Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 13
14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á dögunum tillögu frá Örnu Íri Gunn- arsdóttur og Guðlaugu Einars- dóttur, bæjarfulltrúum Samfylk- ingar, um að sveitarfélagið ynni gegn notkun plastpoka. Vilja bæjar- fulltrúarnir að hrint verði af stað átaki, í samstarfi við íbúa, kaupmenn og aðra, um að notaðir verði fjöl- notapokar, til dæmis úr taui, ellegar úr umhverfisvænum efnum sem leysast upp í náttúrunni. Það geri plastpokarnir ekki og séu afleiðingar þess kostnaðarsamar og hafi vond og mengandi áhrif á umhverfið. Í tillögunni er bent á að víða hafi náðst ágætur árangur í að vinna gegn plastpokanotkun. Í dag noti til dæmis Danir og Finnar að meðaltali fjóra poka á ári en Íslendingar nota 218 að meðaltali. Um 70 milljón burðarpokar úr plasti endi í ruslinu hér á landi á ári, eða mögulega um 1.120 tonn af plasti. Til framleiðslu þess þurfi um 2.240 tonn af olíu. Þá hafi Evrópuþingið komið með til- lögur sem miði að því að árið 2019 verði aðeins notaðir pokar úr end- urnýttum pappír eða niðurbrjótan- legum efnum. Í tillögu Örnu og Guðlaugar, sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða, segir og að nokkur sveitarfélög á Ís- landi séu þegar komin í gang með átaksverkefni til þess að sporna við notkun innkaupapoka úr plasti. Þar megi nefna Hafnarfjörð, Garðabæ og Stykkishólm en á síðastnefnda staðnum hafi fengist sérstakur styrkur úr umhverfisráðuneytinu til að vinna málinu brautargengi. Við afgreiðslu málsins í Árborg varð niðurstaðan sú að fram- kvæmda- og veitustjórn ynni að því að koma tillögunni góðu í fram- kvæmd. ÁRBORG Arna Ír Gunnarsdóttir með taupoka og grænmeti fengið beint frá býli. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vilja ekki plastpoka Í Garðinum verður þess minnst næstkomandi sunnudag að 70 ár eru liðin frá því vitinn á Garð- skaga var tekinn í notkun. Dag- skráin efst kl. 13.00 með ávarpi Jónínu Magnúsdóttur, formanns bæjarráðs, og útiguðsþjónustu við vitann sem sr. Sigurður Grétar Sigurðsson annast. Þá munu fróð- ir menn flytja samantekt um þá miklu framkvæmd sem vitinn var og aðrir minnast þeirra tímamóta sem tilkoma hans markaði. Í byggðasafninu verða sýndar ljósmyndir og í vitanum sjálfum má sjá málverk sem tengjast staðnum auk þess sem á skjá verður brugðið upp ýmsu heim- ildaefni sem þessu sögulega húsi tengist. GARÐSKAGI Tímamót í vitanum Garðskagaviti er himinhár og fallegur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fulltrúar sjálfstæðismanna í sveit- arstjórn Rangárþings eystra hafa lagt til að þar í sveit verði stofnað fjölmenningarráð. Er hugmyndin sú að það yrði skipað þremur íbúum af erlendum uppruna, sem skipaðir yrðu hver af sínum framboðslist- anum sem fulltrúa á í sveitarstjórn. Í greinargerð segir að fyrir nokkrum misserum hafi sveitarfé- lagið ráðið til starfa þjónustufulltrúa sem sinni málefnum innflytjenda. Nú þurfi hins vegar að skapa vett- vang fyrir áhugasamt fólk sem á rætur sínar á fjarlægum slóðum er vilji leggja sitt af mörkum til sam- félagsins á Hvolsvelli og þar um kring, auðga það og efla. Samþykkt var að fresta afgreiðslu tillögunnar að svo komnu máli, en vísa henni til velferðarnefndar til umfjöllunar og frekari afgreiðslu. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands bjuggu í Rangárþingi eystra á síðasta ári 186 útlendingar, það er fólk með erlent ríkisfang. Íbúar í sveitarfélaginu voru 1.735 og eru nýbúarnir svonefndu því um 11% af heildinni. Sinna þeir ýmsum störfum í byggðinni og hafa verið áberandi í starfsmannahópi SS. HVOLSVÖLLUR Vilja fjölmenningarráð Nýir menningarstraumar eru nú áberandi í Rangárþingi eystra. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fáar byggingar á landinu setja jafn sterkan svip á umhverfi sitt og gamli Héraðsskólinn að Laugarvatni. Hús- ið var reist árið 1930 og þar var skólastarfsemi í áratugi. Nú er gisti- heimili og matsölustaður í þessu fal- lega húsi sem hefur verið endurbætt mikið á síðustu árum. Guðjón Sam- úelsson, húsameistari ríkisins, teikn- aði skólahúsið og um hann segir Jón- as frá Hriflu í ritinu Íslensk bygging frá 1957 að Guðjón hafi gert „… til- raunir til að varð- veita burstir gömlu torfbæjanna í var- anlegu efni og hann sótti fyrir- myndir að bygg- ingum sínum og skreytingum beint í stuðlaberg og fjallstinda hinnar tungarlegu, ís- lensku náttúru,“ segir Jónas. Bætir og við að Guðjón hafi verið einn af sérstæðustu listamönnum þjóð- arinnar er skapað hafi fyrsta kafla steinsteypualdarinnar í bygg- ingasögu Íslands. Hinn sterki stíll Sum þeirra húsa sem eru á mynd- unum hér til hliðar eru teiknuð af Guðjóni, svo sem Þingvallabærinn og Landsbankahúsin við Hverfis- götu. Hvort hann teiknaði þau öll skiptir ekki öllu þegar sú staðreynd blasir við að öll eru þau í þeim sterka stíl sem hann mótaði og fylgdi. Þar má segja að ekki hafi verið ort í sandinn eða krotað í leirinn, því margir arkitektar nútímans hafa stíl Guðjóns í hávegum og finnst alveg til fyrirmyndar. LAUGARVATN Fyrirmyndir í fjallstindum Risbyggingar við Baldursgötuna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum. Staðarlegt að sjá. Lækjamót í Víðidal. Lindarbrekka er austur í Berufirði. Landsbankahúsin við Framnesveg. Hamar við Borgarnes, nú golfskáli. Héraðsskólahúsið að Laugarvatni er einskonar táknmynd skólaþorpsins þar. Guðjón Samúelsson Bæjarráð Borgarbyggðar mun semja við Ungmenna- samband Borgarfjarðar um íþrótta- og tómstunda- skóla, sem hefur starfsemi um áramót. Fjölbreytt starfsemi skólans er ætluð grunnskólabörnum. Borgarbyggð Þráinn Lárusson athafnamaður keypti á dögunum félags- heimilið Valaskjálf á Egilsstöðum. Hann hyggst gera ýmsar breytingar á húsinu og reka þar hótel að nýju. Einnig er ætlunin að útbúa salarkynni svo þau hæfi fínni samkomum. Egilsstaðir Gjafavöruverslun með íslenska & erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja Dýrapúðar Mikið úrval af dýrapúðum eftir hinn þekkta hönnuð og Íslandsvin Ross Menuez. 3 stærðir - Verð frá kr. 3.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.