Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 49
14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 inn að búa til nein aukahljóð, enginn að spila ranga nótu eða að reyna að spjalla við fiðlu- leikarann sér við hlið þegar það er verið að æfa. Allir eru einbeittir og einbeita sér að því að búa til list. Andrúmsloftið við tökur á The Knick er alveg eins. Það eru allir partur af þessari maskínu við að búa þættina til.“ Mikil menningarfjölskylda Ylfa er fædd og uppalin í Reykjavík en bæði móðir hennar og faðir eru frá Þýskalandi. „Mitt DNA yrði ekki meðtekið í Íslenskri erfðagreiningu heima,“ segir Ylfa og skellir upp úr. „En ég tala ágætis íslensku og er með íslenskt vegabréf. Ég elska landið mitt, Ísland. Þetta er landið mitt.“ Föðuramma hennar og afi, Heinz og Char- lotte Edelstein, flúðu hingað til lands frá nasistum í Þýskalandi í kringum 1939. „Heinz kom hingað fyrst árið 1937 og fór síð- an til baka til Þýskalands að sækja fjölskyld- una sína árið 1938. Það er ótrúleg saga þar að baki, hvernig þau náðu að koma sér í skip á leið til Íslands og læddust fram hjá nas- istum. Bæði afi Heinz og amma Charlotte misstu fjölskyldur sínar í útrýmingarbúðum.“ Heinz spilaði á selló og fékk stöðu innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig stofnaði hann Barnamúsíkskólann sem í dag er Tón- menntaskóli Reykjavíkur. Faðir Ylfu, Stefán Edelstein, er skólastjóri þar og hefur verið síðastliðin 40 ár. Móðir hennar Anne-Marie Egloff var leiðsögukona en hún lést árið 1988. „Listir og menning var alltaf ríkur þáttur í mínu uppeldi. Ég fór alltaf með á myndlist- arsýningar, tónleika og í leikhús. Þetta var hluti af æsku minni og fyrir það er ég mjög þakklát,“ segir Ylfa. Hún ólst upp í Laugarneshverfi í Reykja- vík. „Ég gekk í Laugarnesskóla og þaðan á ég mínar elstu vinkonur. Ég byrjaði sex ára í ballett hjá Eddu Scheving. Hún hringdi í mig rétt fyrir jólin og bauð mér hlutverk í Jóla- stundinni okkar fyrir RÚV. Ég átti að leika Litla Stúf. Ég man ennþá eftir því þegar ég sat með símtólið upp við litla eyrað og sat í skrifborðsstól pabba með danglandi leggi. Ég sagði: „Takk Edda! Ég skal standa mig ofsa- lega vel.“.“ Ylfa gekk í Menntaskólann við Sund og lagði stund á dansnám hjá Dansstúdíói Sól- eyjar. „Sóley Jóhannsdóttir var mikill men- tor fyrir mig á unglingsárum og án hennar held ég að ég hefði ekki haft hugrekki til að fylgja draumum mínum. Hún studdi mig og gerir það enn.“ Eftir stúdentspróf flutti Ylfa, 19 ára gömul, til St. Louis í Bandaríkjunum og lærði við Webster University í tvö ár en danskennari hennar Cornelius Carter hafði mælt með skólanum. „Eftir tvö ár í St. Louis ákvað ég að flytja til New York og fór þar í leiklistarskóla sem hét The Actor’s Space, lærði hjá Fred Kareman sem sérhæfði sig í svokallaðri Meisner-tækni og útskrifaðist það- an tveimur árum síðar.“ Að loknu námi í New York flutti Ylfa til Los Angeles en segir að New York hafi ávallt togað í hana. „Munurinn á þessum tveimur borgum er mikill. LA er dásamleg en allt öðruvísi en New York. Þar er veðrið alltaf rosalega gott, allir alltaf í göngutúrum og svona. Allir mjög heilsusamlegir og fallegir, enda mjög heltekn- ir af því að eldast ekki! Í New York er and- rúmsloftið mun afslappaðra. Ein af ástæðum þess að ég elska að búa hér í New York er hvað þetta er mikil listaborg og menning- arborg og allt saman alveg innan seilingar. Hér geng ég út og stíg beint inn í Central Park eða listagallerí. Hér á ég vini sem vinna í fjölbreyttum listum og sæki því mikið á opn- anir af ýmsu tagi. Það er alltaf nóg um að vera hér. Þetta er svo dásamleg borg og skemmtileg.“ Aðspurð hvort Ylfa muni ein- hvern tíma flytja aftur heim segir hún það ólíklegt. „En aldrei að segja aldrei!“ Missti móður sína ung Í sumar fór Ylfa í ferð til Þýskalands að heimsækja frænda sinn sem hún er skírð í höfuðið á, Wolfgang Edelstein. Venjan er þó að heimsækja Ísland og fjölskylduna. „Ég kem heim á hverju ári og hitti fjölskyldu mína, bræður og börn Kristjáns bróður míns – þrjár litlar stjörnur, alveg frábærir krakk- ar. Ég reyni að koma til Íslands eins oft og ég get. Ég hef stundum unnið eitthvað heima og er alltaf til í að koma heim og gera eitt- hvað skemmtilegt. Ef þú vilt vera umboðs- maður minn, þá endilega komum einhverju í gang,“ segir Ylfa hlæjandi. „En í sumar stóð valið milli þess að fara til Íslands eða Þýskalands. Ég ákvað að heim- sækja yndislega frænda minn, Wolfgang Edelstein, og fjölskyldu hans í Berlín og síð- an lá leiðin í Svartaskóg til Freiburg þar sem móðir mín ólst upp. Amma mín sem fór til Ís- lands á sínum tíma flutti aftur til Þýskalands eftir stríðið. Ég fór því alltaf þangað á sumrin sem krakki með mömmu en þar bjuggu báðar ömmur mínar. Móðir mín dó þegar ég var ung og þarna vorum við mikið saman svo ég vissi að ég þurfti að fara í þessa ferð, sem var yndislegt. Þetta er ótrúlega fallegur staður.“ Hugleiðsla mikilvægt tól Samhliða hlutverki sínu í The Knick hefur Ylfa fleiri járn í eldinum. Hún fer reglulega í áheyrnarprufur og stuttu eftir viðtalið fór hún í prufu fyrir hina vinsælu þætti Orange is the New Black. Einnig er hún hluti af leik- hóp í New York sem nefnist Naked Angels. Hópurinn hittist í hverri viku og þróar reglu- lega ný verk. „Það er ástríða hjá mér að þróa ný leikverk. Leikhópurinn setur stöðugt upp ný verk og vinnustofur. Nú er haustið að koma og þá fara af stað ýmis verkefni að nýj- um sýningum. Síðustu árin hef ég líka verið að skrifa svolítið sjálf. Ég vona að hlutverk mitt í The Knick komi sér vel og lofar fram- haldið góðu,“ segir hún. „Líf leikarans er svo mikil óvissa. Ég valdi þetta og það hentar mér vel. Ég gæti ekki hugsað mér að vera í 9-17 vinnu á meðan það hentar öðrum betur. Þetta er það sem ég elska og tek bara einn dag í einu. Þegar ég landaði hlutverkinu sá ég fram á að vera með vinnu frá september og fram í janúar og vissi hvað ég myndi taka mér fyrir hendur næstu mánuðina sem var stórt skref fyrir mig. Þetta verður ekki auð- veldara eftir því sem aldurinn færist yfir en ég er svo ánægð að hafa valið það sem ég vildi gera í lífinu og lifi því lífi sem ég kýs. Ég hef ávallt fylgt hjartanu og hugsa vel um sjálfa mig,“ segir Ylfa einlæg. Hugleiðsla og jóga telur Ylfa vera ákveðinn lykil að því að vinna stöðugt í sjálfum sér að því að verða betri manneskja. „Hugleiðsla hjálpar mér mikið að stefna að því og einnig jóga. Það er gott fyrir líkama og sál að róa hugann og ég vil einbeita mér að því að lifa í augnablikinu.“ Ljósmynd/Mary Cybulski, Cinemax. Ylfa kann vel við sig í New York, hinni miklu menningarborg en fjölskylda hennar var mikið í listum. Ljósmynd/Patrik Andersson. * Líf leikarans er svo mikil óvissa. Ég valdi þetta og það hentar mér vel. Þetta er það sem ég elska og tek bara einn dag í einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.