Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 39
14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Nördar eru fólk sem elskar eitthvað svomikið að öll smáatriði skipta máli.Marissa Mayer forstjóri Yahoo GAMLA GRÆJAN Trúlega hefði þetta iTrip ekki virkað hér á landi enda Létt 96,7 á rásinni. Þá heyrðist ekki neitt í iPodinum. iTrip í bílinn Skömmu eftir að iPodinn kom á markað 2001 birtist einn vinsælasti fylgihlutur tónlistarveitunnar Griffin iTrip, sem gerði notendum kleift að hlusta á iPodinn í bílnum. iTrip var stungið í tækið og var þá hægt að stilla útvarpið í bílnum á ákveðna tíðni þannig að tónlistin úr iPodinum heyrð- ist. Reyndar gerðist það oftar en ekki að aðrar rásir komu inn á tíðnina sem iTrip gaf upp en það var síðar lagað. Íslendingar fengu iTrip seint í búðir vegna laga um útvarpssendingar. Árið 2005 af- létti EES banninu en það voru þó margir með slík tæki í bílunum sínum sem þeir höfðu keypt erlendis og smyglað hing- að til lands. Lögin um iTrip voru þó furðu- legri í Bretlandi en þar mátti selja tækið út úr búð en ekki nota það! Í dag eru flestir nýir bílar með svo- kallað AUX-tengi eða hreinlega iPod-snúru og því lítið not fyrir iTrip. Síðasta framleiðsla Griffin á fylgihlutnum leit dagsins ljós árið 2006. Enginn kemst með tærnar þar sem Thomas Edison hefur hælana þegar kemur að því að sækja um einkaleyfi. Alls sótti Edison um 1093 einkaleyfi á sinni ævi en hann lést 1931 eftir skammvinn veikindi. Ekki urðu allar hugmyndir hans að veruleika þótt ljósaperan, plötuspilarinn, röntgenmyndavélin, kvikmyndavélin, límpappír, raf- magnslestir og aðrar uppfinningar gerðu heiminn betri og oftar en ekki einfaldari. Edison fékk fyrsta einkaleyfið árið 1869, þegar hann var aðeins 22 ára gamall en þá hafði hann fundið upp rafknúna kosningavél. Þegar hann fann upp fjórfaldan ritsíma (e. quadruplex telegraph) fóru hjólin að snúast og frægð- arsól Edison reis hátt og skín sú sól enn í dag. Western Union keypti hug- myndina að ritsímanum og notaði Edison gróðann til að koma sér upp uppfinningarstöð þar sem hann fann upp plötuspilarann árið 1877 og einnig símabúnað og fjöldann allan af merkilegum og ómerkilegum hlutum. Í grein um Edison sem birtist í Morgunblaðinu skömmu eftir and- lát hans stóð að hann hefði verið þekktur fyrir að unna sér ekki hvíldar fyrr en hann væri búinn að úthugsa pottþétta leið til að út- færa hugmyndir sínar. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Konungur einkaleyfanna Thomas Edison fékk fyrsta einkaleyfið 22 ára gamall. Apple kynnti í vikunni nýja símann sinn, iPhone 6, og sömuleiðis Apple-úrið. Úrið mun fást í þremur útgáfum – Apple Watch, Apple Watch Sport og Apple Watch Edi- tion. Ódýrasta útgáfan mun kosta 349 dollara eða rúm- lega 41 þúsund krónur í Bandaríkjunum en ekki gaf Tim Cook, forstjóri Apple, upp nákvæma dagsetningu, hve- nær viðskiptavinir mættu búast við úrinu. Hann minntist heldur ekki neitt á endingu á batteríinu og tækniheim- urinn varð ekkert sérlega hrifinn af því. Hver vill eiga úr sem dugar aðeins nokkra klukkutíma? Markmið Apple var samt að framleiða besta úr allra tíma og það verður fróðlegt að sjá, þegar úrið kemur loks á markað, hvort það hefur tekist. Úrið er að sjálfsögðu með snertiskjá en einnig með hringlaga takka á hliðinni, takka sem er venjulega til að trekkja upp úr. En þessi takki trekkir ekki neitt heldur stýrir hann fjölmörgum aðgerðum sem úrið býður upp á. Úrið mun fást í tveimur stærðum og hægt verður að föndra eitthvað með ólarnar. Þeir ríku geta síðan keypt 18 karata gullúr. APPLE WATCH KYNNT Í VIKUNNI AFP Áhyggjur af rafhlöðunni Apple-úrið er litríkt en ekki er vitað hvað raf- hlaðan endist lengi. 11" verð frá 159.990.- 13" verð frá 179.990.- Apple TV Varpaðu myndefni og tónlist úr iPhone, iPad og tölvunni þinni þráðlaust í sjónvarpið. Verð 16.990.- Libratone LOOP Nýjasti hátalarinn frá Libratone. Glæsileg hönnun, tær og hreinn hljómur. AirPlay og PlayDirect tækni til að spila þráðlaust, jafnvel án WiFi nets. Verð94.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.