr í Banda- ríkjunum og Úkraínumanninum Eugene Demchenko sem býr í Rússlandi. Forritið er hannað til þess að hegða sér eins og 13 ára drengur (sem heitir Eugene Go- ostman) og býr í Odessa í Úkra- ínu. Hann á naggrís og er aðdá- andi Eminem, en þolir ekki Britney Spears. Styttu þeir sér leið? Eugene Goostman er svokallaður samtalsbotti, það er að segja, maður skrifar spurningu og for- ritið skrifar svar við spurningunni. Hversu vel forritið svarar spurn- ingunni veltur á því hve „gáfað“ það er. Skaparar Eugene Goost- man hafa reyndar verið gagn- rýndir fyrir að stytta sér leið. Þannig segja þeir að forritið sé 13 ára drengur frá Úkraínu, gagngert til þess að afsaka eða dylja ákveðið kunnáttuleysi, svo sem í málfræði og ensku, og jafn- vel þekkingarskort. Þá ganga sum svör einfaldlega út á að snúa út úr spurningum til þess að fela þá staðreynd að forritið „skilur“ ekki spurninguna sem það er spurt, þ.e. það er ekkert í svarabanka þess sem hægt er að tengja við gögnin sem fram koma í spurningunni. Það er óljóst hvort, og þá á hvaða hátt, það skiptir máli að forrit hafi staðist Turing-prófið. Sumir líta á það sem áfanga í sögu gervigreindar, en aðrir telja að þetta forrit breyti litlu um þróun gervigreindar. Vladimir Veselov, annar skapenda forrits- ins, hefur reyndar sjálfur svarað því til að prófið sé í raun ekki neinn mælikvarði á gervigreind, heldur sé það fyrst og fremst mælikvarði á það að herma eftir manneskju. Að sama skapi hefur Veselov sagt að þessi áfangi sýni lítið annað en það að hægt sé að standast Turing-prófið. Aðrir hafa bent á að það felst hugsun í því að tefla skák, þó hafi tölvuforrit þegar sigrað okkur. Blað brotið í sögu gervigreindar ÞAÐ BÁRUST FRÉTTIR AF ÞVÍ NÝLEGA AÐ TÖLVUFORRIT HEFÐI STAÐIST SVOKALLAÐ TUR- ING-PRÓF. ÞÓ AÐ FÆSTIR GERI SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ HVAÐ ÞETTA ÞÝÐIR, ÞÁ HEFUR VERIÐ BROTIÐ BLAÐ Í SÖGU GERVIGREINDAR. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Rússinn Vladimir Veselov er annar af sköpurum Eugene Goostman. AFP Gordon Brown bað Alan Turing af- sökunar árið 2009. AFP Rapparinn Eminem er í uppáhaldi hjá Eugene Goostman. AFP Hægt er að spjalla við Eugene Goost- man á www.princetonai.com Tortímandinn sem Arnold Schwarzenegger túlkaði í samnefndri kvikmynd er trúlega eitt frægasta vélmenni allra tíma. Kevin Warwick sér um að skipuleggja prófið sem fer fram í London. AFP Breski stærðfræðingurinn Alan Turing var fæddur árið 1912. Hann var einn af brautryðjendum nú- tíma-tölvunarfræði, auk þess sem hann var einn áhrifamesti heimspekingur og rökfræðingur 20. aldarinnar. Þá var Turing einn af helstu sérfræð- ingum heimsins í dulmálsfræðum, en Winston Churchill sagði að enginn einstaklingur hefði lagt jafn mikið til sigurs bandamanna í seinna stríðinu en Turing, en hann átti stærstan þátt í að ráða það dulmál sem Þjóðverjar notuðu í samskiptum sínum með Enigma-vélinni. Hlaut hann riddaraorðu fyrir. Eftir stríðið féll Turing í ónáð. Hann var ákærð- ur fyrir samkynhneigð árið 1952 sem var ólöglegt athæfi í Bretlandi á þeim tíma. Honum var gefinn kostur á að gangast undir vönun með lyfjagjöf í stað fangelsisvistar. Árið 1954 framdi hann sjálfsmorð með blásýru. Árið 2009 baðst breski forsætisráðherrann Gordon Brown formlega afsökunar á með- ferð breska ríkisins á Turing, og 2013 náðaði drottningin hann, nær 60 árum eftir hans dauða- dag. ALAN TURING UPPHAFSMAÐUR TURING-PRÓFSINS Stríðshetja sem féll í ónáð Alan Turing Í könnun breska blaðsins The Daily Star, sem það birti í vikunni, kom í ljós að Bretar vilja helst eignast iPhone 6 af þeim græjum sem koma út á þessu ári. 41% vildi eignast nýjasta síma Apple sem mun væntanlega koma í búðir með haustinu. Í öðru sæti var Apple iWatch, svo Google Glass og nýi snjallsími Amazon, Amazon Fire, var í fjórða sæti. Bretar vilja iPhone 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.