Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 22
Embætti landlæknis hefur ekki aðeins gefið út námsefni um Skráargatið fyrir skóla heldur líka námsefni um grænmeti og ávexti sem unnið var af Rannsóknastofu í næringarfræði. Þessi verkefni hafa verið gefin út í litprentuðum bæklingum en er einnig að finna á landlaeknir.is. Þar eru mörg skemmtileg verkefni sem vekja börn og í leiðinni foreldra til umhugsunar. Eitt verkefni byrjar á því að skera grænmeti og ávexti í bita og börn- in eru beðin að lýsa bragðinu. Skerið mismunandi epli niður í bita, rauð, græn og gul. Leyf- ið börnunum að smakka og bera saman bækur sínar. Hvað er líkt og hvað er ólíkt (litur, lykt, bragð og áferð)? Hvað finnst þeim best? Hvaða áhrif hefur það að loka aug- unum? Þau geta prófað að smakka mis- munandi TIL ER SKEMMTILEGT NÁMSEFNI UM ÁVEXTI OG GRÆNMETI Spennandi að smakka gerðir af grænmeti eða ávöxtum með lokuð augun. Hvaða áhrif hefur það að halda fyrir nefið? Þrosk- aður eða óþroskaður? Berið saman óþroskaða græna banana og vel þroskaða banana. Hver er munurinn á lykt, bragði og áferð? Í verkefnabókunum eru mörg umræðuverkefni fyrir bekki en líka heimaverkefni. Eitt slíkt er til dæmis að búa til grænmetis- og/eða ávaxtasalat sem barninu þykir gott. Annað að búa til ídýfu sem passar vel með grænmeti og ávöxtum. Loks er líka minnst á að það geti tekið tíma að venjast mat sem við erum ekki vön. Sumt finnst okkur ekki gott þegar við smökk- um það í fyrsta sinn en ef við smökkum það nokkrum sinnum fer okkur kannski að finnast það gott. E lva Gísladóttir er ein af þeim sem hafa góða ástæðu til að hugsa um sykur og salt allan daginn og reyndar líka græn- meti og ávexti því hún er verkefn- isstjóri næringar hjá Embætti land- læknis. Verkefni hennar og starfs- félaga snúast um að fá almenning til að borða hollara og ekki síst auka grænmetis- og ávaxtaneyslu. Það eru ýmis tæki og tól til að hjálpa fólki en það nýjasta er Skráargatið, sem var tekið upp síðasta haust. Markmiðið með Skráargatinu er að auðvelda neytendum að velja hollari matvöru á einfaldan og fljótleg- an hátt. Ef matvara er merkt með Skráargatinu er hún hollari en aðrar vörur af sömu gerð sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Aðeins matvörur sem eru hluti af venjulegu heilsusamlegu mataræði geta fengið Skráargatið. Ennfremur er búið að gera námsefni um Skráargatið en Embætti landlæknis fékk leyfi til að þýða og staðfæra norskt námsefni um þetta samnorræna merki. Vonast Elva til þess að skólarnir notfæri sér náms- efnið. „Það er góð leið til að komast að breiðum hópi,“ segir Elva. Foreldrar og börn standa sífellt frammi fyrir vali en eitt af því er hvað eigi að taka með í morgunnesti. Í mörgum skólum er mælst til þess að það sé einungis ávextir og grænmeti en það er ekki til komið frá Embætti landlæknis. Hvað á að vera með í nesti? „Þó að við hvetjum skóla til þess að setja sér reglur um morgunnesti þá eru alltaf einhver börn sem borða lítið á morgnana og gætu þurft meira í nestistímanum. Ósætt rúgbrauð eða annað heilkornabrauð er góður kost- ur. Við viljum ekki gefa út eina reglu því hún getur ekki gilt fyrir alla, sum börn hafa litla lyst á morgnana. En við hvetjum til aukinnar grænmetis- og ávaxtaneyslu og flestum dugar það í morgunnestinu.“ Ávaxta- og grænmetisneysla hefur aukist eins og kemur fram hér til hlið- ar. „Ég er ekki nógu ánægð með hvar við stöndum en ég er ánægð með breytinguna. Það þarf að auka þetta meira og það er það sem við erum alltaf að reyna að gera,“ segir hún. Ef Elva fengi töfrasprota í hönd til að breyta einum hlut er hún ekki í vafa um hvað það væri. „Það væri að lækka skatta á hollum vörum eins og grænmeti og ávöxtum eða fella þá al- veg niður. Þetta er eitthvað sem stendur mér nærri. Ég myndi einnig vilja hækka álögur á óhollustu, til dæmis á gosdrykkjum, en með slíkum aðgerðum væri verið að hvetja til heil- brigðra lifnaðarhátta. Ef ég gæti breytt þessu væri ég ánægð.“ Getty Images Hækka álögur á óhollustu ELVA GÍSLADÓTTIR, VERKEFNISSTJÓRI NÆRINGAR HJÁ EMBÆTTI LANDLÆKNIS, ER EKKI ÁNÆGÐ MEÐ HVAR VIÐ STÖNDUM EN GLEÐST HINSVEGAR YFIR ÞEIM ÁRANGRI SEM HEFUR NÁÐST Í LÝÐHEILSUMÁLUM. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Elva Gísladóttir Það er gaman að hugsa um ávexti út frá lit, áferð og bragði. Það getur ver- ið spennandi fyrir krakka að smakka ávexti með lokuð augu. Bragðast græn epli öðruvísi en rauð? Heilsa og hreyfing *Blaðamenn og annað starfsfólk í fjölmiðlun drekkur meirakaffi en aðrar starfsstéttir, samkvæmt nýrri könnun Pressat.Lögreglufólk drekkur næst mest af kaffi og kennarar eru íþriðja sæti. Alls tóku tíu þúsund manns þátt í könnuninni en85% þeirra sögðust drekka að minnsta kosti þrjá bolla á dagog 70% töldu að frammistaða sín í vinnunni yrði verri ánkaffis. Koffínið er því greinilega mikilvægt mörgum en ekki er vitað hvað þetta þýðir fyrir heilsuna því koffín er í besta falli umdeilt efni, sérstaklega þegar þess er neytt í miklu magni. Blaðamenn drekka mest kaffi Frasann „fimm á dag“ þekkja flest- ir en þar er átt við ráðlagða græn- metis- og ávaxtaneyslu. Takmarkið er að ná að borða um 500 g á dag, 200 g hvorum megin og svo geta 100 g jafnvel verið lítið djúsglas eða annaðhvort grænmeti eða ávextir. „Niðurstöður landskönn- unar á mataræði frá 2010 til 2011 sýna að grænmetisneyslan jókst um 19% frá 2002 og er núna 120 grömm á dag. Ávaxtaneyslan jókst um 54% og er núna 119 grömm á dag. „Einungis 11% borða græn- meti og ávexti samkvæmt ráðlegg- ingum. Það er ennþá verk að vinna þó að þetta hafi aukist,“ segir Elva. Fimm á dag Ávextir Epli Banani Appelsína Sítróna Mandarína Greip Vínber Kíví Vatnsmelóna Þyngd 130 g 150 g 170 g 140 g 100 g 275 g 10 g 100 g 3000 g Þyngd 80 g 400 g 80 g 160 g 300 g 10 g 900 g 40 g 300 g Grænmeti Gulrætur Gúrka Tómatur Paprika Rófa Radísa Hvítkálshaus Salatskammur Maískólfur Ennþá verk að vinna Getty Images
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.