Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.06.2014, Blaðsíða 53
kringum landið. Ég hafði oft á minni könnu að hringja í þá og afla frétta, eftir kannski viku var ég komin hringinn. Sumir fréttaritarar voru naskari en aðrir – Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli, pabbi Ingibjargar og Ísólfs Pálma, var svaka góður og mikill vinur minn. Ingi- mundur á Seyðisfirði var líka frábær.“ Ekki hefur þú alltaf verið að vinna, hvað með einkalífið? „Ég kynntist Bergsveini Jóhannessyni í Klúbbnum og við giftum okkur 1963. Fljótlega keyptum við okkur fokhelda íbúð sem Berg- sveinn gat unnið heilmikið í sjálfur, hann er húsasmiður. Við fluttum samt inn í íbúðina hálfkláraða eins og tíðkaðist í þá daga, fengum að fara í bað hjá mömmu í næsta húsi. Við bjuggum á Kleppsveginum í fimm ár, þá flutt- um við í raðhús við Laugalæk í önnur fimm ár. Þá keyptum við einbýlishús við Heið- argerði þar sem við bjuggum í 37 ár, eða þar til við fluttum hingað til Þorlákshafnar. Auðvitað myndu öll hin „grenjandi ljónin“ segja að við hefðum grætt á verðbólgunni, það er kannski að vissu leyti rétt. Hins vegar þurfti maður minni lán þá af því að maður gerði ekkert nema það sem maður hafði ráð á. Þess vegna þoli ég ekki að hlusta á fólk sem hefur „þurft“ að taka lífeyrissjóðslán og getur svo ekki borgað þau. Við Bergsveinn höfðum verið gift í fimm ár þegar Valur sonur okkar fæddist. Kristín Hall- dórsdóttir vann á Tímanum þegar hún eign- aðist sitt fyrsta barn og fékk frí í þrjá mánuði og ég fékk það líka, það var þó ekki komið í kjarasamninga. Þegar ég fór að vinna aftur passaði mamma Val um tíma, yfir veturinn. Mikilvægt var, að ég byrjaði ekki að vinna fyrr en klukkan hálftvö, en vann svo jafnvel til miðnættis. Ég gat því verið með barnið til há- degis, mamma passaði til klukkan fimm, þá kom Bergsveinn og tók við. Þriðja veturinn gat mamma ekki passað lengur. Bergsveinn átti og rak verkstæði með fjórum öðrum. Hann hætti að vinna um hádegi til að passa Val. Þetta þótti þó skrítið og var ekki vinsælt hjá samstarfsmönnum hans þótt hann fengi að sjálfsögðu bara borgaða þá tíma sem hann vann. Þannig gekk þetta til vors. Þá fór ég enn einu sinni í Tjarnarborg til Elínar Torfadóttur og bað um pláss fyrir Val. Það fékkst ekki fyrr en ég hringdi og sagði henni að þetta væri hræðilegt, maðurinn minn gæti ekki unn- ið af því hann þyrfti að vera heima og passa. Daginn eftir komst Valur á leikskóla í fjóra tíma. Ég sagði einu sinni á fundi kvenblaða- manna að mér hefði þótt best af öllu að þá máttu börn ekki vera á leikskóla nema hálfan daginn. Ég er enn sömu skoðunar, lít á það sem illa meðferð á börnum að hafa þau á barnaheimilum stundum frá hálfátta á morgn- ana til hálfsex á kvöldin. Tíu árum síðar eignuðumst við dótturina Völu Ósk. Þá var ég búin að vera einn vetur í Kanada og farin að vinna á Heimilistímanum. Ég vildi fá kauphækkun en Kristinn Finn- bogason sagði þvert nei. Þá sagði ég: „Ókei, þá vinn ég þetta heima þegar mér hentar.“ Ég fór svo niður á blað einn dag í viku og þá tók Bergsveinn frí til að passa. Vala Ósk fylgdi mér oft í viðtöl og á fundi, sem hefur trúlega verið henni erfitt. Einu sinni sagði hún, eftir fund hjá Blaðamannafélaginu: „Mamma, hve- nær má ég tala á fundum?“ Hvenær fórstu að vinna hjá Blaðamanna- félagi Íslands? „Ég hætti á Tímanum 1981 til þess að geta farið að vinna þar í 25 prósent starfi. Ég er stjórnsöm, þess vegna hentaði þetta starf mér vel. Líklega er ég svo frek að ég vil ekki láta aðra stjórna mér. Kannski fór ég í fast starf hjá félaginu af því ég þorði ekki að láta neinn annan passa aurana eftir að ég var búin að rukka blöðin og ná peningunum inn. Iðulega fór ég og settist niður með gjaldkerum og samdi með þeim skýrslur yfir greiðslurnar. Oft fékk maður svo ávísanir marga mánuði fram í tímann sem fóru í bankann á ákveðnum dög- um. Stundum var svo hringt og sagt að ekki væri til fyrir einhverri ávísuninni. Þá geymdi ég hana þar til betur stóð á. Mér fannst gam- an að rukka og finnst það ennþá. Alltaf sparsöm Ég var alltaf sparsöm fyrir hönd félagsins. Sigtryggur Sigtryggsson, kollegi minn á Morgunblaðinu, sat með mér og fleirum í samninganefnd BÍ og segir enn söguna af því þegar nefndin fór fyrst út að borða saman á kostnað félagsins að hluta til. Áður varð hver að sjá um sig í mat. Í þetta fyrsta skipti vor- um við á skrifstofu Haraldar Sveinssonar á Morgunblaðinu. Svo kom hádegi. Fram- kvæmdastjórarnir fór út á Naust að borða en við hin fórum á Fjarkann í Austurstræti. Ég ákvað að borga hamborgarana en sjálfir urðu menn að borga frönsku kartöflurnar og kókið. Mér fannst þetta rausnarlegt – það finnst Sig- tryggi ekki. Lengi vel voru félagsmenn ekki nema um tvö hundruð. Ég þekkti þá flesta og hafði unn- ið með mörgum. Mjög margir höfðu viðkomu á Tímanum og sumum kynntist ég eftir að ég fór að vinna í lausamennsku meðfram starfinu hjá BÍ. Ég fékk alltaf nóg verkefni en lengst vann ég við Hús og híbýli. Um tíma var ég í föstu starfi hjá útgáfu sem gekk ekki of vel, þótt ekki væri komið hrun. Farið var fram á að blaðamennirnir lækkuðu í launum. Sagt var við þá: „Annaðhvort lækkum við launin eða þú ferð.“ Einn og einn fór inn í einu. Ég var síð- ust inn, þetta gerðist 20. desember. Ég sagði við þann sem við okkur ræddi: „Ég gef ekki eftir kaupið mitt.“ Hann svaraði: „Þá verður þú að fara.“ Ég sagði: „Ég er búin að vera í samninganefnd Bí frá 1974 að semja um kaup blaðamanna. Kemur ekki til greina að lækka það og vinna undir taxta.“ Maðurinn byrjaði að skrifa uppsagnarbréfið en sagði svo: „Ég sendi þér bréfið fyrir jól.“ Fjölskyldan beið svo eftir bréfinu yfir jólasteikinni, milli jóla og nýárs og framyfir áramót. En ekki kom það og er ekki komið enn. Ég var sú eina sem fékk kaupið óskert.“ Hvernig finnst þér staðan vera núna? „Ef staðan er ekki ásættanleg er engum um að kenna nema fólkinu sjálfu. Konur voru lengi vel um fjórðungur blaðamanna, þannig var það þegar ég hætti hjá BÍ 1999. Ég held að þær séu ekki miklu fleiri nú. Ég held að þetta hafi verið og sé svona af því að konur hafi ekki úthald, kvöldvinnan er erfið fyrir fjöl- skyldulífið. Fyrstu árin sem ég var í blaðamennsku var enginn ákveðinn vinnutími. Við unnum bara meðan þurfti. Svo var samið um 48 stunda vinnuviku en yfirvinna ekki greidd. Síðan var hún borguð í fríi. Þá voru þeir sem unnu mest svo mikið í burtu að aðrir urðu að vinna meira. Þetta gekk ekki upp og samið var um yf- irvinnukaup. Framan af voru menn yfirleitt ekki yfirborgaðir nema á Morgunblaðinu, þar var sagt að þeir fengju tíu þúsund krónum meira á mánuði en við hin. Lengi vel stóð jóla- bónusgreiðslan hjá Mogganum svo í vegi fyrir að hægt væri að semja um líkan bónus fyrir okkur hin enda hefði hann þá lækkað Mogga- greiðslurnar. Mig langaði lengi til að fá vinnu á Morg- unblaðinu, sótti aldrei um og var ekki boðin vinna. Eftir 46 ára starf í blaðamennsku fór ég að skrifa í lausamennsku í Daglegt líf hjá Morgunblaðinu. Þá rættist draumurinn loks- ins. Mér fannst æðislega gaman að vinna fyrir Hús og híbýli og margt þannig efni vann ég fyrir Moggann. Annars finnst mér fólk skemmtilegt og því nokkuð sama um hvað ég tala við það.“ Fríða Björnsdóttir segir að fyrstu árin í blaða- mennsku hér á landi hafi enginn vinnutími ver- ið. Fólk bara vann meðan þurfti að skrifa fréttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg *Þegar kviknaði íhjá Eimskip íBorgartúni sá ég eld- inn út um gluggann heima. Fór í kápu utan yfir nælonnátt- kjólinn og niður á blað og skrifaði þannig alla nóttina. 29.6. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.