Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 17
14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Í Jógasetrinu byrja í næstu viku jóganámskeið fyrir 8-11 ára og 12-14 ára. Kenndar eru ýmsar jógastöður og æf- ingar sem styrkja jafnvægi, einbeitingu og samhæfingu. Kennari er Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Jóga fyrir börn og unglinga* Bækur eru saklausir hlutir, en rit-höfundar eru ægilegar verur. Þórbergur Þórðarson, Mitt rómantíska æði Anna Ellen Douglas ljósmyndari, sem rekur ljósmyndastofuna Stúdíó Dou- glas, svarar spurningum um eftirlæti fjölskyldunnar í dag. Sambýlismaður hennar er Valgeir Valgeirsson brugg- meistari hjá Borg brugghúsi. Þau eiga drengina Helga Myrkva, níu ára, og Húna Georg, sem verður fjögurra ára í október. Þátturinn sem allir geta horft á? Þar sem það er talsverður aldursmunur á strákunum okkar er stundum erfitt að koma sér saman um sjónvarpsefni en þeir eru þó ótrúlega sveigjanlegir. Í fyrra og hittifyrra fylgdumst við spennt með Merlín-þáttunum, þó þeir væru kannski örlítið of spennandi fyr- ir þann yngri sem var þá bara eins til tveggja ára! Hann var bara um eins árs þegar hann var farinn að raula með titillaginu. Það eru líka allir sáttir að horfa á dýralífsþættina hans David Attenborough. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Þegar við erum of þreytt til að elda og viljum hafa einhvern smá lúxus þá fáum við okkur „Crispy duck“ með pönnukökum sem fæst í tilbúnu „kitti“ í matvörubúðum. Alveg rosalega gott og einfalt. En ætli hakk og spagettí sé ekki okkar uppáhalds hversdags- matur. Skemmtilegast að gera saman? Við höfum alltaf verið mikið fyrir að fá gesti í kaffi eða mat. Þá eru það oft vinir okkar sem eiga börn á svipuðum aldri og við eða bara afi og amma. Þetta er alltaf mjög afslappað og gaman þegar fólk stoppar lengi. Kaffiboð getur auðveldlega þróast yfir í að við pönt- um saman pitsu eða taílenskt um kvöldið. Krakkarnir eru líka oft settir í heita pottinn og við fullorðnu getum þá spjallað betur saman. Á sumrin förum við oft í sveitina til afa og ömmu, til tengdaforeldra minna sem eiga gamalt eyði- býli sem þau nota sem sumarhús fyrir norðan Skagaströnd. Það er æðislegt að komast svona út fyrir borgarmörkin og margt hægt að gera þar eins og til dæmis að veiða og njóta útiverunnar. Núna í sumar fórum við svo í fyrstu tjaldútileguna öll saman og fórum hringinn með vinafjölskyldu. Við stefnum að því að vera dugleg í tjaldferðum á sumrin þar sem þetta lukkaðist svo vel. Borðið þið morgunmat saman? Yfirleitt reynum við það á virkum dögum. Það á þó til að vera meira afslappað um helgar en þá eru strákarnir stundum búnir að bjarga sér sjálfir með morgunmat yfir barnatímanum meðan for- eldrarnir dorma örlítið lengur. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Þar sem strák- arnir eru mjög orkuríkir látum við oft renna í pottinn og leyfum þeim að fífl- ast þar í dágóða stund. Strákarnir suða líka reglulega um að hafa kósíkvöld og það felur í sér náttföt, teppi, upp í sófa með popp og nammi og góða bíó- mynd í tækinu. Við foreldrarnir höfum stundum leitað uppi myndir síðan við vorum krakkar og leyft strákunum að horfa á þær, annars er það bara nýj- asta fjölskyldumyndin á VoD-inu. Öll fjölskyldan hefur líka gaman af legó og það er alveg hægt að gleyma sér í því. Legóið á heimilinu er meðal annars frá manninum mínum síðan hann var drengur. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Anna Ellen Douglas Kaffiboð sem verða að matarveislum Samkvæmt nýrri rannsókn verður að taka stríðni systkina alvarlega en stríðni eða einelti systkina getur valdið þunglyndi síðar á ævinni. Yfirleitt er það eldra systkinið sem níðist á því yngra, að því er fram kemur í grein á vef Guardian. Rannsóknin var samvinnuverk- efni háskólanna í Oxford, Bristol og Warwick. Alls voru sjö þúsund tólf ára gömul börn spurð hvort systkini þeirra hefðu sagt eitthvað ljótt um þau, logið um þau, hunsað þau eða barið þau. Þessi sömu börn voru spurð um andlega heilsu sína þegar þau höfðu náð átján ára aldri. Góðu fréttirnar eru þær að flest börn höfðu ekki lent í svona slæmri stríðni af hálfu systkina sinna. Verri fréttir eru hinsvegar þær að þau sem höfðu slíka upp- lifun að baki voru tvöfalt líklegri til að fá þunglyndi, kvíða eða stunda sjálfskaðandi hegðun. Hingað til hefur verið horft meira til áhrifa foreldra á þróun persónuleika en á áhrif systkina. Samskipti við systkini geta haft áhrif á hvernig fólk myndar önnur sambönd á ævi sinni. Misnotkun af ýmsu tagi snemma á ævinni getur til að mynda valdið því að erfitt getur verið fyrir fólk að treysta öðrum. ÞAÐ VERÐUR AÐ TAKA SYSTKINASTRÍÐNI ALVARLEGA Áhrif á önnur sambönd Systkini stríða gjarnan hvort öðru en mikilvægt er að fylgjast vel með sam- skiptunum því þau geta haft áhrif út ævina, ekki síst á andlega heilsu. Getty Images STRÍÐNI EÐA EINELTI HJÁ SYSTKINUM GETUR VALDIÐ ÞUNGLYNDI SÍÐAR Á ÆVINNI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hollar vörur úr náttúrunni í hæsta gæðaflokki Hamp fræ Kinoa fræ Chia fræ Möndlumjöl H-Berg efh | S. 565-6500 | hberg@hberg.is | hberg.is FRÁBÆR T VERÐ Það að hitta forseta Bandaríkjanna í eigin per- sónu getur tekið á, hvað þá að hitta hann í Hvíta húsinu. Það getur jafnvel verið það erfitt að maður hendi sér á sófann í skrifstofu forset- ans. Þetta kom að minnsta kosti fyrir son leyni- þjónustumanns sem fór með mömmu sinni og pabba að hitta Barack Obama. Foreldrar vita að svona mjúkir sófar eru ómótstæðileg freist- ing fyrir ung börn. Þeir eru bókstaflega gerðir til þess að slengja sér í og helst hoppa í þeim. Myndin fer allavega í flokk fyndinna fjöl- skyldumynda hjá þessari fjölskyldu en sumar myndir dansa á línunni að vera fyndnar eða vandræðalegar. Fjölskyldumyndir heppnast ekki alltaf sem skyldi og útfærslurnar eru mis- góðar. Góð leið til að verða ánægður með eigin fjölskyldumyndir er að skoða síðuna awkw- ardfamilyphotos.com en þar er að finna mynd- ir sem fá mann sannarlega til að hlæja. Sér- stakur hnappur er á síðunni þar sem ófeimnir geta deilt vandræðalegum fjölskyldumyndum af sjálfum sér. Fyndnar fjölskyldumyndir Strákurinn stóðst ekki mátið og stakk sér í sófann hjá Obama. Ljósmynd/Hvíta húsið - Lawrence Jackson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.