Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 40
Tíska Donna Karan sækir innblástur í Pharrell *Tískuhúsið Donna Karan sýndi fágaða línu fyrirsumarið 2015 á tískuvikunni í New York í vik-unni sem leið. Donna Karan sótti innblástur íSafari og úr varð nokkurskonar safarigötustíll.Athygli vakti þó stór hattur á sýningunni semminnti á tónlistarmanninn Pharrell sem erþekktur fyrir að bera samskonar, stóra og langa hatta. E in klassísk - hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Verð að segja Steve Madden-skórnir mínir. Ég á nokkra og get ekki valið á milli. Síðan verð ég líka að nefna síða lopapeysu úr Geysi sem kærastinn minn gaf mér, hún er nauðsynleg á köldum vetr- ardögum. En þau verstu? Svona nýlega verð ég að segja Triangl-bikiní sem ég pantaði mér. Eins flott og það er, er það alveg jafn óþægilegt. Hefði get- að keypt mér þrjú fyrir sama verð í H&M. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Á tímabili klæddi ég mig í víðar Levi’s-gallabuxur, Henson-peysu og Kawasaki-skó. Það var mjög slæm tíska. Hverju er mest af í fataskápnum? Ég á alltaf nóg á svörtum leggings og síðum skyrtum. Það er bara svo fínt og þægilegt „outfit“. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó þegar kemur að fata- kaupum? „Less is more“ finnst mér eiga mjög vel við. Hvaðan sækir þú innblástur? Ég fæ innblástur frá fólkinu í kringum mig, bæði vinkonum og bara fólki sem ég rekst á. Það er svo margt flott fólk á Íslandi og gaman að fylgjast með tískunni hér. Svo er mamma líka alltaf flott. Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fatakyns? Svört síð kápa úr H&M, ótrúlega þægileg og passar við allt! Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár mynd- irðu velja og hvert færirðu? Mér finnst tískan í dag vera bara blanda af því besta. Svo mikið gamalt sem hefur komið aftur í tísku, eins og háar buxur, víðar skyrtur, bomber-jakkar, mom jeans, platform-skór og fleira fallegt. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Einfaldur og þægilegur. Hvaða tískublöð/blogg lestu helst? Ég fylgist með nokkrum tískubloggurum frá Norðurlöndum á Instagram; þær eru alltaf ótrúlega smekklegar. MAMMA ER ALLTAF FLOTT Jóhanna Dröfn segir tískuna í dag vera bara blöndu af því besta frá liðnum árum. Morgunblaðið/Þórður Einfaldur og þægilegur fatastíll JÓHANNA DRÖFN STEFÁNSDÓTTIR ER Á FYRSTA ÁRI Í LÆKNISFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS OG STARFAR SEM FLUGFREYJA HJÁ ICELANDAIR Á SUMRIN. JÓHANNA HEFUR GAMAN AF ÞVÍ AÐ FYLGJAST MEÐ TÍSKUNNI Á ÍSLANDI OG SÆKIR HÚN INNBLÁSTUR Í SITT NÁNASTA UMHVERFI OG FÓLK Á FÖRNUM VEGI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Bikiníið frá Triangl er flott en afar óþægilegt. Jóhanna fylgist með tískubloggurum á Instagram. Vandaðir hælar frá Steve Madden. Síðar skyrtur eru alltaf klassískar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.