Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Landið og miðin SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON sbs@mbl.is *Nú lesa sjúklingarnir þínir alls konar dellu ánetinu. Mikið af tímanum fer í að leiðréttarangfærslur ... sem kuklarar hafa komið inn. Arna Guðmundsdóttir í Læknablaðinu. UM ALLT LAND AKUREYRI Par Aku 0 sunnudag. Hjó Stefánsdóttir og Erl rðarson segja frá sam ólæknandi sjúkdóm og hjónin Elín Björg Jóns Óli Agnarsson deila reynslu sinni af því a a hjón eftir barnsmissi. Tvenn hjón flytja tónlist; L a Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson, og Hjörlei ur Örn Jónsson og Rannveig Elíasdóttir. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir. HORNAFJ í VOPNAFJÖRÐUR Bárður Jónasson, Hrund Snorradóttir og Magnús Þór Róbertsson lögðu fram na „Húsi arðar á dögunum, þess e aður verði mögulei Vopnafjarðarhúsin svoköll í varðveislu á Árbæjarsafni í Rey ELDGJÁ Nýr útsýnispallur við Ófærufoss í Eldgjá g g ghefur verið tekinn í notkun. Me intil an ur útsýnispallsins er að vernda viðkvæmt umhverfi Ófærufoss fyrir ágangi, auka öryggi gesta og jafnframt að gefa þeim möguleika á aukinni nánd við fossinn. Pallurinn var hannaður inn í fosshvamminn af syniBirgi Teits hjá Arkís arkitektum í samvinnu við Landform landslagsarkitekta og verkfræðistofuna Eflu. Þar sem Eldgjá er ófær ökutækjum var þyrla notuð til að flytja byggingarefni inn að Ófærufossi. GRINDAVÍK Be Slö Gr um á k hefur verið svarað játandi samþykkti í vikunni að vei slökkvistjóra heimild til að notaðan körfubíl frá Svíþj 25 milljónir króna. Þar sem fjallið grætur stein-um. Svo segir í Para-dísarheimt eftir Halldór Laxness og þegar kom að því 1979 að á vegum þýskra og norrænna sjónvarpsstöðva var gerð kvikmynd eftir skáldsögu Nóbelsskáldsins þurfti leikmynd í samræmi við efni bókar. Bærinn stendur undir hárri hlíð, það er sígilt upphafsstef í íslenskum bókum og við kvikmynda- gerðina þurfti slíkt bæjarstæði. „Við spurðum Ómar Ragnarsson hvar staðhættir væru þannig, að í fjalli væru háar, grýttar skriður, undirlendi og ekki langt til sjávar. Ómar nefndi strax Lónið. Þar var leikmyndin sett upp og svo hófust tökur,“ segir Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður. Á sjónarsviðið um 1800 Sviðsmyndin úr Paradísarheimt stendur enn og er rétt norðan við bæinn Hvalnes í Lóni. Leikhús þessi, reist fyrir 35 árum, eru farin að láta á sjá og viðir eru feysknir. Á ferðalögum austanlands er þó vel þess virði að staðnæmast þarna. Gaman að líta inn í gamlan tíma bæjar með burstir og torfþak. Hinn íslenski burstabær kom fyrst fram á sjónarsviðið um 1800. Er reyndar afsprengi landnáms- bæjanna, sem síðan þróuðust áfram í samræmi við reynslu og verkþekkingu. Torfbæir voru reist- ir víða um land fram undir 1900, en þá urðu timburhús allsráðandi. Brautryðjendurnir í íslenskri húsa- gerðarlist höfðu þó hinn gamla stíl í þankanum. Hugmyndir um háskóla „Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 og aðeins fáum mánuðum eft- ir stofnun hans var farið að ræða um byggingu,“ segir Björn G. Björnsson, sem nú vinnur að bók um Rögnvald Ólafsson, fyrsta ís- lenska arkitektinn. Og það var 1913 sem Rögnvaldur lagði fram tillögu að háskólahúsi í burstabæj- arstíl og þjóðernisrómantískum anda. „Rögnvaldur var brautryðjandi. Vífilsstaðaspítali, gamla pósthúsið í Reykjavík og kirkjur og skólar víða um land eru hans þekktustu verk. Hann sinnti þó burstabæj- unum lítið. Þar var Guðjón Sam- úelsson í fararbroddi,“ segir Björn. Ítarlega er fjallað um húsagerð og hugmyndir Guðjóns Sam- úelssonar í ritinu Íslensk bygg- ingaarfleið eftir Hörð Ágústsson, sem kom út 2005. Þar segir að þó Guðjón hafi numið erlendis – og áhrifa þaðan séð stað í verkum hans – hafi þjóðlegur stíll verið honum hugleikinn. Á Íslandi hafi þó verið annað baksvið. „Fornt bændasamfélag hafði ný- lega hrundið af sér helsi erlends valds og leitaði sjálfsvitundar í for- tíð sinni. Ekki fór hjá því að hin sterka þjóðerniskennd snerti Guð- jón. Snemma á starfsferli sínum tók hann að gefa gætur innlendri hefð og gera tilraunir til að end- urvekja hana eða endurnýja, eink- um til sveita,“ segir Hörður í bók sinni. Nefnir þar sem dæmi Þing- vallabæinn, Héraðsskólann að Laugarvatni og Húsmæðraskólann að Laugum í Reykjadal. „Þessi svipsterki byggingarstíll var í samræmi við þjóðleg gildi ungmennafélaganna sem voru áberandi snemma á 20. öldinni. Mörg þessi hús eru afar falleg,“ segir Björn G. Björnsson. Húsin fanga augu Guðjón Samúelsson teiknaði eink- um og helst opinberar byggingar, sem margar voru reistar í kringum 1930. Með réttu eða röngu er því stundum haldið fram að Guðjón hafi verið hirðarkitekt dóms- málaráðherrans, Jónasar frá Hriflu, sem þá var valdamestur á Íslandi. Fyrir tilstuðlan hans var reistur fjöldi húsa og stíllinn á þeim smitaði út frá sér. Víða um land reistu efnameiri bændur steinsteypt hús í burstabæj- arstílnum sem setja sterkan svip á umhverfi sitt. Ýmsir fleiri en Guð- jón teiknuðu þessi hús þjóðlegra einkenna, sem öll eiga þó það sam- eiginlegt að fanga augu fólks. Og til þess skal vanda sem lengi skal er gjarnan haft á orði - og víst er að hver einn bær á sína sögu, eins og í ljóðinu stendur. LÓN Burstabæir í byggðunum BÆIR MEÐ BURSTUM Í RÓMANTÍSKA STÍLNUM ERU ÁBERANDI OG STANDA VÍÐA UM LAND. ARKITEKT- ÚRINN BYGGIST Á SKÝRRI HUGMYNDAFRÆÐI. Leikmyndin úr Paradísarheimt, sem reist var fyrir 35 árum og er undir háum fjöllum við Eystrahorn, stendur enn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Svona voru hugmyndir að húsi Háskóla Íslands, sem fram komu fyrir öld. Björn G. Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.