Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 44
Fjármál heimilanna Morgunblaðið/Ómar *Kennslan er þegar komin nokkuð vel á veg viðháskóla landsins og vonandi að sem flestir hafiánægju af og áhuga á náminu sem þeir hafa val-ið. Ef ekki, þá má reyna að breyta um stefnu ánæstu önn og þá er kannski hægt að miða viðhvaða gráða gefur hæstu tekjurnar. Bandarísk-ar kannanir sýna að bachelor-gráða í olíu- verkfræði gefur hæstu byrjunarlaunin, þá gráða í tölvunarfræði og svo efnaverkfræði. Hvaða menntun er arðbærust? Hvernig er heimilisreksturinn hjá trúðum? Kári Viðarsson ætti að vita það en hann er leikhússtjóri og framkvæmdastjóri Frysti- klefans á Rifi. Kári leikur í Trúðleik, fjöl- skyldusýningu Tjarnarbíós, í september. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum tvö. Ég bý með Vénýju litlu syst- ur minni þessa dagana og það er bara al- gjör draumur. Hún er alltaf að taka til og þvílíkt hress á morgnana. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum Egg og mjólk er alltaf til staðar í ísskápn- um. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Á milli 10 og 15 þúsund krónur yfirleitt. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Ís, Doritos, salsasósa, Philadelpiu sweet chili rjómaostur og Egils Mix. Ef ég yrði forseti myndi mitt fyrsta verk vera að sæma þann sem blandaði Mixið fálka- orðunni. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Ég drekk ekki kaffi. Hvað vantar helst á heimilið? Hornbaðkar, gasgrill, rafmagnsbíl og tvær stangir á svalirnar fyrir hengi- rúm. Eyðir þú í sparnað? Já. Skothelt sparnaðarráð? Að vera með nammidag og drekka mikið vatn. Árskort í sund er sniðugt fyrir þá sem eru mikið í sundinu. Einn- ig er sniðugt að borga alla reikninga um leið og maður fær þá. Það hjálpar manni að hafa yfirsýn yfir þessi mál. NEYTANDI VIKUNNAR KÁRI VIÐARSSON LEIKSTJÓRI Fálkaorðu handa höfundi Egils Mix Kári segir árskort í sund góða leið til að spara. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aurapúkinn er á þeirri skoðun að samlandar hans séu of gjarnir á að henda heimilistækjum um leið og þau bila. Það er alveg rétt að stundum borgar sig ekki að gera við tækin, enda geta viðgerðir verið dýrar, tímafrekar og truflandi. Er til dæmis alveg galið að ætla að gera við flatskjá sem bilar, og oftar en ekki er ódýrara að kaupa nýja tölvu en gera við þá gömlu, ef ábyrgðin er runnin úr gildi. Ætti samt alltaf að taka upp símann og grennslast fyrir um hvað skoðun og viðgerð gæti kostað. Eins skemmtilegt og það er að eignast t.d. nýjan ísskáp eða splunkunýja og flotta þvotta- vél, þá getur vel verið að það eina sem þurfi sé lítill og til- tölulega ódýr varahlutur. Gamla græjan gegnir þá áfram sínu hlut- verki, og munar um sparnaðinn að þurfa ekki að kaupa nýtt alveg strax. púkinn Aura- Allt í lagi að gera við Í lífi margra Íslendinga markar það skýr kaflaskil að hefja háskólanám. Sumir flýta sér að yfirgefa hreiðrið, koma sér fyrir í stúdentaíbúðum eða leigja námsmannakytru einhvers staðar. Aðrir sitja sem fastast í heima- húsum, njóta góðs af námslánum og hafa meira milli handanna en þeir gerðu í framhaldsskóla. Veislur og hátíðir eru margar yfir skólaarið, leggja þarf út fyrir ýmsu og erfitt að standast freistingarnar. Blaðamaður Forbes segir að þessi tímamót í lífinu geti markað upphafið að óheppilegum fjár- hagsvenjum sem fylgja fólki lengi eftir útskrift. Á margan hátt er háskólastúdentinn mitt á milli tveggja heima, í senn sjálfstæður og ósjálf- stæður og bæði vill og getur leyft sér ýmislegt sem kemur honum í koll seinna meir, ef hann heldur uppteknum hætti. Engu má sleppa Þannig eru þessi ár tímabil þar sem mörgum finnst þeir ekki mega missa af neinu. Alls kyns ævintýri, veislur og hátíðir standa til boða og auðvelt að hugsa sem svo að maður sé aðeins ungur einu sinni og önnur eins upplifun muni ekki bjóðast aftur. Minningarnar úr dýru út- skriftarferðinni yfir hálfan hnöttinn munu vita- skuld lengi lifa með þér en það boðar ekki gott ef sama neyslumynstur heldur áfram eftir út- skriftina. Eftir útskrift þarf fólk að læra að segja nei. Námsmenn, a.m.k. þeir bandarísku, virðast líka eiga til að leyfa verðskyninu að bjagast. Þeir hafa ekki mjög mikið milli handanna og velta því mjög vandlega fyrir sér stóru út- gjaldaliðunum, eins og nýrri tölvu, en pæla minna í litlu útgjöldunum eins og kaffibolla hér og hamborgara þar. Þegar náminu lýkur og tekjurnar aukast er eins og þetta bjagaða verð- skyn taki kollhnís. Unga fagmanninum finnst hann núna svo fjáður að hann þurfi ekki að leggja mikla rannsóknarvinnu í stóru útgjöldin, en aftur á móti byrjar hann að spara með því að brugga kaffið heima og taka nesti með sér í vinnuna. Pabbabankinn Í námi hafa líka flestir námsmenn bakhjarla sem geta hlaupið undir bagga ef fjárhagurinn fer út af sporinu. Pabbi, mamma, afi eða amma, eða bara viðskiptabankinn, eru oft til staðar til að veita lítið lán eða styrk svo ættarlaukurinn þurfi ekki að gera hlé á náminu vegna tíma- bundinna þrenginga í fjárhagnum. Þegar námi lýkur hættir sumum til að gera ráð fyrir að þessi sami bakhjarl verði alltaf til staðar. Bankinn eða ættingjar leysi þá úr snör- unni ef buddan er tóm og greiðslukortin nýtt upp í topp. Hluti af því að vera fullorðinn er að skilja alvöru lífsins þegar kemur að peningum og taka erfiðar ákvarðanir um heimilisútgjöldin, ellegar súpa seyðið þegar kemur að skuldadög- um. Þessu tengt þá liggur á að námsmenn læri að reglurnar eru ekki þær sömu í skólastofunni og úti í samfélaginu. Oftar en ekki er hægt að fá smá svigrúm á skilafresti ritgerðar, fresta próf- um, eða skrópa í tímum og fá lánaðar glósur. Utan háskólasvæðisins eru reglurnar strangari og refsingarnar þyngri. Að borga reikninga seint er dýr ósiður, lesa þarf alla skilmála vel, vita á hverju er von, vakta hverja krónu sem fer út og inn, allt með járnaga. FJÁRMÁLAFRÆÐI FYRIR BYRJENDUR Temja sér fjárhagslega ósiði á háskólaárunum LÍF HÁSKÓLANEMA GETUR VERIÐ FJÖRUGT OG TÍMABIL ÞAR SEM AUÐVELT ER AÐ LÁTA ÝMISLEGT EFTIR SÉR. GETUR KOMIÐ FÓLKI Í BOBBA EF VENJURNAR BREYTAST EKKI EFTIR ÚTSKRIFT. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Alls kyns hátíðir og fjörug ævintýri kalla á námsmenn. Það er gott og vel að njóta þessara ára en þá verður fólk líka að kunna að stíga á bremsuna þegar alvara lífsins tekur við eftir útskrift. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.