Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 2014 Litlir snúðar sem fyrirsætur sem sýndu vorlínuna Marc by Marc Jacobs fyrir árið 2015 voru með í hárinu vöktu ekki minni athygli en föt hönnuðarins sjálfs. Litlir, hátt bundnir snúðar voru síðast almennilega í tísku á 10. áratugnum en núna segir hárhönnuður sýn- ingarinnar, Guido Palau, að þessi hártíska sé snúin aftur. Og ekki aðeins það heldur fullyrðir hann að það sé Björk og hennar hártíska á því tímabili sem sé helsti áhrifa- valdurinn að þessari tísku en hann kallar snúðana „litla bolluhnúta“. Hann gaf ágætis leiðbeiningar til að útbúa þessa snúða á vefsíðunni Hollywoodreporter. Best væri að spreyja hárið fyrst með hárspreyi og binda það svo í hnútinn og rétt áður en fyrirsæturnar komu fram togaði hann niður lítil fín hár við andlitið svo að það virkaði að- eins frjálslegra eins og „fyrirsæturnar hefðu verið að dansa“. AFP TÍSKUSÝNING MARC JACOBS Björk Guðmundsdóttir með hárið uppsett eins og hárhönnuður sýningarinnar segir að sé að komast aftur í tísku. Segir snúða Bjarkar fyrirmyndina Fyrirsæta á tískusýningu á vorlínunni Marc by Marc Jacobs með flottan hnút í hárinu. Nick Stoeberl, grínisti og lista- maður frá Kaliforníu, er með lengstu tungu í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Tunga Stoeberl mældist 10,08 sentimetr- ar og er hún 0,4 sentimetrum lengri en tunga Bretans Stephen Taylor sem átti heimsmetið á und- an Stoeberl. „Pabbi minn var gríðarlegur KISS-aðdáandi og kannski hefur hann verið bænheyrður,“ sagði Stoeberl á kynningu á bókinni. Þeim sem þekkja ekki rokksöguna má benda á að einkenni Gene Sim- mons, bassaleikara KISS var tungan en hann var yfirleitt mynd- aður með tunguna úti. Hún er þó bara agnarsmá miðað við tunguna hjá Stoeberl. „Eini gallinn að hafa svona langa tungu er að ég er lengur að bursta hana á morgnana en venju- legt fólk,“ bætti grínarinn við. Heimsmetabók Guinness kom út í 60. sinn í vikunni og þar eru mörg ansi skrautleg met eins og til dæmis flest epli kramin með upp- handleggsvöðvanum. Lindsey Lindberg kramdi átta slík og Alan Edward Labbe frá Massachusetts er með stærstu Afró-hárgreiðsl- una. Svona mætti lengi telja. FURÐUR VERALDAR Lengsta tunga veraldar Nick Stoeberl frá Kaliforníu er með lengstu tungu í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Tunga Stoeberls mældist 10,08 sentimetrar. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Beth Riesgraf leikkona Anna Margrét Björnsson kynningarfulltrúi Paris Hilton samkvæmisljón 3 - IN - 1 MICELLAR WATER 0%PARABENLITAREFNIILMEFNI HREINSAR FJARLÆGIR FARÐA VEITIR RAKA ALLT MEÐ 1 HREINSIVÖRU NIVEA SENSITIVE FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.