Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 57
viku eftir opnun sýninganna og skoða mig um, rétt eins og ég geri hér nú. Svo á ég fjöl- skyldu á Klaustri, þar búa tveir hálfbræður mínir, Lárus og Kristinn en hann á átta börn. Þetta er skemmtilegt fólk og létt yfir því.“ – Finnurðu alltaf fyrir íslensku rótunum? „Ég er nú ekkert montinn af því að vera Ís- lendingur nema þegar eldgos hefjast, þá minnir fólk mig á að ég sé íslenskur.“ Hann brosir. „Ég er í mjög góðu sambandi við safn- ið hér, þau eru dugleg að lána verk eftir mig, meðal annars núna á sýninguna í Finnlandi og svo held ég að þau láni ein 80 verk á sýn- inguna í Lyon. Þetta er allt mjög vel skipu- lagt hjá þeim.“ Það leiðir talið að sýningunni sem verið var að opna í Hafnarhúsinu, þar sem gefur meðal annars að líta röð af þessum flennistóru af- löngu málverkum sem Erró færði Listasafni Reykjavíkur á sínum tíma og eru helguð mörgum helstu risum listasögunnar. „Á þessum tíma var Gunnar Kvaran yf- irmaður safnsins og meðal annars var rætt um að safnið með verkunum mínum færi á Korpúlfsstaði, þar þurfti stórar myndir að sýna. Ég var þá að byrja að hugsa um þessi verk og kom í hug að hér heima væri ekki hægt að kaupa neinar myndir eftir þessa menn, þær kosta allt of mikið. Ég sagði við sjálfan mig að það væri gaman að byggja listasöguna upp í kringum þessa einstaklinga og stefnur, Picasso, Mattisse, Miro og fleiri. Þetta er listasagan,“ segir hann og bandar hendinni í áttina að þessum stóru glæsilegu verkum þar sem hlutum þekktra listaverka eftir listamennina er raðað inn í flæðandi net gert af svörtum línum. – Þetta er þín útgáfa af listasögunni. „Já, og þegar ég vann verkin var ég mikið að hugsa um myndbygginguna. Ég notaði við hana tölvuforrit sem kallast „iron net“ en það er meðal annars notað þegar flugvélar eru teiknaðar og burðarvirkið í vængjunum. Ég á vin í Kaliforníu sem vinnur með það, ég sendi honum hugmyndir og hann sendi mér teikn- ingar af járnneti til baka. Það skapar hreyf- ingu í formunum og netið heldur öllum mynd- unum jafnframt saman. Út úr þessu kom myndbygging sem hafði aldrei verið notuð áð- ur. Ég hef alltaf haft gaman af svona sterkum svörtum línum í teikningu. Þegar ég var ung- ur hafði ég til að mynda gaman af myndunum í Íslendingasögunum, þessum með svörtu út- línunum.“ – Eftir Gunnlaug Scheving, Snorra Ar- inbjarnar og Þorvald Skúlason? „Alveg rétt. Þær eru fínar. Svo fór ég síðar til Ravenna að vinna mósaík og þar var það sama, alltaf svartar útlínur. Ég hef haldið í þann stíl að miklu leyti, þó hann hafi breyst.“ Er eins og í laxveiðinni Það er greinilegt að þótt Erró sé orðinn rúm- lega áttræður er hugurinn sífellt við vinnuna og ný verk. Hann segir það hái sér nú hvað vinnustofan í París sé full af verkum. „Ég hef hér um bil ekki pláss til að vinna lengur. Ég er með svo mikið af grafíkmyndum og öllu mögulegu svo ég minnist ekki á allar þessar listaverkabækur; ég þarf að senda þetta allt hingað á safnið. Ég er alltaf að bæta einhverjum verkum við hér. Nú kom ég með nokkrar klippimyndir sem vantaði á sýninguna. Já, ég þarf að hafa pláss til að vinna. Mér líður vel þegar ég fer til Spánar í húsið mitt þar því þar er ekkert í vinnustofunni. Hún er ekki stór en hún er tóm þegar ég kem. Ein hugmynd væri að taka nýja vinnustofu og skilja bara allt eftir í þeirri gömlu,“ segir hann en það er aðferðin sem Picasso beitti. „En ég þarf bara á svo mörgum hlutum að halda til að vinna; upplýsingum sem ég hef safnað saman og myndefni. Ég er ekki með tölvu og þetta er allt í skúffum hjá mér.“ – Hvað með hugmyndirnar; vinnurðu venju- lega úr þeim í seríum? „Já, og það hefur algerlega bjargað mér. Það var erfitt í byrjun þegar fólk skildi ekkert í því hvað ég var að gera; eina vikuna var ég kanski að mála reiðhjól en eldfjöll þá næstu. Nú er fólk orðið vant því að ég hoppi úr einni syrpu í aðra. Það er gaman fyrir mig að vera ekki að gera sömu myndina alla ævi, eins og sumir gera, ég skipti um tækni og stíl. Ég hef til dæmis gaman af að nota fjóra eða fimm stíla í sömu mynd. Þetta hefur þróast með vinnunni.“ – Kalla hugmyndir sem kvikna við vinnu í einni mynd á þá næstu? „Vissulega og stundum finn ég bækur sem kveikja hugmyndir. Stundum hætti ég að vinna í seríu eftir tuttugu myndir en get farið aftur af stað með hana ári síðar, ef ég hef fundið nýjar bækur og nýjar myndir sem fleyta mér aftur af stað. Hér áður kom stundum fyrir að ég gat ekki lokið við málverk og lét þau þá bara standa. Að lokum tók ég þau aftur fram eftir hlé. Besti tíminn til að ljúka við málverk er í ljósa- skiptunum! Þetta er eins og í laxveiðinni.“ – Og þú vinnur og vinnur, slærð ekki af? „Ég byrja snemma á morgnana að vinna og ef pensilinn fer að verða þungur“ – Erró rétt- ir út handlegginn eins og hann haldi á pensli og lætur hann síga hægt og rólega, – „þá leggst ég niður og sef í nokkrar mínútur. Það getur komið fyrir tvisvar eða þrisvar á dag en svo vakna ég bara aftur og held áfram að vinna.“ „Ég sagði við sjálfan mig að það væri gaman að byggja listasöguna upp í kringum þessa einstaklinga,“ segir Erró. Hér er hann með expressjónistum. Morgunblaðið/Einar Falur * Ég er nú ekkertmontinn af því aðvera Íslendingur nema þegar eldgos hefjast, þá minnir fólk mig á að ég sé íslenskur. 14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sýningunni Snertipunktar lýkur í Listasafni Árnesinga um helgina. Á laugardag klukkan 15 verður sýningar- stjórinn, Margrét Elíasabet Ólafs- dóttir, með leiðsögn. Á sýningunni eru verk eftir Önnu Eyjólfsdóttur, Birgi Snæbjörn Birgisson, Helga Hjal- talín Eyjólfsson, Helga Þorgils Frið- jónsson, Ragnhildi Stefánsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur og Þur- íði Sigurðardóttur. 3 Ég elska Reykjavík nefn- ist sýning Aude Busson sem var frumsýnd á Lókal. Hún verður með tvær sýningar um helgina og leggur upp frá Hörpu kl. 14 báða dagana. Busson birtist þar sem leiðsögumaður sem þekkir allt og alla og fer með gesti í leyni- ferðalag um afkima borgarinnar. 4 Heimildarkvikmyndin Björk: Biophilia Live hefur verið tekin til sýninga í Bíó Paradís. Kvikmyndin fjallar um tón- leikaferð Bjarkar og veröldina sem kennd er við Biophiliu, þar sem tón- list, vísindi og tækni sameinast. 2 Jazz í hádeginu er ný tón- leikaröð í Gerðubergi og verður boðið upp á ókeypis tónleika klukkan 13.15 á sunnudag. Fram koma Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og Swing kvartett hans. 5 Listfræðingurinn og sýning- arstjórinn Æsa Sigurjóns- dóttir verður á sunnudag klukkan 14 með leiðsögn um hina áhugaverðu sýningu „Spor í sandi“ í Listasafni Íslands þar sem gef- ur að líta 90 af mikilvægustu verkum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. Birgitta Spur er hinn sýningarstjórinn. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.