Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.09.2014, Blaðsíða 8
35 ára í vikunni. Hann lést 20. jan- úar 2012 aðeins 32 ára gamall. Í kjölfar andláts hans var stofnaður Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar sem berst fyrir bættum hag utangarðsfólks á Íslandi. Eftir fráfallið hefur Loftur orðið einskonar andlit barátt- unnar fyrir bættum aðbúnaði útigangsfólks á Íslandi, segir í tilkynningu frá sjóðnum. „Loftur hafði sérstakan stíl sem vakti athygli. Margir þekktu Loft á hermannajakka sem hann klæddist gjarnan. Jakkanum breytti hann sjálfur og var hann því einstakur. Nonni í Dead setti nokkur handgerð prent á jakkann fyrir Loft og ýmislegt bættist á jakkann með tímanum svo sem barmmerki, nælur og fleira,“ segir ennfremur. Fyrsta markmiði sjóðsins var náð þegar keypt voru tuttugu ný rúm í Gistiskýlið í Þingholtsstræti árið 2013. Í byrjun árs 2014 var svo öðrum áfanga náð þegar sjóð- urinn keypti ásamt fleiri félögum níu rúm í Konukot. „Sjóðurinn hefur nú þegar komið af stað nauðsynlegri umræðu í þjóðfélaginu um aðbúnað útigangsfólks á Íslandi.“ Heimsíða sjóðsins: lofturgunnarsson.com. Til styrktar næsta verkefni minn- ingarsjóðs Lofts Gunnarssonar verða framleidd fimmtu eintök af hermannajakka, eins og þeim sem Loftur klæddist gjarnan. Þau verða seld í forsölu á Karolina-fund til að fjármagna framleiðsluna. Jakkinn verður eins nákvæm eftirgerð og mögulegt er af upprunalega jakkanum. Allur ágóði af fram- leiðslu jakkans mun fara í næsta verkefni minningarsjóðs- ins sem er að kaupa átta ný rúm á heimili fyrir heimilislausa karlmenn á Njálsgötu 74. Loftur Gunnarsson fæddist hinn 11. sept- ember 1979 í Reykjavík og hefði því orðið Endurgera jakka Lofts MINNINGARSJÓÐUR LOFTS GUNNARSSONAR ENDURGERIR HERMANNA- JAKKANN HANS TIL STYRKTAR ÚTIGANGSMÖNNUM Í REYKJAVÍK. Hermannajakkinn góði. Loftur Gunnarsson lést aðeins 32 ára að aldri. 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.9. 2014 Vettvangur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, kýs aðfara undarlega leið í stjórnarandstöðuvegna fjárlagafrumvarpsins. Það gerir hún með gífuryrðum um frjálshyggju sem hún telur einkenna frumvarpið. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að vinstri menn leggist al- mennt gegn fjárlagafrumvarpi hægri manna. Fyrir því hafa vinstri menn alveg málefnalegar ástæður, þ.e.a.s. ef litið er á málið frá þeirra sjónarhóli. Fjárlagafrumvarp hægri manna á ekki að fela í sér ríkisútgjöld nema að afar tak- mörkuðu leyti. Það á heldur ekki að fela í sér skattahækkanir. Og ef skattar hafa verið hækkaðir af vinstri mönnum á næsta fjárlaga- frumvarp hægri manna að fela í sér skatta- lækkun. Allt þetta fellur vinstri mönnum illa. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015 felur hins vegar ekki í sér nokkurn samdrátt í ríkisút- gjöldum heldur þvert á móti hækkun. Það felur í sér verulega skattahækkun en reyndar einnig skattalækkun. Svo kveður frumvarpið á um eina allsherjar og fordæmalausa millifærslu á fé milli hinna og þessara en þó ekki allra í samfélaginu. Fyrir utan afnám vörugjalds og lækkun efra vsk-þrepsins er lítið í frumvarpinu sem á skylt við frjálshyggju. Einstaka einka- framkvæmd á kostnað hins opinbera breytir ekki heldur nokkru um þetta. Í frumvarpinu liggur hins vegar jákvæð þróun í einföldun skatta og sjálfsagt að umræða um hana verði mikil á alþingi. Í þágu skattgreiðenda, líka um- bjóðenda VG, er mikilvægt að hún verði mál- efnaleg, heiðarleg og án allra upphrópana. Þá er rétt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir nefni hlutina réttum nöfnum. Formanni VG hrýs til að mynda hugur við hækkun þess sem hún kallar „matarskatt“ og vísar þar til lægra vsk-þrepsins. Hún nefnir ekki þá staðreynd að margvíslegir aðrir skatt- ar eru lagðir á matvæli, t.d. vörugjöld sem nú er lagt til að falli niður. Tómatsósan sem fellur í lægra skattþrepið, hvar sem það endar, sleppur nú loks við þrenns konar vörugjöld. Á majónes hefur hins vegar aldrei verið lagt vörugjald en þrátt fyrir fjárlagafrumvarpið mun það áfram bera 19 króna toll á hvern lítra. Og hrökkbrauðið mun áfram bera 20% toll. Hvað finnst formanni VG um það? Kannski bara fegin, því það gæti jú verið verra. Venjulegt brauð ber nefnilega bæði 20% verðtoll og 6 króna toll á hvert kíló, ja nema brauðið komi frá til dæmis frá Albaníu, Frakk- landi eða Hong Kong, þá er magntollurinn 5 krónur. Hvar er málsvari heimilanna þegar kemur að þessum matarsköttum? Vill formaður VG ekki bara leggjast á árar með frjálshyggjumönnum og stuðla að hófleg- um sköttum, gagnsæi og jafnræði í skatt- heimtu? Ekkert kæmi heimilunum betur. Frumvarpið og frjálshyggjan * Matvæli eru skattlögðmeð margvíslegumhætti, ekki bara með vsk. Hverjir heyja baráttuna fyrir heimilin gegn hinum skött- unum? Ekki vinstri menn. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Ellen Jacqueline Calmon, for- maður Öryrkjabandalags Íslands, var ekki sátt á Facebook þegar hún deildi frétt um yfirvofandi hækkun matarskatts í 12%. „Óhæfa? Heil- brigðisþjónusta hækkaði um 4%- 20% um síðustu áramót, þá var einnig viðbótarhækkun í júlímánuði og nú er matarskatturinn hækk- aður. Húsnæði er einnig rándýrt. Hvernig ætlast ríkisstjórnin til þess að fólk með skerta starfsgetu geti lifað á um 180.000 krónum á mán- uði, það er sama fólkið sem notar heilbrigðisþjónustu einna mest. Ótrúlegt en satt þá þarf þetta sama fólk að búa einhvers staðar og nær- ast.“ Fleiri veltu fyrir sér þessu málefni en Bragi Valdi- mar Skúlason skrifaði: „Rétt er að halda því til haga, svona skattlega séð, að þó að fólk sé með tífaldar tekjur einhvers, étur það ekki tífalt meira. Yfirleitt.“ Fólk notar Facebook á marg- víslegan hátt og þar er bæði hægt að kvarta, grínast og hrósa eins og Stefán Pálsson gerði eftir að hafa komist í klípu. „Margt af því sem maður skrifar hér á FB ratar í fjöl- miðla. Nú ætla ég að láta á þetta reyna! Ég krefst þess að einhver FB- fréttavinur minn skrifi um það hversu ÁNÆGÐUR ég er með VALMENNIN sem húsverðirnir í Ráðhúsinu eru. Ég læsti lyklana inni í bílnum, en einn þeirra bjargaði málunum með skrúfjárni og vír.“ Ferðalangar á Facebook lýstu líka yfir mikilli óánægju með væntanlegt brotthvarf Kaffitárs úr Leifsstöð. „Einmitt! Af því að ferðalangar þurfa harðpressaða pappasamloku og grasa-safa á morgnana, en ekki gott kaffi,“ skrifaði Ragnhildur Sverrisdóttir en Joe and the Juice á að koma í staðinn. Búið er að stofna hópinn: „Við viljum KAFFI- TÁR áfram í Leifsstöð“. AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.