Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 S um hugtök hafa um sig ljóma, þótt ekki sé endilega vitað hvaðan hann stafar. Og sá ljómi er ekki fráleitur þrátt fyrir það. Jafnrétti kynjanna er eitt. Það er svo sannarlega mik- ilvægt hugtak og er varið á Vest- urlöndum, eins og á Íslandi, bæði með lögum og í stjórnarskrá. Stundum mætti ætla að það væri haf- ið yfir sérstaka umræðu En samt er það mikið rætt, einmitt í slíkum löndum. Önnur veröld Svo eru önnur lönd og fjölmenn þar sem ekkert er um slíka hluti rætt en væri þó brýnni umræða þar en flestar aðrar. Þær konur sem þar eiga heim- ilisfesti fá sig hvergi hreyft. Mörgum þeirra er sjálfsagt ókunnugt um það að kynsystur þeirra all- víða annars staðar búa í allt öðrum heimi þótt hann sé á sömu jarðarkringlunni. Þessar konur, þær sem helst þyrftu á umræðu að halda eftir aldalanga und- irokun, myndu ekkert botna í veruleikanum í þeim sælureit þar sem spurt sé hvort fullt launajafnrétti sé örugglega komið á miðað vð kynjaviðmiðun eða hvort enn skakki prósentum. Færustu reiknimeist- arar háskólanna koma raunar ekki auga á það. Vandinn kann að vera sá að hin heita umræða um meint launamisrétti kynja hangir oftast í með- altölum sem ekki er auðvelt að festa hendur á. Launamunur af kynjalegum ástæðum er óheimill á Íslandi. Ekki nokkur einasti maður mælir honum bót. Jafnvel gróðapungar vita að þeir myndu tapa á honum þegar til lengri tíma er horft. Því væri æski- legt að þeir sem á hann trúa greindu frá einstökum dæmum. Þá væri skylt að taka á þeim og ríkur vilji er til að gera það. Það er ekki auðvelt að hringja í gæslumenn laga og réttar og veifa framan í þá óljósum meðaltölum. Seinast þegar skoðað var í Hádegismóum virtust konur, að meðaltali, vera með örlítið hærri laun en karlar. Ekki hefur sá munur þó dugað til þess að jafnlaunaslökkviliðið hafi verið ræst út. Enda er ekkert sem bendir til þess að konur, sem slíkar, hafi haft örlítið forskot (að meðaltali) af því að þær séu konur. Það hefur ekkert sérstakt verið gert til þess að þetta komi svona út. Einstaklingar raðast í störf af margvíslegum og ólíkum ástæðum. Vel gæti það gerst að eftir fáein ár litu meðaltölin öðru vísi út. Lögmálin eru ekki meitluð í stein. Ekki er víst að umræða um launamál á kynjagrundvelli hafi gert mælanlegt gagn á síðustu áratugum. Til þess hefur hún ekki verið nægjanlega markviss. Frelsi fjölmiðla En það eru mörg önnur hugtök sem rætt er um eins og séu þau hluti af boðorðunum. Eitt af því er „frelsi fjölmiðla“. En þrátt fyrir það er næsta aug- ljóst hvað í hinum gildishlöðnu orðum felst. Í meg- inatriðum eru fjölmiðlar frjálsir í lýðræðisríkjum og ófrjálsir í alræðisríkjum. Umræðan hér snýst því Hvers vegna er ekki einu sinni hálf sagan sögð þegar sagna- menn fara með aðalhlutverkin? * Ritstjórnir og blaðamenn hafa áorði að þeirra verkefni sé ekkisíst að upplýsa sína lesendur um fréttir og undirrót þeirra. Og þeim þykir ekki verra þegar þeim lánast að upplýsa um það sem leynt á að fara. En það hefur enginn þessara manna upplýst hvers vegna öll þessi ósköp gengu á hjá Fréttablaðinu. Reykjavíkurbréf 12.09.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.