Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 59
14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Ráðgáta lífsins er bók eftir dr. Guðmund Eggertsson en hann var um árabil prófessor í líf- fræði við Háskóla Íslands og vann að rannsóknum á sviði sameindaerfðafræði. Í þessari bók segir annars vegar frá upp- hafi sameindalíffræðinnar og merkum uppgötvunum sem lögðu grundvöllinn að nútíma- líffræði. Hins vegar er fjallað um uppruna lífs og helstu til- raunir til að gera grein fyrir honum. Loks beinist umræðan að eðli lífsins og að meðvituðu lífi. Guðmundur er einnig höf- undur bókanna Líf af lífi: Gen, erfðir og erfðatækni og Leitin að uppruna lífs: Líf á jörð, líf í alheimi. Bók um ráð- gátu lífsins Í lok mánaðarins kemur út hjá Forlaginu þýðing Friðriks Rafnssonar á franskri skáldsögu sem kom út í París haustið 2013, sló í gegn og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Bókin hefur þann ærslafulla titil Æv- intýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp og er eftir Romain Puértolas. Dag einn leggur ind- verski fakírinn Ajatas- hatru Kýrskýr Patel upp í langferð frá heimalandi sínu til Parísar með fals- aðan hundrað evra seðil í farteskinu. Markmið hans er að kaupa forláta naglarúm á tilboði í IKEA og selja það hæstbjóð- anda þegar heim er kom- ið. Röð tilviljana verður til þess að fakírinn lendir í ævintýralegri Evr- ópureisu þar sem hann eignast undarlegustu vini á ólíklegustu stöðum. Hér er sögð vera á ferð fjörug og bráðfynd- in saga af óvenjulegu ferðalagi en um leið fjallar höfundurinn um sammannleg viðfangsefni eins og leitina að ást, við- urkenningu og betra lífi í viðsjárverðum heimi. Romain Puértolas, sem er fæddur 1975, hefur starfað sem plötu- snúður, söngvari og laga- höfundur, tungumála- kennari, túlkur og þjónn. Hann hefur einnig unnið við landamæragæslu. Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA- skáp er önnur bók hans. Ævintýraferð fakírsins er fjörug og fyndin saga sem væntanleg er á íslensku. FAKÍR OG IKEA-SKÁPUR Jólabækurnar munu senn fara að láta á sér kræla og margir af þekktustu höfundum okkar senda frá sér for- vitnilegar skáldsögur. Frést hefur að von sé á nýrri skáldsögu eftir Einar Kárason nú fyrir jólin en hún ber hið vígalega nafn Skálmöld. Um er að ræða fjórðu bókina í Sturl- ungabálki Einars en jafnframt þá fyrstu því í henni er lýst aðdraganda þess að út braust blóðug borg- arastyrjöld á Íslandi svo að eldar log- uðu og blóðið flaut. Fyrri bækur Einars um Sturl- ungaöldina hafa hlotið einróma lof og glætt mjög áhuga fólks á þessu róstu- sama tímabili Íslandssögunnar. Ofsi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Hinir fjöl- mörgu aðdáendur bóka Einars verða varla sviknir af Skálmöld, sé hún eitt- hvað í líkingu við fyrri bækurnar sem eiga sér fjölmarga staðfasta aðdá- endur á öllum aldri. SKÁLMÖLD EINARS Fjórða bók Einars Kárasonar í bálki hans um Sturlungaöld er væntanleg nú fyrir jólin. Hin ástralska Hannah Kent var sautján ára og stödd hér á landi þegar hún heyrði söguna um Agnesi Magnúsdóttur, síðustu konuna sem tekin var af lífi á Íslandi. Í fyrra kom út á ensku skáldsagan Burial Rites um Agnesi, en bókin hefur vakið mikla athygli, hlotið lof gagn- rýnenda og fengið verðlaun, þar á meðal Áströlsku bók- menntaverðlaunin. Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu og nefnist Náðarstund. Verðlaunabók um Agnesi Magnúsdóttur Ráðgáta lífsins, Agnes og Tove okkar NÝJAR BÆKUR SKÁLDSAGA UM AGNESI MAGNÚSDÓTTUR HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI ERLENDRA GAGNRÝNENDA OG KEMUR NÚ ÚT Á ÍS- LENSKU. BARNABÓK EFTIR TOVE JANSSON GLEÐUR AÐDÁENDUR HENNAR. FJALLAÐ ER UM UPPRUNA LÍFSINS Í NÝRRI BÓK OG BÓK UM BJÓRKÚR LÍTUR EINNIG DAGSINS LJÓS. Út er komin bókin Bjórkúrinn – létt leið að betra lífi eftir dr. Ystrue Vambie prófessor við háskólann í Gömlu-Delí á Indlandi. Í bókinni set- ur prófessorinn fram bylting- arkenndar kenningar um að bjór- drykkja fækki aukakílóunum. Niðurstöður sínar byggir dr. Vambie á viðamiklum rannsóknum á sjálfum sér og öðrum. Á bókarkápu er bók- in sögð boða byltingu, ekkert minna. Byltingar- kenndur bjórkúr Hvað gerðist þá? er myndabók fyrir ung börn í bundnu máli eftir snillinginn ódauðlega Tove Jansson. Bókin kemur út í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Þetta er einstaklega falleg bók með sérlega skemmtilegum myndum. Bók sem foreldrar hljóta að kaupa fyrir börn sín, lesa með þeim og njóta. Bókin kemur út í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Tove Jansson. Perla frá Tove Jansson * Allir hugsa um að bæta mannkynið enenginn hugsar um að bæta sjálfan sig.Lev Tolstoj BÓKSALA 3.-9.SEPT 14 Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 2 Lífið að leysaAlice Munro 3 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 4 Amma biður að heilsaFredrik Backman 5 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafon 6 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 7 Skrifað í stjörnurnarJohn Green 8 NicelandKristján Ingi Einarsson 9 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 10 Skúli skelfir og draugarnirFrancesca Simon Kiljur 1 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 2 Lífið að leysaAlice Munro 3 Amma biður að heilsaFredrik Backman 4 Fangi himinsinsCarlos Ruiz Zafón 5 Síðasti hlekkurinnFredrik T. Olsson 6 PiparkökuhúsiðCarin Gerhardsen 7 Í leyfisleysiLena Anderson 8 Stúlkan frá Púertó RíkóEsmeralda Satiago 9 Síðasta orðsending elskhugansJojo Moyes 10 LygiYrsa Sigurðardóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Sá á fund sem finnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.