Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 51
F yrir bráðum tuttugu árum hoppaði höf- undur þessa texta upp í leigubíl á John F. Kennedy-flugvelli í New York. Bílstjórinn var skrafhreifinn, eins og fleiri í hans stétt, og á leiðinni inn á Manhattan vildi hann vita hvaðan farþeginn væri. Ég er frá Íslandi, sagði ég stoltur. „Írlandi?“ Nei, Íslandi! „Hvar er það?“ Ísland er eyja milli Grænlands og Skandinavíu. Eftir stutta þögn leit bílstjórinn reiðilega í bak- sýnisspegilinn. „Heldurðu að ég sé blábjáni? Það er engin eyja milli Grænlands og Skandinavíu.“ Fátt var skrafað eftir þetta. Það eru gömul tíðindi og ný að Bandaríkjamenn viti lítið sem ekkert um Ísland. Einmitt þess vegna langaði Dan Bernstein, sem starfar sem fram- kvæmdastjóri hjá stærsta vogunarsjóði í heimi, Bridgewater Associates í Bandaríkjunum, að sækja landið heim. „Ég held að fleiri og fleiri Bandaríkja- menn séu farnir að kannast við nafnið, Ísland, en fæstir vita nokkurn skapaðan hlut um landið. Þess vegna vakti það forvitni mína,“ segir hann í síma- samtali við Morgunblaðið. Kominn aftur til starfa í Bandaríkjunum. Bernstein kom fyrst til Íslands ásamt eiginkonu sinni, Claire Foerster, í mars 2010. Stoppið var stutt í það skiptið en nóg til að sannfæra hjónin um að þau yrðu að kynnast þessu framandi landi betur. Þegar kom að því að setja saman ævintýralega sum- arleyfisferð fyrir fjölskyldu og vini í sumar, samtals sautján manns, var Ísland því efst á blaði. Ferðin skipulögð í þaula Til að fá sem mest út úr ferðinni setti Bernstein sig í samband við kanadíska ferðaskrifstofu, Butterfield & Robinson, sem sérhæfir sig í skipulagningu úti- vistarferða víðsvegar um heim. „Þeir hafa skipulagt margar ferðir á Íslandi í samstarfi við íslenska ferðaskrifstofu, Iceland Encounter, og okkur leist strax mjög vel á það sem þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Bernstein. Butterfield & Robinson sendi mann til Íslands til að setja saman ferð fyrir hópinn sem samanstóð af fólki á aldrinum átta til áttatíu ára. „Okkar óskir snerust aðallega um fjölbreytni og útivist. Við vild- um fara sem víðast, upplifa Ísland í allri sinni dýrð og vorum alveg tilbúin að reyna líkamlega á okkur,“ segir Bernstein. Spurður hvort tekist hafi að uppfylla þessi skilyrði er Bernstein fljótur til svars. „Já, heldur betur. Þessi ferð hefði ekki getað verið betur skipulögð. Það var eitthvað fyrir alla.“ Hópurinn vildi einnig upplifa íslenska menningu. „Þetta var ekki bara spurning um útsýnisferðir. Okkur langaði líka að fræðast um land og þjóð. Þess vegna vildum við fá leiðsögumenn sem gætu frætt okkur um jarðfræði og annað slíkt. Menning og saga var okkur líka ofarlega í huga. Þess vegna var mjög gagnlegt að fá Karl [Blöndal], aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, í heimsókn eitt kvöldið, en hann upplýsti okkur meðal annars um bankahrunið 2008,“ segir Bernstein en sem fjármálamaður hefur hann að sjálfsögðu mikinn áhuga á því. Land skarpra andstæðna Spurður um hápunkt ferðarinnar segir Bernstein úr vöndu að velja en nefnir þó daginn „þegar flogið var upp á tind eldfjallsins sem gaus 2010. Ekki biðja mig að bera nafnið fram!“ Eyjafjallajökull. „Já, einmitt,“ segir Bernstein hlæjandi. „Við vorum sett út rétt við eldgíginn sjálfan og það var óborganlegt að sjá svipinn á fólkinu. Það var eins og okkur hefði verið skutlað til tunglsins. Við erum frá Los Angeles, New York, Connecticut og Minnesota og ekkert okkar hafði séð neitt þessu líkt áður. Það var kalt úti og snjór allt í kring en samt var hraunið heitt. Ótrúlegt! Síðan gengum við niður fjallið, þangað til við komum í dal sem ég held að heiti Þórsmörk,“ segir Bernstein og framburð- urinn er til fyrirmyndar. „Þegar niður var komið tók við allt annar heimur – heimur grósku. Það var engu líkara en maður væri kominn í Amazon- regnskóginn. Þetta er Ísland í hnotskurn, land hinna skörpu andstæðna. Eftir þessa gönguferð ræddum við um það okkar á milli að nær útilokað yrði að lýsa þessu fyrir fólki sem ekki hefur verið þarna sjálft. Jafnvel þótt við hefðum fullt af ljósmyndum.“ Annan dag lagði hópurinn leið sína til Ísafjarðar og segir Bernstein það einnig hafa verið mikla upp- lifun fyrir þær sakir að fæstir í hópnum höfðu séð firði áður. Það minnir okkur á, að hversdagsleg fyr- Skutlað til tunglsins BANDARÍSKI FJÁRMÁLAMAÐURINN DAN BERNSTEIN FÓR Í MIKLA ÆVINTÝRAFERÐ TIL ÍSLANDS FYRIR SKEMMSTU ÁSAMT FJÖLSKYLDU SINNI OG VINUM. MEÐAL ÁFANGASTAÐA VORU EYJAFJALLAJÖKULL, ÍSAFJÖRÐUR OG HARPA. TIL AÐ GERA LANGA SÖGU STUTTA FÉLL HÓPURINN, SEM ER BÝSNA SIGLDUR, GJÖRSAMLEGA Í STAFI OG ER Á EINU MÁLI UM AÐ HANN HAFI ALDREI SÉÐ NEITT ÞESSU LÍKT. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.isHópurinn hafði brennandi áhuga á íslenskri menningu, þar á meðal matargerð, og skellti sér á matreiðslunámskeið í Salteldhúsi á Laugaveginum eitt kvöldið. Bláa lónið var að sjálfsögðu einn af áningarstöðum Bernstein-hópsins og skemmti mannskapurinn sér hið besta í baðinu. Íslandskortið var eðli málsins samkvæmt ómissandi í ferðinni. 14.9. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.