Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 4
Elsje og koma henni til hjálpar. „Ég fór að leita að henni, fann að mér var illt í ökklanum og var svo- lítið ringlaður. Ég heyrði hana kalla þar sem hún lá á grasbala við skurðinn.“ Fyrstur til að koma á vettvang var flutningabílstjóri sem Jan veit ekki hvað heitir en hann verður þessum ókunnuga manni ávallt þakklátur. „Hann er okkar fyrsti engill í þessu. Af mörgum. Hann hringdi í 112 og beið eftir sjúkra- bílnum með okkur. Hann kvaðst ekki mundu yfirgefa okkur og það er erfitt að útskýra en sú setning var mér mikilvæg. Það kom einhver ró yfir mig. Hann náði í teppi handa okkur og passaði vel upp á okkur.“ Þegar sjúkrabílarnir komu var ljóst að hjónin voru alvarlega slös- uð og þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Flutti þau Jan og Elsje til Reykjavíkur. „Við kom- umst allavega til Reykjavíkur – reyndar ekki á þeim fararskjóta sem við óskuðum okkur en samt,“ segir Jan og getur ekki annað en brosað. Alvarlegir áverkar Þegar þyrlan lenti við Landspít- alann voru þau skoðuð af læknum. „Elsje var mjög alvarlega slösuð og þurfti að fara í aðgerð til að stöðva innvortis blæðingu. Hún var með fimm brotin rif, vinstra herðablaðið var brotið, miltað skemmt, ósæðin og íslensku heilbrigðiskerfi. „Við þökkum Guði hvern einasta dag að hafa lifað þetta slys af, sem og öllu læknaliðinu sem hjálpaði okkur. Án vörubílstjórans, sjúkrabílsins, lög- reglunnar, þyrlunnar, læknanna og hjúkrunarfólksins hefðum við trú- lega ekki geta farið heim til barna og barnabarna okkar.“ Fóturinn í gifsi og hálsinn í kraga Í dag eru þau Jan og Elsje að braggast en það mun líða langur tími þar til þau verða alveg laus við verki. „Nú erum við kominn heim til Hollands, til barna okkar, barna- barna og vina. Ég er enn með kraga utan um hálsinn og fóturinn er enn í gifsi en ég vonast til að losna við þetta dót eftir tvær vikur. Elsje er að vinna í að hreyfa hand- legginn og að draga djúpt andann og öndunin hjá henni er að skána með hverjum deginum.“ Vilja ljúka hringnum Þrátt fyrir slysið segir Jan að þau muni koma aftur. Suðurlandið með öllum sínum töfrum er eftir. „Við viljum ljúka við ferðina sem hófst sjöunda ágúst. Við sáum ótrúlegt landslag en eigum Suðurlandið al- veg eftir. Við munum koma aftur. Hvenær það verður á eftir að koma í ljós – en ætli við förum þá ekki bara á bíl,“ segir Jan brosandi út að eyrum. Hjónin á Landsspítalanum. Elsje í símanum að hringja heim að tala við börnin og barnabörnin. Láta vita að allt sé í lagi. Munu snúa aftur þrátt fyrir lífshættulegt slys HOLLENSKU HJÓNIN JAN OG ELSJE LUIJK SLÖSUÐUST Í ALVARLEGU MÓTORHJÓLASLYSI Á SNÆFELLSNESI Í ÁGÚST. ÞRÁTT FYRIR LÍFSREYNSLUNA SEGJA ÞAU AÐ ÞETTA SUMARFRÍ HAFI VERIÐ EITT ÞAÐ BESTA. ÞAU ERU FULL ÞAKKLÆTIS TIL ALLRA SEM KOMU AÐ SLYSINU. V indurinn feykti okkur af veginum og við lentum ofan í skurði sem var þar við hliðina á. Ég rotaðist, veit ekki hve lengi og hélt ég væri í lagi þegar ég rankaði við mér. Mér var illt, ég gat hreyft höfuðið og gat gengið en ég fann ekki kon- una mína. Engin orð geta lýst því hvernig mér leið á þessu augnabliki – að uppgötva að við höfðum lent í slysi og finna ekki konuna sem mað- ur er búinn að vera giftur í 31 ár.“ Hollendingurinn Jan Luijk og kona hans Elsje lentu í alvarlegu mótorhjólaslysi hinn 13. ágúst á Snæfellsnesi og þurfti þyrla Land- helgisgæslunnar að sækja hjónin. Þau Jan og Elsje komu með Nor- rænu hingað til lands frá Færeyjum og ætluðu að keyra hringinn í kringum landið á Honda Goldwing 1800 mótorhjólinu sínu. Jan er 58 ára og Elsje tveimur árum yngri. „Við ákváðum að fara til Íslands því við elskum Skandinavíu og landslagið sem þar er að finna. Náttúran er svo ótrúleg á þessum stöðum og fólkið jafnvel ótrúlegra. Við áttum eftir að keyra um Fær- eyjar og Ísland og ákváðum að gera það í þessu sumarfríi,“ segir Jan. Þau höfðu verið á ferð í sex daga þegar slysið varð. Þegar þau komu í Borgarnes á sjötta degi lá leiðin á Snæfellsnes þar sem þau gistu í tvo daga og nutu lífsins. Það átti eftir að breytast þegar þau stigu á hjólið. Áttu aldrei séns „Þegar við vöknuðum að morgni þessa dags man ég að veðrið var fallegt. En vindurinn uppi á vegi blés kröftuglega. Við ætluðum að keyra til Reykjavíkur og vera þar í tvær nætur, það var áætlunin. Það er allt í lagi að keyra mót- orhjól í vindi svo framarlega sem hann kemur beint á mann – og þannig var hann fyrst. En skyndi- lega fór að blása frá vinstri,“ segir Jan og verður alvarlegri. „Mótorhjólið er stórt og þungt með lokuðum hliðum. Í hliðarvindi þarf maður svolítið að halla sér upp í vindinn og þannig keyrðum við í smástund. Allt í einu lægði vindinn og það varð logn. Ég varð að hafa mig allan við til að rétta hjólið af – annars myndum við detta. Þegar ég var að reyna að rétta hjólið af og allt virtist vera fallið í ljúfa löð kom ofsalega öflug vind- kviða, helmingi öflugri en það sem við höfðum verið að keyra í og við áttum aldrei möguleika. Við keyrð- um út af.“ Bílstjóri fyrstur á vettvang Þegar Jan hafði raknað úr rotinu gerði hann sér ekki grein fyrir hversu alvarlega slasaður hann væri. Fyrsta hugsun var að finna líka og lungað rofið. Eftir að læknar rannsökuðu mig, fundu þeir út að vinstri ökklinn var brotinn og að það var brot í 6. hálshryggjarlið. Þannig að þetta var alvarlegt en ég þurfti ekki á umönnun að halda. Elsje var þrjá daga á gjörgæslu- deildinni en hún var flutt á Hring- braut þar sem hún var til 28. ágúst. Þá var hún orðin nógu sterk fyrir flug og okkur var leyft að fljúga heim.“ Jan segir að hann þakki æðri máttarvöldum fyrir lífgjöfina sem 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo alvarlega slasaða sem lent höfðu í vélhjólaslysi á Snæfellsnesi. Þyrlan lenti skömmu fyrir klukkan tólf með þá slösuðu við Landspítalann í Fossvogi. Talið er að vindhviða hafi feykt hjólinu út af veginum með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins og farþegi köstuðust nokkra metra af hjólinu. Talsverður vindur er á svæðinu samkvæmt frásögn lögreglu. Lögreglan hefur ekki grun um að hraðakstur hafi átt sér stað er slysið varð. FRÉTT MBL.IS AF SLYSINU * Þrátt fyrir þessa lífsreynslu okkar segjum við bæði, þettavar eitt af okkar betri fríum. Íslendingar geta verið stoltiraf fólkinu sem vinnur á sjúkrahúsum landsins. Jan og Elsje Luijk Þjóðmál BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is Jan og Elsje í vikunni heima í Hollandi. Fótur hans enn í gifsi og hálskraginn á sínum stað en áverkar hennar ekki jafn sjáanlegir en þeim mun alvarlegri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.