Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 47
um hversu frjálsir fjölmiðlar séu þar sem fjölmiðlar eru frjálsir. Fjörleg umræða um þá hluti hefur farið fram á starfsstöðvum 365 reglubundið þegar fólki er skóflað til og frá þar á bæ með sérlega fjöl- breyttum útskýringum. Það vekur að vísu nokkra athygli hve sumir þeir sem í slíku lenda og hafa verið stóryrtastir um það sem upp á kemur annars staðar í tilverunni eru fámálir um það allt þegar þeir sjálfir eiga í hlut og gætu sagt frá svo mörgu frá fyrstu hendi. Darraðardansinn í kringum hattinn á Dagblaðinu hefur ekki minna skemmtanagildi. Og það gildir að vísu einnig um það að til eru þeir menn, þótt bágt sé að trúa því, sem telja að frelsi fjölmiðla hverfist um þetta blað. Það er rétt sem fjölmiðlarýnirinn Andrés Magnússon segir á sínum vettvangi á Við- skiptablaðinu að „götublað“ á borð við Dagblaðið eigi sannarlega sinn stað í fjölmiðlaflórunni, á kant- inum, eins og hann orðar það. En auðvitað dettur hvorki honum né öðrum í hug að slíkt blað sé vel til þess fallið að vera viðmiðun fyrir aðra. En í um- ræðunni er þó látið eins og slagurinn um Dagblaðið standi um það hvort blaðamennirnir fái að reka blaðið eftir eigin höfði en eigendur, sem séu fremur fyrirlitleg fyrirbæri, vilji kúska þá til hlýðni við sig. Ritstjórn blaðsins sé samkvæmt eigin ákvörðun handhafi heiðarleikans í landinu. Sást undir hattinn En svo kom á daginn að ekki var allt sem sýndist. Í orði virtist ritstjórinn og eigandinn hafa síðustu misserin verið einn og sami maðurinn. Hvernig í ósköpunum gátu svo ólíkir menn, ritstjórinn hafinn yfir allan vafa og eigandinn með kámugar kruml- urnar, verið með sín tvö höfuð undir einum og sama hattinum svo lengi? En á borði var myndin allt önnur. Það áttu allt aðrir menn í raun hlutinn sem ritstjórinn átti. Í sjálfu sér þarf ekkert að vera athugavert við það. En blaðið sem stingur á graftarkýlum gat naumast þrifist þegjandi inni í því miðju. Það hlaut að segja alla söguna. En það gerði blaðið ekki. En næst komst upp að þeir sem raunverulega áttu hlutinn vildu ekkert endilega eiga hann. Þeir vildu bara að ritstjórinn og meintur eigandi væri svo vinsamlegur að greiða sér þau lán sem hlutur hans hékk á og hann hafði marglofað að borga. Þá gæti allt vald á himni og jörð Dagblaðsins verið undir sama hatti og hægt að „pönkast“ á fólki að vild. Þessir óvinir undir rúminu virtust að því leyti í sömu stöðu og tollstjórinn og forráðamenn lífeyr- issjóða starfsmanna sem vildu fá þá peninga til sín sem hugprúðar hetjur frjálsarar blaðamennsku höfðu rukkað inn í þeirra nafni en ekki skilað. Hæstaréttarlögmaðurinn kunni, Sigurður G. Guð- jónsson, hefur fært þessa háttsemi til ákvæða refsi- laga og verður að teljast ólíklegt að ákæruvaldið í landinu, sem fylgist vel með Dagblaðinu, setji kík- inn óviljandi fyrir blinda augað í þessu tilviki. Gyðja réttlætisins á ekki að lúta neinum öðrum lögmálum en sínum eigin og mikilvægast er að enginn þurfi að efast um hvernig raðað sé á vogarskálar hennar. 365 gráir skuggar Hitt fyrirtækið sem stal fjölmiðlasenunni síðasta mánuðinn var 365. Reyndar hefur verið æði stutt á milli Fréttablaðsins og Dagblaðsins. Sami eigandinn hefur stundum verið að báðum, eftir því sem best er vitað. En eignarhaldið hefur þó sjaldan blasað við og gerir ekki enn. Helstu þungavigtarmenn hafa verið munstraðir á báðum blöðunum. Lengi vel var lítið vitað um hver ætti Fréttablaðið og það lagði í heiftúðuga leiðangra í þágu þessara skuggabaldra. Aldrei varð þess vart að starfsmenn þar, ritstjórnin, gerði neinar athugasemdir við slíkan framgang. Hinn nýi „fréttaritstjóri“ Fréttablaðsins og honum nánir höfðu engar áhyggjur, svo séð yrði, þótt blað- ið lyti lögmálum sem gjarnan eru kennd við nafn þekktrar stórborgar í Bandaríkjunum á fjórða ára- tug síðustu aldar. Fráfarandi ritstjóri Fréttablaðsins komst við illan leik frá blaðinu. Neitað var að taka við uppsagn- arbréfi hans. Hann fól því lögmanni sínum að til- kynna vinnuveitandanum að hann teldi að breyt- ingar á starfsumhverfi hans væru ígildi brottrekstrar. Þótt ráðningarskilmálar ritstjórans liggi ekki opinberlega fyrir virðist það sem vitað er um atburðarásina duga til að staðfesta þá nið- urstöðu. Hitt er annað að ritstjórinn réði, sem slík- ur, einn fyrir sínu blaði í upphafi ferilsins. Síðan var settur „aðalritstjóri“ yfir hann, sem hlýtur að hafa stappað nærri brottrekstri. En ritstjórinn kyngdi því sem sýnir virðingarverða auðmýkt. En því næst er aðalritstjóranum sparkað. Nýr aðalritstjóri sett- ur tímabundið í staðinn og undir hann „fréttarit- stjóri“ sem var ofar ritstjóranum! Hlutur frétta í Fréttablaðinu hefur minnkað mjög á síðustu árum og ritstjórnin er orðin fámenn. Þessi hluti blaðsins hefur nú verið færður undir sérstakan fréttaritstjóra, sem heyrir undir sérstakan aðalrit- stjóra, og allir vita undir hvern sá hefur lengi heyrt. Það voru því aðeins auglýsingarnar sem féllu undir ritstjórann, að svo miklu leyti sem þær heyrðu ekki undir auglýsingastjórann. Það er því skiljanlegt að ritstjórinn færi þótt hann hafi látið sig hafa fyrri opinberar auðmýk- ingar. Rokkarnir eru þagnaðir Ritstjórnir og blaðamenn hafa á orði að þeirra verk- efni sé ekki síst að upplýsa sína lesendur um fréttir og undirrót þeirra. Og þeim þykir ekki verra þegar þeim lánast að upplýsa um það sem leynt á að fara. En það hefur enginn þessara manna upplýst hvers vegna öll þessi ósköp gengu á hjá Frétta- blaðinu. Hvorki þeir sem fóru né hinir sem fóru í blysförina heim til ritstjórans, og lásu upphátt fyrir hann leiðarann í kveðjuskyni, en fóru hvergi. Ólafur Stephensen hafði áður tekið fram að trún- aður ritstjóra og ritstjórnar væri við lesendur. En í tilkynningu um brottför sína af Fréttablaðinu segir hann að ráðningarsamningi sínum við 365 hafi verið rift vegna verulegra breytinga á verkefnum hans, starfsskyldum og ábyrgð. Þá segir hann: „Ráðning tveggja nýrra ritstjóra felur það sama í sér. Þá hafa fleiri atburðir undanfarinna daga á fréttastofu 365, sem ég get ekki tjáð mig frekar um vegna trúnaðar, orðið til þess að ég get ekki litið öðruvísi á en að ætlunin sé að þrengja að sjálfstæði mínu sem rit- stjóra, sem kveðið er á um í siðareglum félagsins.“ Við hvern er þessi trúnaður sem múlbindur frá- farandi ritstjóra fjölmiðils? Fyrirsvarsmenn blaðsins hafa gefið þá einu skýr- ingu á mannabreytingum á toppnum að gert sé ráð fyrir því að með því að Sigurjón M. Egilsson komi í staðinn fyrir Mikael og Ólaf verði fjölmiðlar 365 kvenvænlegri! Frá þeim sem fóru hefur aðeins heyrst að þeim Mikael og Ólafi ritstjóra hafi verið bolað út vegna þess að þeim hafi mislíkað að fréttaviðtal söngvara og kokks hafi verið tekið út af vefmiðlinum Vísi! Pistillinn, sem Ólafur ritstjóri skrifaði í blaðið eft- ir að hann hafði sent eigendum þess uppsögn, sem þeir neituðu að taka við (sennilega til að spara sér biðlaun), minnir dálítið á ritgerð góðs nemanda í fjölmiðlafræðum. Þar segir: „Margir eigendur fjöl- miðla átta sig vel á gildi þess að eign þeirra sé að þessu leyti sjálfstæð frá eigendavaldinu.“ En á 365 eru ekki margir eigendur. Aðeins einn og það er engin launung á því hvernig hann hefur alla tíð um- gengist sína fjölmiðla. Ritstjórar, sem réðu sig um borð í þá skútu, gerðu það vitandi vits og hafa aldr- ei gert opinberan ágreining um þá stöðu sem er fremur dapurlegt. Sú eigendaleiðsögn hefur aldrei snúist um viðtal kokks við söngvara. Og menn létu sig hafa það árum saman. Það var ekki fyrr en mælir persónulegrar nið- urlægingar var orðinn svo fullur að ekki fór lengur framhjá neinum sem nóg var komið. Þá var ekki lengur stætt á því að sitja. Eins og karlinn sagði. Morgunblaðið/RAX 14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.