Morgunblaðið - 24.10.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.10.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál. Beðist er velvirðingar á þeimóþægindum semþetta kann að valda. Lokað ídag! Föstudaginn24. október er lokaðhjá ríkisskattstjóra Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Margur torkennilegur fuglinn hefur sést þessar vik- urnar á Íslandi, eins og jafnan gerist á þessum árs- tíma. Eru þar á ferðinni gestir frá útlöndum, aðallega Evrópu, sem borist hafa með kröppum lægðum yfir Atlantsála og norður hingað, á leiðinni úr varpheim- kynnum sínum og yfir á vetrarslóðir sunnar í álfunni. Einn sá algengasti er þessi á meðfylgjandi ljós- mynd, sem tekin var á Siglufirði. Þetta er hettusöngv- ari, karlfugl. Hann er á stærð við auðnutittling og var áður fyrr gjarnan nefndur munkur, af hettunni sinni. Samkvæmt gamla íslenska misseristalinu fer haustinu senn að ljúka. Fyrsti vetrardagur heilsar á laugardag, 25. október. Eru landsmenn hvattir til að aðstoða smáfuglana þegar jarðbönn eru, kasta einhverju æti- legu til þeirra, hrakningsfugla sem innlendra stað- fugla. Það eru komnir gestir Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Margur torkennilegur fuglinn hefur sést á landinu síðustu vikurnar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Bændur hafa fengið eindregna og sterka hvatningu til að bregðast við stækkandi markaði. Þeir gera það með þessum hætti,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda. Mjólkurframleiðslan hefur aukist mikið síðustu mánuði og misseri. Í september var innvegin mjólk 10,6 milljónir lítra á móti 8,8 millj- ónum í september í fyrra. Aukningin er tæpar 1,8 milljónir lítra sem svar- ar til 20,4%. Öll mjólkursamlög landsins hafa tekið á móti 130,7 milljónum lítra síð- ustu tólf mánuði, 6,55% meira en árið á undan. Mjólkurframleiðslan hefur ekki verið jafn mikil á tólf mánaða tímabili í áratugi. Mest áhersla er lögð á fituhluta mjólkurinnar enda er mesta sölu- aukningin í fituríkum afurðum. Baldur segir að um 13% aukning sé í framleiðslunni á fitugrunni og hald- ist hún stöðug. Ekkert lát er á aukningu í sölu. Umreiknað í fitu nemur aukningin um 6,5% á síðustu tólf mánuðum. Stærri bú auka við sig Miðað við þær upplýsingar sem Baldur hefur um sæðingu kúa eru líkur á að framleiðslan haldi áfram af talsverðum krafti næstu mánuði. Á nýafstöðnum haustfundum Lands- sambands kúabænda kom fram að stærri búin eru að auka meira við sig en þau minni. Baldur nefnir að um fjórðungur búanna standi undir um þremur fjórðu af aukningunni. Kemur að mörkum Á næsta ári verður enn aukið við greiðslumarkið og bændur verða að auka framleiðsluna til að halda í við það. Baldur tekur undir þau orð að bændur hafi ekki ótakmarkað svig- rúm til aukningar. Einhvern tímann komi að þeim mörkum að menn þurfi að fjárfesta. Nokkrir eru að byggja ný fjós. Hann segir þó að enn megi ná betri árangri og aukinni fram- leiðslu með breyttum vinnubrögðum á búunum. Met í mjólkurframleiðslu  Mjólkurinnlegg jókst um fimmtung í september miðað við sama mánuð í fyrra  Bændur bregðast við stækkandi markaði  Sala á fituríkum afurðum eykst Morgunblaðið/Eggert Í fjósi Kýrnar þurfa að mjólka meira til að landinn fái mjólk. Starfsfólk á Landspítala hefur æft viðbrögð við því ef ein- staklingur sýktur af ebóluveiru kæmi til landsins. Í fyrradag hófust námskeið þar sem starfsmenn fá þjálfun í að klæða sig í veiruhelda heilgalla og setja upp veiru- held gleraugu. Búið er að setja saman sérhæft 30 manna teymi vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa verið settar upp nokkrar sviðsmyndir ef upp kemur ebólusmit á spítalanum og í landinu. Meðal annars hefur verið sett saman sérstakt viðbragðsteymi sem myndi hafa það hlutverk að sinna sjúklingi sem bæri smitið. Það teymi kom saman í gær í fyrsta skipti. Sá viðbragðshópur þarf sérstaka þjálfun til að bregðast rétt við og með- höndla súklinginn á réttan hátt. Sóttvarnalæknir og Landspítali munu á næstunni standa fyrir kennslu heilbrigðisstarfsmanna, sjúkra- flutningamanna, lögreglu og annarra viðeigandi aðila um rétta notkun hlífðarbúnaðar. Á vef landlæknis kemur fram að áætlanir miði að því að reyna að flytja íslenska ríkisborgara sem veikjast erlendis til sérhæfðra sjúkra- húsa annars staðar á Norðurlöndum. Takist það ekki verða veikir einstaklingar fluttir á Landspítalann með sérútbúnum flugvélum. vidar@mbl.is Æfa viðbrögð við ebólu  Starfsfólk LSH lærir að klæða sig í veiruheldan galla Morgunblaðið/Hallur Már Ebóla Starfsmenn Landspítalans á æfingu í gær. Hæstiréttur hef- ur dæmt karl- mann á fimm- tugsaldri í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur börnum. Héraðs- dómur Vestur- lands dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi í maí sl. Hæstiréttur þyngdi dóminn. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða 3,5 milljónir kr. í skaða- bætur til hvors brotaþola fyrir sig. Maðurinn var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn 15 ára stúlku, þegar hún var 8 til 13 ára á árunum 2007 til 2012. Hann var einnig sak- felldur fyrir kynferðisbrot gegn 19 ára systur hennar sem var 12 til 14 ára þegar brotin voru framin. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að um ákvörðun refsingar hafi verið skírskotað til þess að maðurinn væri sakfelldur fyrir alvarleg margendur- tekin kynferðisbrot gegn tveimur börnum sem staðið hefðu yfir í lang- an tíma er hann dvaldi á heimili þeirra. Var hann talinn hafa nýtt sér aðstöðumun sinn og trúnaðartraust brotaþolanna og var ekki talinn eiga sér málsbætur. Var refsing hans því ákveðin fang- elsi í sex ár. Dæmdur fyrir kyn- ferðisbrot  Hæstiréttur þyngdi dóminn Hvorki Land- helgisgæslan né embætti ríkislög- reglustjóra hafa greitt fyrir af- hendingu MP5- vopna. Sá kvittur komst á kreik að greitt hefði verið fyrir vopnin en báðar stofnanir hafna því í frétta- tilkynningu. Í tilkynningu frá ríkis- lögreglustjóra kemur fram að norsk sendinefnd á vegum þarlendra varnarmálayfirvalda hafi komið til landsins í júní í boði utanríkisráðu- neytisins. Sendinefndin upplýsti að rætt hefði verið um að lögreglunni stæði mögulega til boða að fá til eignar MP5-hríðskotabyssur, lögreglunni að kostnaðarlausu. Um væri að ræða vopn sem verið væri að afleggja hjá norska hernum. Eftir fyrirspurn og beiðni um að fá málið til skoðunar í Noregi fékk lögregla þær upplýs- ingar frá Landhelgisgæslunni í jan- úar að vopnin væru væntanleg. Lög- reglan gæti fengið 150 stk. af MP5. Vopnin eru hjá Landhelgisgæsl- unni og hefur ríkislögreglustjóri hvorki tekið við þeim né samþykkt kaup á þeim. Embættið fékk afnot af 35 stk. við æfingar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hefur þeim verið skilað. „Aldrei stóð til af hálfu lögreglunnar að kaupa vopnin og mun embætti ríkislögreglustjóra ekki taka við vopnunum sem lögregl- unni stóðu til boða fyrir milligöngu Landhelgisgæslunnar, þurfi lög- reglan að bera af því kostnað,“ segir í tilkynningunni. Stendur ekki til að greiða Í tilkynningu Lanhelgisgæslunnar kemur fram að í gildi sé tvíhliða sam- starfssamningur milli Íslands og Noregs frá árinu 2007 um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Land- helgisgæslan er tengiliður við er- lendar stofnanir á þessum vettvangi. Á þessum grundvelli og samkvæmt beiðni ríkislögreglustjóra til Norð- manna hafði Landhelgisgæslan milli- göngu um að aðstoða ríkislög- reglustjóra í þessu máli. „Ekki hafa farið fram greiðslur vegna umrædds búnaðar né hefur verið eftir þeim leitað og hefur Land- helgisgæslan ekki haft ástæðu til að ætla að öðruvísi verði farið með þetta mál en önnur samstarfsmál á þessum vettvangi,“ segir í tilkynningu LHG. Ekki var greitt fyr- ir byssur  Hafa ekki sam- þykkt kaupin Byssur Ekki hefur verið greitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.