Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 38
„Ég þekki ekki þessa rafmagns- kamba nógu vel til að geta dæmt eitthvað um þá. Góð og vönduð kembing skilar öruggum árangri í að losna við lús. Það er aðferð sem hefur verið til lengi og virkar mjög vel,“ segir Ása Atladóttir hjúkr- unarfræðingur og verkefnastjóri á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Með nútímatækni er hægt að gera lúsarleitina mun einfaldari en áður. Bæði Elko og Heim- ilistæki selja rafmagnskamba sem eru vinsælir þegar fréttir af lús byrja að berast. Kaufmann kambur fæst í Elko og kostar 4.995 krónur og Medisana kamb- ur fæst í Heimilistækjum og kostar það sama. Ása segir að hún hafi ekki prófað þessa rafmagnskamba og það geti vel verið að þeir virki en það sé betra að kemba hárið með stálkambi á eftir til að vera alveg viss að lúsin og nit hennar sé farin. „Það þarf að kemba til að gá hvort lús er í hárinu fyrir og eftir meðferð. Mjög góðir stál- kambar fást nú hér á landi. Því miður hef ég ekki prófað þessa rafmagnskamba og hef ekki rek- ist á neinar greinar sem lýsa árangri af notkun þeirra. Allir, einkum foreldrar ungra barna, ættu að eiga góðan kamb og kemba börnum sínum og sjálfum sér reglulega. Þannig geta þau sparað mikla peninga sem ann- ars fara í kaup á rándýrum lúsadrepandi efnum,“ segir Ása. Rafmagnskamburinn myndar rafhleðslu á milli teinanna og nær þannig, samkvæmt leið- arvísi, að drepa lúsina og nitina með. Ekki er sögð hætta á að ein- staklingurinn fái í sig rafhleðslu og er því notkunin sársaukalaus. „Rafmagnskamburinn á að virka betur en þessi sjampó sem hafa verið að fást í apótekum. Lúsin getur allavega ekki orð- ið ónæm fyrir rafstuði,“ segir Hlöðver Þorsteinsson hjá Heim- ilistækjum. benedikt@mbl.is Lúsameðal nútímans? Kamburinn pípir um leið og hann finnur eitthvað lifandi í hárinu, sendir rafstraum í gegnum það og sprengir. Drepur þannig lúsina. Morgunblaðið/Þórður Skjáskot úr kennslumyndbandi um Medisana rafmagnskamb. RAFMAGNSKAMBUR GÆTI VERIÐ SVAR NÚTÍMANS VIÐ LÚSINNI. KAMBURINN SENDIR RAFSTUÐ OG DREPUR LÚSINA OG NITINA MEÐ. ÁSA ATLADÓTTIR HJÁ LANDLÆKNI ER EKKI ALVEG VISS UM ÞAÐ OG SEGIR AÐ EKKERT KOMI Í STAÐINN FYRIR VANDAÐA KEMBINGU. Ása Atladóttir 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Græjur og tækni Í vikunni seldist milljónasta eintakið af leikjatölvunni PS4 í Bretlandi en greining- arfyrirtækið GfK Chart Track greindi frá tíðindunum. PS4 hefur einnig yfirburða- stöðu í Evrópu, hefur selst í 3,8 milljónum eintaka á móti 1,2 milljónum eintaka af nýjustu Xbox-leikjatölvunni sem er helsti keppinautur PS4. Milljónasta PS4 seld í Bretlandi EKKI ... setja inn tvíræðar stöðuuppfærslur þar sem þú ýjar að einhverju en segir ekki alla söguna. Stöðuuppfærslur á borð við „...get ekki sagt að þessi dagur hafi boðað gott...“ eða „Nú er ég brjáluð!!!“ eða „Oohh ekki sáttur!!!“ segja nákvæmlega ekkert en sá/sú sem setur þær inn er augljóslega að biðja um að vera spurð(ur) út í ástæðurnar á bakvið þær. Segðu það sem þú vilt segja frekar en að biðja um athygli út á tvíræðnina. ... koma upp um þig Það er alþekkt að fólk njósnar um náungann á Facebook. En ef þú ert að skoða myndir af gömlum kærustum (eða nýju kærustunum þeirra) ... jafnvel mörg ár aftur í tímann gerðu þá ekki þau mistök að ýta á „like“ takkann. Það er ekkert eins hallærislegt og að verða uppvís að því að hafa fengið nostalgíukast yfir gamalli mynd á síðkvöldi. Þú meinar kannski vel, en kemur alltaf illa út. ... læka eigin stöðuuppfærslur. Slepptu þessu af sömu ástæðu og þú segir ekki brandara í partíi og hlærð svo hæst sjálf(ur). ... benda á stafsetningar- og málvillur hjá öðrum Það er óþolandi. Fólk er allavega og má vera ólíkt. Sumir eru sleipir í stafsetningu, aðrir ekki. Leyfum fólki að vera eins og það er á Facebook. … setja inn myndir af þér í 30 stiga hita og sól þegar það er glatað veður á Íslandi. Ástæður fyrir þessu eru augljósar. ... segja að þú eigir skilið Thule. Allir eiga skilið klapp á bakið eftir daginn. Það stóðu sig yf- irleitt allir vel og margir áttu ábyggilega erfiðari dag en þú. Þetta er bara óþarfi. ... láta vita að þú hafir verið á æfingu. Það þurfa allir að hreyfa sig til að viðhalda heilsu. Það er ekkert til að stæra sig af. Farðu bara út að hlaupa og fáðu þér svo vatn að drekka. Heimurinn þarf ekkert að vita af þessu. ... lifa í gerviheimi. Það er enginn glaður 365 daga á ári og börnin eru ekki alltaf skemmtileg og krúttleg. Vertu þú sjálf(ur). ... læka allt sem þú sérð. Þá missir lækið gildi sitt. Farðu sparlega með lækin svo vinir kunni að meta það þegar þú splæsir læki á stöðuuppfærslur og myndir af þeim. ... setja prófílmynd af maka þínum. Það er bara skrítið. ... setja inn leiðinlegar stöðuuppfærslur um flensu, biluð raftæki og að þú sért svangur/svöng. Öllum er sama. Ef þú ert lasinn liggðu þá í rúminu og reyndu að drekka mikinn vökva. Ef eitthvað bilar farðu þá með það í viðgerð. Ef þú finnur til hungurs ... fáðu þér þá að borða. Ekki vera óþolandi á Facebook LÍFIÐ Á SAMFÉLAGSMIÐLINUM FACEBOOK GETUR VERIÐ TALSVERT FRÁBRUGÐIÐ ÞVÍ SEM Á SÉR STAÐ Í RAUNHEIMUM. SUNNUDAGSBLAÐIÐ TÓK SAMAN 11 DÆMI UM HEGÐUN SEM ER GOTT AÐ FORÐAST VILJI FÓLK VERA Í HEILBRIGÐUM SAMSKIPTUM Á FACEBOOK. Ekki gera þau mistök að láta gamlan kærasta eða kærustu vita að þú sért að skoða myndir af honum/ henni og nýja makanum. Það kemur illa út fyrir alla. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.