Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 56
Menning 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Á tónleikum í Norræna húsinu í dag, laug- ardag klukkan 16, flytja Gunnar Guðbjörns- son og Jónas Ingimundarson norræn sönglög en sum laganna hafa fylgt þeim um árabil. Efn- isskrána kalla þeir „Allt under himmelens fäste“. Er hún fjölbreytt en samanstendur að stórum hluta af lögum frá Svíþjóð og Finn- landi. Lögin eru meðal annars eftir Grieg, Peterson-Berger, Sibelius og Merikanto. Samstarf þeirra félaga, Gunnars og Jónasar, hefur nú staðið í hartnær 30 ár en þeir hafa gert víðreist um lendur tónlistarinnar gegn- um árin. Norræn tónlist hefur oft verið við- fangsefni þeirra, meðal annars á geislaplöt- unni „Söngvum“, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir tileinka heila dagskrá Norðurlöndum. JÓNAS OG GUNNAR NORRÆN LÖG Jónas Ingimundarson og Gunnar Guðbjörnsson flytja efnisskrá tileinkaða Norðurlöndum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hnúkaþeyr flytur tvö klassísk verk í Hörpu á sunnudag, eftir Hummel og Mozart. Morgunblaðið/Sverrir Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr kemur í fyrsta sinn fram í Hörpu á sunnudag á hádegistón- leikum í Kaldalóni kl. 12.30. Á efnisskránni eru tveir klassískir blásara- oktettar, Partíta í Es-dúr eftir Johann Nepo- muk Hummel og Serenaða í Es-dúr KV 375 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Oktettarnir eru sagðir hátíðlegir en jafnframt leiftrandi fjörugir. Efnisskráin er brotin upp með fjör- legri útsetningu á þekktum íslenskum söng- lögum fyrir blásarakvintett eftir Pál P. Pálsson. Blásraoktettinn Hnúkaþeyr var stofnaður 2003 og í honum eru blásarar sem hafa verið virkir í íslensku tónlistarlífi. TRÉBLÁSARAVINDAR Í HÖRPU HNÚKAÞEYR „Brottfarartónleikar með Mótettukórnum“ er yfir- skrift hádegistónleika Mótettukórs Hallgríms- kirkju í kirkjunni í dag og hefjast þeir klukkan 12. Á efnisskránni eru verk sem flutt verða í kórakeppni og fleiri tónleikum á Spáni í september. Þar ytra mun kórinn meðal annars koma fram á tónleikum í dóm- kirkjunni í Barcelona 19. september og í Santa Susanna-kirkjunni í hinum fagra bæ Gi- rona 21. september. Jafnframt tekur kórinn þátt í kórakeppni sem haldin er í strandbæn- um Lloret de Mar. Á efnisskránni kennir ýmissa grasa og eru þar fjölmargar vinsælar kórperlur, bæði ís- lensk verk og erlend. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. TÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRSINS Í KÓRAKEPPNI Hörður Áskelsson Þ að er mikið á seyði, mjög mikið,“ segir Erró afsakandi þegar hann mætir aðeins of seint til fundar við blaðamann. Hafði setið í há- deginu með öðrum frönskum, frá einu helsta tímariti Frakklands, en þegar er tekið að fjalla myndarlega um væntanlega yf- irlitssýningu á verkum Errós sem verður opn- uð í samtímalistasafninu virta í Lyon nú í byrjun október. „Ef tíminn er vel skipulagður er svona álag í lagi, ég vakna snemma á morgnana og á ein- um til tveimur klukkustundum í ró og næði má koma miklu í verk,“ segir hann. Erró hefur verið búsettur í meira en hálfa öld í París, er líka með vinnuaðstöðu á Spáni en segist alltaf njóta þess að koma til Íslands. „Mér finnst gaman að koma heim og mér finnst eins og fólki líði betur hér nú en fyrir einu ári. Fólk virðist vera frjálsara – ætli kreppan sé ekki búin?“ spyr hann og virðist telja að svo sé. Erró kom víða við hér á landi um liðna helgi, þá var vígt hið stóra listaverk hans á vegg í Breiðholti og sama dag opnuð sýning í Listasafni Reykjavíkur, „Erró og listasagan“. Hann er afar ánægður með veggmyndina og segist vilja þakka sérstaklega þeim sem unnu að uppsetningu hennar, það hafi tekist afar vel. „Sömu aðferð var beitt þegar við gerðum stóra veggmynd á sínum tíma í borg- inni Angouleme í Frakklandi en hún er eins- konar höfuðborg teiknimyndasagna. Framleið- endur málningarinnar sem var notuð ábyrgðust á sínum tíma að hún myndi endast í tíu ár en þegar til kom entist hún í 32 ár. Borgarstjórinn bað mig um leyfi til að fá að endurgera myndina og mér leist vel á það.“ Silver Surfers til Lyon Erró segir að við valið á verki til að stækka á vegginn í Breiðholtinu hafi þeir Hafþór Yngvason safnstjóri átt gott samstarf og fékk hann sendar myndir af mögulegum veggjum út til Frakklands. „Það var mikilvægt að myndin væri þannig staðsett að hún ónáðaði ekki fólkið í hverfinu sem þarf að hafa hana fyrir augunum alla daga,“ segir hann og kveðst ánægður með það að þótt meirihluti verksins sjáist víða að þá sé líka um þriðj- ungur myndarinnar nánast falinn bak við næsta hús; þurfa áhugasamir því að hafa fyrir því að sjá verkið í heild. Þá er Erró ánægður með að verkið sé nærri annarri nýrri vegg- mynd, eftir Söru Riel, sem hann hrósar mikið. Og hann bætir við að mörg verk eftir sig hafi verið stækkuð upp á þennan hátt. „Nú er ver- ið að gera keramikverk eftir mig í borginni Sintra í Portúgal sem fer á vegg á íþróttahús- inu við Austurberg í Breiðholti. Eitt stærsta verkið átti að fara í Vís- indasafnið í París og ég vildi hafa það „Science-Fiction Scape“. Ég sagði forsvars- mönnum að þetta væri mynd af framtíðinni en þeim leist ekki á það. Í staðinn gerði ég þá mynd af verkfræðingum og byrjaði með Leon- ardo da Vinci. Litlir peningar voru til í fram- kvæmdina og þá hugkvæmdist mér að hringja í vin minn sem var bankastjóri í Sviss og sagði honum frá verkefninu og að það hefði gleymst að gera ráð fyrir forföður hans á myndinni. Hann hét Sadi Carnot og hefur verið kallaður faðir „þermódínamíkur“. Ég sagði vini mínum að ef hann setti einhverja peninga í verkið, einkum til að kaupa sér- stakar krossviðarplötur sem ég þyrfti, þá myndi ég hafa Carnot með á myndinni og láta hann hafa klippimyndina sem ég studdist við. Vinur minn samþykkti það. Þegar verkið var komið upp og ég skoðaði það með yfirmanni vísindasafnsins, þá spurði hann: hvaða ungi maður er þarna? Þetta er maður sem þið hafið gleymt hér í safninu, Sadi Carnot, sagði ég. Það er alls ekki rétt, svaraði hann. Tveir salir í safninu eru helgaðir honum!“ Erró hlær að minningunni. Hann hafði sitt í gegn. Erró bendir svo á kápu bæklings um vænt- anlega yfirlitssýningu á verkum hans í Lyon, verkið „Silver Surfers“ sem gestir Kringl- unnar kunna að muna eftir en hún var þar á máluðum flísum um tíma en var síðan fjar- lægð. „Þetta verk var gert fyrir verslunarmiðstöð- ina en hefur um skeið verið geymt í kössum. Frummyndin verður nú sett upp í Lyon og ég ætla að gefa safninu þar hana, þau hafa verið svo elskuleg við mig í undirbúningi sýning- arinnar. Þeir eru að gera rosalega stóra sýn- ingarskrá, 408 stórar síður með 600 litmynd- um! Það tók okkur heila viku að fara yfir allar litgreiningarnar.“ Stærsta sýningin til þessa – Verður þetta stærsta sýning sem sett hefur verið upp á þínum verkum? „Já já, þetta verður stærsta sýningin. Það verður gaman fyrir mig að sjá þessi verk öll komin saman. Þarna verða mörg sem söfn vilja venjulega ekki lána, nema þeim sé pakk- að sérstaklega vel og þeim fylgi á áfangastað sérstakur starfsmaður sem sé viðstaddur þeg- ar verkin eru tekin úr kössunum. Þar á meðal má nefna verkið „Fæðing Hitlers“ sem kemur frá þýska þjóðarlistasafninu í Berlín. Já, fólkið í Lyon hefur staðið sig sér- staklega vel við allan undirbúning fyrir þessa sýningu. Renzo Piano teiknaði þessa fallegu safnbyggingu og það var beðið um að engir milliveggir yrðu í sölunum. Þetta er bara einn geimur og svo eru settir upp veggir eftir því hvað verkin kalla á. Ég mæti bara á opnunina og hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út. Mörg verk eru lánuð héðan frá Listasafni Reykjavíkur og frá mér í París fóru tveir trukkar með verk úr geymslunum mínum. Thierry Raspail og Danielle Kvaran eru sýningarstjórar og ég leigði sérstakt rými fyrir öll verkin frá mér sem Danielle valdi. Ég sagði flutningakörl- unum að taka allt úr geymslunni nema rusla- fötuna.“ Erró dásamar áhuga stjórnenda safnsins í Lyon og segir afar vel hafa verið staðið að málum þegar Gunnar Kvaran, stjórnandi Ast- rup Fearnley-safnins í Ósló og eiginmaður Danielle, stýrði Lyon-tvíæringnum þar í fyrra. Þótt þetta sé stærsta sýningin á verkum Er- rós í Frakklandi til þessa þarf hann ekki að kvarta undan skorti á sýningum þar eða áhugaleysi, minnisstætt er hve gríðarmargir flykktust að sjá sýningu á klippimyndum hans í Pompidou-safninu fyrir nokkrum árum. „Það var merkilegt já, við sýndum klippi- myndirnar ekki á heilli hæð þar heldur í söl- unum sem venjulega eru helgaðir grafíklist. Við vorum undrandi á móttökunum, það komu 270.000 gestir. Við sjáum til hvað gerist núna. Eftir þetta allt saman ætla ég að reyna að slappa af …“ Sýningatörninni er samt ekki lokið. „Nei, í október förum við til New York, þá verður opnuð stór sýning á verkum eftir mig í New Jersey, það eru stór málverk sem voru fyrir nokrum mánuðum sýnd hjá UNESCO. Þá færðu þeir mér gullorðu Picassos, gerða af Miro. Það var allt mjög smekklegt,“ segir Erró og hlær. Yfirlitssýning á verkum hans verður opnuð í Turku í Finnlandi 9. október, með 75 málverkum frá Listasafni Reykjavík- ur. Erró verður viðstaddur opnunina. Svo seg- ir hann að framundan sé önnur sýning í New York með um eitt hundrað klippimyndum og önnur í London með um fimmtíu klippimynd- um „Nú hafa margir áhuga á þeim og eru að leita að þeim. Við sýnum klippimyndir frá löngum tíma.“ Barokk-pop – Er ekki litið á þig sem franskan listamann í Frakklandi, eftir öll þessi ár sem þú hefur verið búsettur þar? Erró lyftir brúnum, undrandi á spurning- unni. „Nei, sem betur fer ekki,“ segir hann svo. „Það er líklega litið á mig sem einn lista- mannanna af „Parísarskólanum“. Við erum hópur sem er kenndur við „fígúratíska frá- sagnarlist“ (narrative figuration). Þessi hópur varð til á sama tíma og pop-listin í Bandaríkj- unum, um og upp úr 1960. Einn listamaður er þýskur, aðrir frá Spáni, Ítalíu og Sviss, einn er frá Íslandi, einn frá Haítí og tveir franskir. Fyrir nokkrum árum var stóra sýningin með verkum mínum í Grand Palais í París byggð í kringum tengslin við þennan hóp. Það er búið að líma mig inn í pop-listina og annað henni skylt en svo endaði það með því að bandaríski listheimspekingurinn Arthur Danto fann rétta hugtakið yfir mínar myndir, og þá sérstaklega þegar hann skoðaði þessa“ – hann bendir aft- ur á „Silver Surfer“ – „en hann kallaði þær barokk-pop. Það passar mjög vel við mig því ég er svo hrifinn af barokklist: Rubens, Tinto- retto og öllum þessum körlum.“ Þetta er listasagan Hugur Errós hvarflar að fyrirhugaðri bílferð austur að Kirkjubæjarklaustri, þar sem hann sleit barnsskónum. „Mig langar til að fara inn að Lakagígum, þangað hef ég ekki komið í fjölmörg ár,“ segir hann. „Það er einstaklega fallegt þar, þessi grái mosi með sítrónulitum í. Þegar ég sýni annars staðar en í Frakk- landi þá reyni ég yfirleitt að vera þar í svona MARGAR SÝNINGAR Á VERKUM ERRÓS ÞESSA MÁNUÐINA Það verður gaman að sjá öll verkin komin saman „EFTIR ÞETTA ALLT SAMAN ÆTLA ÉG AÐ REYNA AÐ SLAPPA AF,“ SEGIR ERRÓ. Í OKTÓBER VERÐUR OPNUÐ Í SAMTÍMALISTASAFNINU Í LYON STÆRSTA YFIRLITSSÝNING SEM SETT HEFUR VERIÐ UPP MEÐ VERKUM HANS. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin stóra veggmynd Errós á endavegg fjölbýlis- húss við Álftahóla í Breiðholti. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.