Morgunblaðið - 22.10.2014, Side 2

Morgunblaðið - 22.10.2014, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Nauðsynlegt er að Rögnunefndin svonefnda fái frið til þess að ljúka störfum áður en teknar eru óaftur- kræfar ákvarðanir í skipulagsmálum sem hafa áhrif á hæfi Reykjavíkur- flugvallar. Þetta var kjarninn í máli frummælenda á fundi sem Hjartað í Vatnsmýrinni stóð fyrir á Hótel Nat- ura, gamla Loftleiðahótelinu, í gær- kvöldi. Fundurinn var vel sóttur og þurftu margir að standa meðfram veggjum meðan á fundinum stóð. Lýsti Friðrik Pálsson fundarstjóri yfir mikilli ánægju með þann áhuga sem fólk hefði sýnt málefninu, en einnig var hægt að fylgjast með fundinum á net- inu. Gegn anda samkomulagsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var fyrstur á mæl- endaskrá. Minnti hann á það að hinn 25. október 2013, eða fyrir nærri því ári, hefði verið ritað undir samkomu- lag á milli ríkisins, Reykjavíkurborg- ar og Icelandair um framtíð innan- landsflugsins og flugvallarins. Skipuð var nefnd til að fjalla um flugvöllinn og Ragna Árnadóttir, aðstoðarfor- stjóri Landsvirkjunar, veitir henni forstöðu. Sagði Björgólfur að boðaðar breyt- ingar á deiliskipulaginu við Hlíðar- enda myndu hafa áhrif á flugvöllinn, bæði hvað varðaði nýtingu hans og flugöryggi. Skipti það Icelandair Group miklu máli að flugvöllurinn yrði áfram starfræktur, bæði hvað varðaði innanlandsflug og millilanda- flug, þar sem flugvöllurinn gegndi hlutverki varaflugvallar. Björgólfur sagði að yrði fram- kvæmdaleyfi Valsmanna gefið út myndi það óhjákvæmilega leiða til hindrunar á brottflugi og aðflugi inn á neyðarbrautina og gera hana ónot- hæfa. Flugvöllurinn yrði þá um leið með verri nýtingarstuðla og minna öryggi. „Verði þessi framvinda stað- fest finnst mér það brjóta gegn anda samkomulagsins sem gert var fyrir ári,“ sagði Björgólfur sem hvatti til þess að Rögnunefndin fengi að klára störf sín og lagði jafnframt til mála- miðlun að ef ekki yrði komist hjá framkvæmdum að haga þeim þannig að hægt yrði að halda neyðarbraut- inni opinni. Lokað í 22 daga á ári Aðrir frummælendur voru þeir Bergur Stefánsson, yfirlæknir og for- maður fagráðs um sjúkraflutninga, Leifur Magnússon verkfræðingur og Sigurður Ingi Jónsson, fyrrverandi formaður Flugmálafélags Íslands. Kom fram í máli Leifs að sam- kvæmt skýrslu sem unnin hefði verið árið 2001 myndi nýtingarhlutfall vall- arins falla úr um 98% niður í 93% við lokun neyðarbrautarinnar, eða sem svaraði 22,6 dögum á ári í stað um 6 nú, eða sem nemur um 16 dögum á ári til viðbótar sem völlurinn væri ónot- hæfur. Sigurður Ingi benti á í sínu máli að Reykjavíkurflugvöllur væri í stöðugri notkun sem varaflugvöllur. Varaflug- vellir væru eins og öryggisbelti sem væru í notkun, jafnvel þótt ökuferðin hefði ekki endað illa. Rögnunefndin fái frið  Fjölmennur fundur Hjartans í Vatnsmýrinni í gærkvöldi  Framkvæmdaleyfi Valsmanna gerir neyðarbrautina ónothæfa, sagði forstjóri Icelandair Group Morgunblaðið/Golli Flugvallarvinir Fullt var út úr dyrum á fundinum á Hótel Natura í gærkvöldi. Meðal fundargesta var Ragna Árnadóttir sem er hér fyrir miðju. Ekkert er að þokast í sam- komulagsátt í deilu Lækna- félags Íslands og ríkisins, að mati Þorbjörns Jóns- sonar, formanns Læknafélagsins. Samningafundur sem boðaður var hjá Ríkissáttasemjara í gær stóð að- eins í hálftíma. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Skurð- læknar hitta viðsemjendur í dag. Verkfallsaðgerðir lækna hefjast á mánudag, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Lítil hreyfing í kjara- viðræðum lækna Þorbjörn Jónsson Sala á kindakjöti á innanlands- markaði í sept- ember var tæp- um 270 tonnum minni en í sept- ember á síðasta ári. 1.060 tonn seldust á móti 1.328 tonnum í sama mánuði í fyrra og svarar sam- drátturinn til 20%. Sölutölurnar eru birtar á vef Landssambands sauðfjárbænda. Sala á kindakjöti hefur minnkað á árinu. Ef litið er til síðustu þriggja mánaða er salan 11,5% minni en á sama tíma fyrir ári og 9,2% minni ef miðað er við tólf mánaða tímabil. helgi@mbl.is 20% samdráttur í sölu kindakjöts Mjólkursamsalan telur að úrskurð- ur Samkeppnis- eftirlitsins um að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína bygg- ist á nýrri og for- dæmalausri túlk- un á búvöru- lögum. Það leggur MS til grundvallar kæru sinni til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála þar sem þess er krafist að niðurstaðan verði ógilt og sektargreiðsla felld niður. Auk þess telur MS að stór- felldir annmarkar séu á máls- meðferð og ættu þeir að leiða til niðurfellingar. Ella setji niðurstaða eftirlitsins samstarf um kostn- aðarlækkun í mjólkuriðnaði í upp- nám. Telja úrskurð byggj- ast á nýrri túlkun Bergur Stefánsson, yfirlæknir utanspítalaþjónustu og formað- ur fagráðs sjúkraflutningaráðs, fór yfir áhrif lokunar neyðar- brautarinnar á sjúkraflug. Sagði Bergur að um 500 ferðir væru farnar í sjúkraflugi á hverju ári, um tveir þriðju af þeim til Reykjavíkurflugvallar. Þar af væru á bilinu 120-170 flugferðir þar sem brýnt væri að koma fólki undir læknishendur sem fyrst. Væri neyðarbrautinni lok- að mætti gera ráð fyrir að 12 ferðir féllu niður á hverju ári í sjúkraflugi. Það þýddi ekki endi- lega að líf lægi við í hverju til- felli, en gæti þó þýtt að töfin ylli varanlegum skaða. 12 ferðir féllu niður ÁHRIF Á SJÚKRAFLUG Formaður Félags tónlistarskóla- kennara sagði á baráttufundi fé- lagsins í gærkvöldi að það hefðu verið vonbrigði að samningar hefðu ekki tekist í gær. Sigrún Grendal sagðist þó „trúa því að þetta verk- fall verði mjög stutt“. Samningafundi Félags tónlistar- skólakennara og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga lauk upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi, án samninga. Ekki var boðað til nýs samningafundar og því ljóst að boðað verkfall tónlistarskólakenn- ara hæfist á miðnætti. Tekur undir áhyggjurnar Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, sagðist ánægður með að heyra hvað formaður tón- listarskólakennara væri bjartsýnn en lýsti yfir vonbrigðum með það að samningar hefðu ekki náðst. Dagur sagði áhyggjurnar vera af stöðu kjaraviðræðna annars vegar og af stöðu tónlistarskólanna hins vegar. „Ég get ekki leynt því að ég tek undir áhyggjurnar,“ sagði hann. Þá sagði hann þá kröfu að tónlistarkennarar væru bornir saman við aðra kennarahópa sann- gjarna. Salurinn fagnaði við þessi orð. Kaldalónssalur Hörpu var þétt setinn tónlistarkennurum og stuðn- ingsmönnum þeirra og var áætlað að um 200 manns væru þar. Yf- irskrift fundarins var: Er tónlistin minna virði í dag? Fjallað var um gildi tónlistarmenntunar. Um 550 félagar eru í Félagi tón- listarskólakennara, frá um áttatíu tónlistarskólum um allt land. Hluti þeirra er í stjórnunarstöðum en al- mennir tónlistarkennarar og milli- stjórnendur taka þátt í verkfallinu, alls um 500 manns. if@mbl.is, helgi@mbl.is Vonast eftir því að verkfall verði stutt  Borgarstjóri tekur undir áhyggjur Ný Breiðafjarðarferja sem leysa mun Baldur af hólmi var tekin í slipp í Reykjavík í gær. Pétur Ágústsson, skipstjóri og fram- kvæmdastjóri Sæferða, segir að skipið verði málað og eitt og annað lagfært. Stærsta verkið í þessari slipptöku er þó líklega að setja vörukrana í skipið. Það er til að geta þjónað viðkomustaðnum Flat- ey. Skipið fer til siglinga á Breiða- firði um leið og viðgerð lýkur og vonast Pétur til að það verði um eða fljótlega upp úr mánaðamótum. Skipið er stærra en Baldur og meira pláss fyrir bíla. Það hefur vantað bæði sumar og vetur. Sér- staklega nefnir Pétur að búist sé við auknum vöruflutningum með nýja Baldri. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný Breiðafjarðarferja fær andlitslyftingu í slippnum Í slipp Unnið er að viðgerðum á nýju Breiðafjarðarferjunni. Norðanhvellurinn sem gekk yfir landið truflaði samgöngur víða um land í fyrrinótt og í gærmorgun. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum. Mikil hálka var á götum á höfuð- borgarsvæðinu. Ástandið var verst í Kópavogi þar sem ekki var byrjað að salta eða sanda fyrr en um klukkan átta. Strætó gekk ekki um hverfi bæjarins vegna ófærðar í gærmorgun og fólk var lengi að koma sér á milli staða. Tvær rútur fuku út af fjallvegum en ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitir voru víða kallaðar út til aðstoðar fólki sem lenti í vandræðum vegna óveðurs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hálka Vandræði urðu á Elliðavatnsvegi í Kópavogi í gærmorgun. Samgöngur úr skorðum í hálku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.