Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 54
G oðsögnin Ali Camp- bell, röddin sem syngur um „Rautt, rautt vín“ og „I got you Babe“ og að hann „geti ekki gert að því að hann sé að verða ástfanginn af þér“ er á hinum enda línunnar. Söngvari hljómsveitarinnar UB40 til áratuga elskar reggí og segir tónlistina gefa heiminum ást en UB40 er meðal allra söluhæstu hljómsveita popptónlistarsög- unnar, með yfir 70 milljónir seldra platna og flestir geta sungið með lögum þeirra frá 9. og 10. áratugnum. Ali Campbell er á leiðinni til landsins með gömlu félögunum sínum úr UB40, þeim Astro Wil- son og Mickey Virtue, en í Hörpu um næstu helgi, 19. september, munu þeir flytja öll þekktustu lög sveitinnar frá 8. og 9. áratugnum og spila 2-3 lög af plötu sinni sem kemur út í október. „Ég vonast til að sjá eldgosið þegar við komum. Síðast þegar gaus á Íslandi, í Eyjafjallajökli, man ég hvað ég var ótrúlega heppinn og ég vona að við verð- um það líka núna hvað flug- samgöngur varðar. Ég nefnilega flaug til Suður-Ameríku og vélin sem ég tók var síðasta vélin sem fékk að fara áður en flugbann var sett á. Þegar ég snéri til baka nokkrum dögum seinna fór ég í fyrstu flugvélina sem fékk að fara í loftið eftir að flug- samgöngur höfðu legið niðri,“ segir Ali Campbell en hann segist vera mikill áhugamaður um eld- gos, jarðskjálfta og slíkt þótt hann geri sér grein fyrir dauðans alvöru. „Ég veit ekki margt um Ísland get ég sagt þér, ég þekki Björk, en ég er í það minnsta með á hreinu að þið búið á sprelllifandi stórri eldstöð. Og í mínum huga eru Íslendingar því afar, afar hugrakkir!“ Vilja „bjarga arfleifðinni“ Það var núna í janúar sem aðal- söngvarar UB40 til áratuga, Ali Campbell og Astro Wilson ásamt Mickey Virtue, tilkynntu að þeir myndu koma saman til að taka upp nýja plötu og hefja tónleika- ferð um heiminn. Ali Campbell stofnaði hljóm- sveitina UB40 árið 1978 en árið 2008 kom það mörgum í opna skjöldu er hann yfirgaf hljóm- sveitina. Sjálfur segir hann það hafa verið vegna mikillar óánægju með stefnumótun og rekstur hljómsveitarinnar á þeim tíma en úr varð að Virtue fylgdi honum þá einnig eftir. Astro varð áfram eftir í hljómsveitinni en hætti í fyrra vegna sömu óánægju og þeir hafa nú myndað hljómsveit – meðal annars til að „bjarga arfleifð UB40“ eins og hann segir sjálfur. „Ég hætti í gömlu, góðu UB40 fyrir 6 árum. Á svipuðum tíma hætti Mickey Virtue hljómborðs- leikari einnig. Mig langaði alls ekki til að yfirgefa eigin hljóm- sveit, því ég stofnaði UB40, held- ur neyddist ég til þess og það sama gilti um Mickey. Á síðasta ári gekk Astro svo til liðs við okkur. Svo að í sex ár höfum við þrír, kjarni sveitarinnar, ekki spilað saman.“ Bróðir Ali Campbell, Duncan Campbell, stökk inn í söngv- arahlutverkið í staðinn og Ali Campbell fer ekki leynt með hversu ósáttur hann er með þró- un mála á þeim bæ, hvorki í þessu viðtali né öðrum úti í heimi sem birst hafa við hann. „Sveitin sem hefur verið starf- andi núna upp á síðkastið í nafni UB40 fór út í eitthvert bull. Hún gaf út hljómplötu með poppskot- inni þjóðlagatónlist eða kántrí- tónlist. Þá sá Astro hvað var að gerast og kom til mín því ef það er eitthvað sem UB40 hefur aldr- ei verið þá er það kántrí – hún er reggí. Ég stofnaði hljómsveit- ina til að breiða reggí út um heiminn og það var æðsta mark- mið okkar hljómsveitarmeðlim- anna og það er ennþá minn æðsti tilgangur með því að vera í tón- list.“ Frá árinu 2008 hefur Ali Campbell sinnt sólóverkefnum og þrjár platna hans hafa endað á topp tuttugu listanum í Englandi en ný plata sem er væntanleg í október er með tónlist þeirra allra þriggja. „Því miður hef ég undanfarin ár þurft að hlusta á bróður minn, Duncan, spila verr og verr og gamla sveitin mín hefur fengið færri og færri gigg. Duncan er þjóðlagasöngvari og góður sem slíkur en í hans meðförum hef ég hlustað á hann gjöreyðileggja lög- in mín undanfarin fimm ár. Í fimm ár – hugsaðu þér. Og hann hefur skaðað arfleifð UB40 mjög mikið og var kominn langt á leið með að skaða þá ímynd sem hljómsveitin á að standa fyrir.“ Ali Campbell segir að þeir fé- lagar séu núna að spila nafn UB40 aftur til sín. „Það versta er að þeir blekkja fólk. Þeir auglýsa tónleika og nota til þessa gamlar myndir af mér og Astro og Mic- key en svo kemur fólk á tón- leikana og þetta er engan veginn UB40 eða hennar tónlist. Ég læt því fólk vel vita þegar við auglýs- um tónleikana okkar sem við höf- um verið að halda allt þetta ár að fólk sé að koma að sjá Ali Camp- bell og UB40 svo fólk veit að þetta er alvöru sveitin. En ég veit að margir hafa haldið sig vera að fara á tónleika með okk- ur upprunalegu sveitinni og hlusta á röddina sem er að baki UB40 og verður fyrir von- brigðum. Við spilum á stórum tónleikum um allan heim. Við erum ný- komnir frá Hollandi, Einthoven, og við erum að hitta gömlu aðdá- endurnar okkar en líka nýja en því miður er gamla hljómsveitin lítil kráarhljómsveit í dag. Ef fólk vill sjá upprunalegu söngvarana, hlusta á upprunalegu tónlistina og alvöru reggí á það að koma og sjá okkur. Ef fólk vill sjá hina hljómsveitina – þá gerir fólk það bara.“ Mikið hefur verið fjallað um endurkomu Ali Campbell og fé- laga hans í fjölmiðlum ytra en á tónleikum sem þeir hafa haldið um allan heim einbeita þeir sér að því að „færa UB40 aftur til fólksins“ – eins og Campbell orðar það sjálfur. „Við erum að spila alla slagarana okkar frá 9. og 10. áratugnum en á þeim tíma áttum við um 40 lög sem fóru í efstu sæti vinsældalista um allan heim. Svo detta inn 2-3 lög af nýju plötunni okkar. Þetta verður frábært – ég vona að þið þekkið tónlistina okkar,“ segir Ali Camp- bell og blaðamaður ræskir sig og syngur nokkur helstu UB40-stefin til að færa sönnur á þau orð að svo sé. „Við höfum verið að ferðast mjög vítt og breitt, við erum ný- komnir frá Hollandi og vorum í Afríku um daginn. Það hefur komið okkur ánægjulega á óvart að sjá að tónlist okkar hefur lifað milli kynslóða og við vorum mjög hissa á að sjá unglinga syngja lögin okkar og kunna textana, jafnvel lög sem eru ekki þau allra frægustu. Það er alveg frábær tilhugsun að Íslendingar þekki lögin og kunni að meta þau.“ Allir skilja boðskapinn Það eru ekki margir reggítónlist- armenn í heiminum sem hafa náð að gera þessa gerð tónlistar jafn vinsæla og UB40, má þar helst nefna nöfn eins og Bob Marley. „Það er frábær tilfinning að vera með gömlu félögunum í að spila og búa til tónlist sem við kunnum svo vel. Það er mikið hlegið og góð dýnamík.“ Hvað er það við reggí sem lað- ar fólk að? „Fyrir mína parta er þetta kynþokkafyllsta tónlist í heimi. Afdráttarlaust. Hraði hennar er sá sami og hjartsláttur. Ég held að reggí hafi síðustu árin haft meiri áhrif á nútímatónlist en hún hefur nokkurn tímann haft. Það er einhver taktur í reggí sem sameinar fólk. Enda snýst reggí, Ætla að búa til eigin reyk EFTIR VIKU EIGA ÍSLENDINGAR ÞESS KOST AÐ HLUSTA Á NOKKUR VINSÆLUSTU POPPLÖG 9. OG 10. ÁRATUGARINS OG UB40-SÖNGVARINN ALI CAMPBELL SEGIST JAFNFRAMT VONAST TIL AÐ KOMAST Í ÞYRLU Á GOSSTÖÐVAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * Síðast þegar gaus á Íslandi, í Eyjafjallajökli, man ég hvað ég var ótrúlega heppinn og ég vona að við verðum það líka núna hvað flugsamgöngur varðar. 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.