Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 63
14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 63 Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 VERKFÆRIN FYRIR SKÓLANA OG HANDVERKSFÓLKIÐ FÁST Í BRYNJU Tifsög ds 405w, kr. 90.600 Tifsög fyrir atvinnuföndrara. Öflug en hljóðlát. Slípivél bts 800, kr. 39.600 2 vélar í 1 - öflug og stöðug. Stillanlegt 100 mm breitt belti og 150 mm slípiskífa. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. Slípivél osm 100, kr. 44.600 Auðveldar þér verkin, pússar þar sem þú átt erfitt með að ná til. Tenging fyrir ryksugu - heilnæmara loft. 6 mismunandi kefli fylgja með. Scheppach Combi 6, kr. 249.600 Fimm aðgerða sambyggð vél. Þykktarhefill, afréttari, sög, fræsari og tappabor. Tenging fyrir spónsugu. Bandsög Basa 1, kr. 45.900 Sögunarhæð 100 mm Sögunarbreidd 195 mm Þykktarhefill/afréttari WoodStar pt 85, kr. 73.900 Afréttari 737 x 210 mm Þykktarhefill 120 x 204 mm Tifsög deco-flex, kr. 41.800 Tekur bæði blöð með takka og án. Barki fyrir bora o.þ.h. fylgir. Það var engin stefna tekin. Viðvorum búnir að túra Svartasanda og settumst bara nið- ur til að gera nýja plötu. Þetta er eins og veðrið – hæðir og lægðir hafa áhrif á sköpunargáfu fólks. Við opnuðum augun fyrir allskyns hug- myndum og þetta er útkoman,“ segir Aðalbjörn Tryggvason, gjarn- an kallaður Addi, söngvari og gítarleikari Sólstafa, um nýju plötuna, Óttu. Sólstafir eru hvergi bangnir við nýjungar á Óttu, svo sem að nota strengjasveit og banjó og flytja píanóballöðu. Ekkert öskur er á plötunni og Addi við- urkennir að málmurinn sé að mestu farinn. „Samt er mikið þungarokk þarna. Það getur bæði verið „soft“ og „heavy“.“ Addi segir textana persónulega. „Neil Young sagði einhvern tíma að ekki þyrfti að leita langt eftir áhrif- um. Við erum ekki að tala mikið um annað fólk á þessari plötu,“ segir hann. Lögin átta heita eftir eyktunum, það er Lágnætti, Ótta, Rismál, Dagmál, Miðdegi, Nón, Miðaftann og Náttmál, og segir Addi Sæþór Maríus Sæþórsson gítarleikara eiga þá hugmynd. „Hann stakk upp á þessu meðan við vorum að leggja drög að plötunni og það virkaði mjög vel að tengja eyktakonseptið við tónlistina. Það varð því ekki aft- ur snúið.“ Tveggja mánaða túr Sólstafir fylgja plötunni úr hlaði með tveggja mánaða tónleika- ferðalagi erlendis og hefst það í lok október. Fyrstu fjórar vikurnar verða þeir í Evrópu en þaðan liggur leiðin til Bandaríkjanna. „Við fljúg- um beint frá Lissabon til Nashville. Það verður ekki leiðinlegt að kaupa ný kúrekastígvél þar,“ segir Addi en Sólstafir hafa sem kunnugt er mikið dálæti á þeim ágæta stíl. Hann hlakkar sérstaklega til að túra vesturströndina. Á Evróputúrnum verða Sólstafir aðalnúmerið og koma til með að leika í níutíu mínútur á hverju kvöldi. Aðeins verða þrír frídagar á átta vikum og þeir verða notaðir til að ferðast milli staða. „Frí er tap í þessum bransa,“ segir Addi. Lesendur Morgunblaðsins kann- ast eflaust við myndina á plötu- albúminu en hún er eftir Ragnar Axelsson. Af Guðjóni heitnum Þor- steinssyni í Garðakoti. „Þetta er æðisleg mynd sem okkur langaði fyrst að nota á Köld sem kom út 2009. Við erum miklir aðdáendur Ragnars en þekktum hann ekkert þá og þorðum ekki að spyrja. Síðan kynntumst við honum fyrir tilviljun og hefur orðið vel til vina. Þessi ljósmynd er Móna Lísa Íslands!“ ÓÐUR TIL EYKTANNA Þetta er bara eins og veðrið! ROKKHLJÓMSVEITIN SÓLSTAFIR SENDI Á DÖGUNUM FRÁ SÉR NÝJA BREIÐSKÍFU, ÓTTU. FJÓRMENNINGARNIR MUNU FYLGJA VERKINU EFTIR MEÐ TÓNLEIKAHALDI VÍTT OG BREITT UM HEIMINN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sólstafir: Svavar Austmann, Aðal- björn Tryggvason, Guðmundur Óli Pálmason og Sæþór Maríus Sæþórsson. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.