Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Svar: „Skelfilega segi ég. Alveg skelfilega.“ Sjöfn Traustadóttir, 63 ára. Svar: „Þetta er bara bull og algjörlega fáránlegt.“ Karel Sigurðarson, 22 ára Svar: „Agalega. Þetta er vond hækkun fyrir fólk sem á lítið.“ Ursula van Balsgum, 84 ára. Svar: „Ég ætla að segja að þetta sé fáránlegt. Bull og vitleysa.“ Svavar Cesar Hjaltested, 22 ára. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING DAGSINS HVERNIG LÍST ÞÉR Á BOÐAÐA SKATTAHÆKKUN Á MATVÆLI? Hildur Ársælsdóttir og móðir hennar Sól- veig Eiríksdóttir sam- eina krafta sína í nýju matarbloggi. Þær gefa uppskrift að dýrindis berjasaft sem er meinholl og bragðgóð. Matur 30 Í BLAÐINU Þú meiddist aðeins í síðasta leik. Mæt- ir þú spræk til leiks á laugardaginn? Jú ég meiddist aðeins, ég fékk högg á lærið. Það eru all- ar líkur á því að ég verði orðin spræk á laugardaginn. Þú varst valin íþróttakona Kópavogs í fyrra, það hlýtur að hafa verið mikill heiður? Já, það kom mjög á óvart, virkilega mikið af topp-íþróttafólki í Kópavogi og það var mikill heiður fyrir mig að vera valin úr þessum hópi fólks, líka þar sem ég spila hópíþrótt finnst mér að allt liðið mitt eigi þátt í þessari viðurkenningu því að ég náði þessum góða ár- angri ekki ein. Nú hefur þú verið lykilkona Breiðabliks í þónokkurn tíma, hvernig heldur þú þér í svona góðu formi? Ég reyni að fá sem mest út úr hverri æfingu hjá Breiðablik. Þar er boðið uppá fjölbreyttar æfingar sem nægja alveg til að halda sér í mjög góðu formi ef maður mætir með rétt hugarfar og viljann til að bæta sig. Svo fer ég annað slagið útá sparkvöll með vinum mínum, maður er aldrei of gamall fyrir það. Skiptir máli að vera fyrirmynd í bolt- anum? Já, maður finnur kannski ekki mikið fyrir því en maður veit það að litlar stelp- ur líta upp til okkar sem er- um eldri og erum í landsliðinu svo það er mikilvægt að setja þeim gott fordæmi um hvað maður þarf að gera til þess að ná langt. Hvað viltu segja við ungar stúlkur sem langar að byrja að æfa fótbolta? Ég myndi hvetja þær til að drífa sig á æfingu. Maður kynnist fullt af fólki, þetta er góð hreyfing og stuðlar að heilbrigðum lífsstíl og svo er fótbolti bara svo hrika- lega skemmtileg íþrótt. Ertu bjartsýn á framhaldið? Ég reyni að vera alltaf bjartsýn á lífið, það gerir allt svo miklu skemmtilegra. Hvað varðar landsliðið þá klárum við þessa tvo leiki sem eftir eru á þessu ári með sóma og svo tekur við ný keppni og við ætlum að halda áfram að bæta okkar leik og fara alla leið í lokakeppni EM 2017. Morgunblaðið/hag RAKEL HÖNNUDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Rétt hugarfar mikilvægt Forsíðumyndina tók Patrik Andersson Talmeinafræðingar eru of fáir og bið eftir meðferð er talin í árum. Ástandið er slæmt segir formaður Félags tal- meinafræðinga enda skipti miklu máli að grípa snemma inn í þegar mál- örðugleikar gera vart við sig. Fjölskyldan 16 Díana Bjarnadóttir og fjölskylda hleypa lesendum inn á hlýlegt heimili sitt. Hún segist nota sparistellið daglega og á heimilinu sé í fínu lagi að nota sófann fyrir hvers kyns leiki. Heimili og hönnun 26 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamanna- félags Íslands, fer utan til að fylgjast með knattspyrnuleikjum minnst tvisvar á ári. Hann er meira fyrir að heimsækja lítt þekkt lið en heimsþekkt stórlið. Ferðalög 20 Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er fædd og uppalin á Akureyri en flutti í Kópavoginn fyrir um þremur árum. Tíu ára byrjaði hún að æfa fótbolta og er í dag ein af þeim bestu í boltanum. Rakel starfar hjá Despec og segist vinna með góðu fólki sem hefur mikinn skilning á þeim tíma sem það tekur að vera knattspyrnukona. Leikur Íslands og Ísraels í forkeppni HM kvenna í knattspyrnu hefst kl. 16.50 á laugardag.. Rakel spilar sem framherji og miðjumaður. Áfram Ísland!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.