Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Side 41
Bob er heiti á einni af þekktustu klippingum heims.Hárið er klippt að kjálkalínu og er beint allanhringinn. Það var í kringum 1920 sem bob-greiðslan varð nokkuð áberandi en fyrir þann
tíma voru konur almennt með sítt hár.
Árið 1915 kom bob fyrst fram á sjónarsviðið þegar
dansarinn Irene Castle klippti sig stutt vegna þess að
það hentaði henni illa að vera síðhærð. Hana hefði
sennilega ekki órað fyrir því að hún hefði með þessu
umbylt hártísku kvenna á 20. öldinni.
Upp frá þessu fóru konur að klippa hár sitt við
kjálkalínu, ýmist með hártopp eða greitt aftur. Til að
byrja með voru það ungar stúlkur og mjög tísku-
meðvitaðar konur sem klipptu sig og þóttu þess-
ar konur ákaflega djarfar á sínum tíma.
Bernice fær sér bob
Þetta var þó bara byrjunin því að árið 1920 breyttist
tískan og átti klippingin sinn þátt í þeim breytingum.
Hinn 1. maí 1920 birti dagblaðið Saturday Evening Post smásögu eft-
ir F. Scott Fitzgerald sem bar heitið „Bernice Bobs Her Hair“ eða
Bernice fær sér bob. Sagan fjallar um ósköp venjulega unga stúlku sem
tekur vissum breytingum, klippir á sér hárið og verður djörf og aðlað-
andi í kjölfarið. Bernice varð þannig fyrirmynd margra ungra kvenna og
klippingin vinsælli fyrir vikið. Ári seinna, 1921, var bob-klippingin orðin
að tískubylgju og margar af merkustu konum þess tíma með bob eins
og Coco Chanel, Louise Brooks og Clara Bow.
Enn þann dag í dag er ákveðin tenging á milli þriðja áratugar síðustu
aldar og bob-greiðslunnar en um 1930 fóru konur aftur að safna hári
og bob hvarf af sjónarsviðinu.
Sjöundi áratugurinn og Vidal Sassoon
Bob-klippingin var geymd en ekki gleymd því um 1960 endurvakti hár-
greiðslumaðurinn Vidal Sassoon bob-klippinguna með örlitlum áherslu-
mun í takt við tíðaranda. Síðan þá hefur bob alltaf af og til skotið upp
kollinum og má þá minnast ársins 2006 þegar Madonna klippti á sig
bob en þá hafði hár leikkonunnar Siennu Miller, síður toppur og hippa-
legir slöngulokkar, verið einn helsti innblástur kvenna í hártískunni. Í
sumar er bob ein vinsælasta hárgreiðslan og stjörnur á borð við leik-
konurnar Jennifer Lawrence, Kristen Wiig og Emmu Watson skarta
henni.
Anna Wintour með eina frægustu
bob-klippingu seinni tíma.
Bob-klippingin í útgáfu hárgreiðslu-
mannsins Vidal Sassoon um 1960.
Óskarsverðlauna-
leikkonan Jennifer
Lawrence með bob
á frumsýningu 2014.
AFP
Hin sívinsæla „bob“
EIN HEITASTA KLIPPINGIN Í SUMAR ER KLIPPINGIN BOB. BOB
Á SÉR LANGA OG FREMUR ÞÝÐINGARMIKLA SÖGU. ÁRIÐ
1915 SKAUT KLIPPINGIN FYRST UPP KOLLINUM EN HÚN
ÁTTI EFTIR AÐ HAFA ÁHRIF Á KONUR UM HEIM ALLAN.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
„Castle Bob“
var heitið á
frægri klipp-
ingu Irene
Castle.
29.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
TÍSKU
MARKAÐUR
Enn meiri verðlækkun!
Kápur/Úlpur - kr. 7.990
Jakkar - kr. 3.490
Langerma toppar - kr. 1.490
Hlýratoppar - kr. 990
Peysur - kr. 2.990
Leggings - kr. 990
Kjólar - kr. 3.990
Buxur - kr. 2.990
Pils - kr. 1.990
Calou klossar kr. 3.990
Í anddyri sals Ferðafélags Íslands
Mörkin 6 - 108 Reykjavík
Opið: Lau. 28.06 - kl.12-16 - mán-fös. 30.06-04.07 - kl. 12-18
Since 1921
Við höfum notað lífræna jurtaolíu í vörur okkar í meira en 90 ár. Þær hafa
marga frábæra eiginleika og næra húðina m.a. með vítamínum, andoxunar-
efnum og fitusýrum. Vörurnar okkar eru prófaðar af óháðum aðila* og eru
vottaðar NaTrue vörur. Olíurnar veita vellíðan styrkja og vernda þurra húð
- í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is
Það er ekkert jafn
rakagefandi og olíurnar okkar
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
*Derma Consult Concept GMBH
Útsölustaðir:
Apótek og Heilsuverslanir um allt land