Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
VERTU
VAKANDI!
blattafram.is
54% þolenda kynferðislegs
ofbeldis verða fyrir misnotkun
oftar en einu sinni.
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Kápur og jakkar
Kringlunni 4c Sími 568 4900
Af því tilefni er
15% afsláttur af
öllum fatnaði hjá
okkur fimmtudag,
föstudag og
laugardag
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Ríta tískuverslun
Ríta Bæjarlind
15 ára
Nýtt kortatímabil
Allar tillögur laganefndar ASÍ um
breytingar á lögum sambandsins
voru samþykktar í gær á 41. þingi
ASÍ sem fram fer á Hilton hótelinu
í Reykjavík. Veigamestu breyting-
arnar voru þær að fjölga skyldi
varaforsetum sambandsins um einn
og áskilja eftirfylgni aðildarfélaga
við reglugerð miðstjórnar við gerð
ársreikninga félaganna.
Nýtt embætti varaforseta
Yfirgnæfandi meirihluti sam-
þykkti að kosinn yrði annar vara-
forseti sem gegnir störfum forseta
ASÍ í forföllum hans ef fyrsti vara-
forseti forfallast einnig. Annar
varaforseti öðlast sæti á svokölluð-
um formannafundum ASÍ sem eru
vettvangur stefnumótunar og sam-
ráðs aðildarfélaga á milli sam-
bandsþinga. Kosið verður um emb-
ætti annars varaforseta í dag.
Varamönnum í miðstjórn var að
sama skapi fjölgað úr ellefu í fimm-
tán og var sú tillaga samþykkt sam-
hljóða af þingfulltrúum.
Reglugerð kynnt árið 2015
Lagabreyting er snýr að árs-
reikningum aðildarfélaganna var
samþykkt í gær án nokkurra vand-
kvæða. Skulu aðildarfélög, við gerð
ársreikninga, fara eftir reglugerð
samþykktri af miðstjórn. Áður var
skylt að hafa hliðsjón af viðmið-
unarreglum sem settar voru árið
2003. Ennfremur var samþykkt
bráðabirgðaákvæði á þinginu sem
gerir ráð fyrir að téð reglugerð
verði kynnt á formannafundi ASÍ
árið 2015 og aðildarfélögum veittur
tveggja mánaða frestur til að koma
á framfæri ábendingum áður en
hún verður endanlega afgreidd í
miðstjórn. Þessi háttur er hafður á
þar sem reglurnar eru mikilvægar
og að sumu leyti skuldbindandi
fyrir aðildarfélögin eins og segir í
greinargerð með lagabreytingunni.
Þá segir einnig að ástæða breyt-
inganna sé breytt viðhorf og að-
stæður í kjölfar hrunsins.
laufey@mbl.is
Allar tillögur samþykktar
ASÍ-þing samþykkti að fjölga varaforsetum Reglugerð
miðstjórnar um ársreikninga Varamönnum í stjórn fjölgað
Morgunblaðið/Þórður
ASÍ Þingfulltrúar voru einhuga við
afgreiðslu lagabreytinga.
Samtök atvinnulífsins (SA) telja að
tekist hafi með samhentu átaki aðila
á vinnumarkaði, stjórnvalda, fyrir-
tækja og starfsfólks að stuðla að
stöðugu verðlagi og aukningu kaup-
máttar launa í hægum en öruggum
skrefum og verðlag sé nú stöðugra
en það hefur verið í heilan áratug.
Segja SA þennan stöðugleika vera í
bráðri hættu ef marka megi yfirlýs-
ingar verkalýðsleiðtoga um yfirvof-
andi verkföll á yfirstandandi sam-
bandsþingi ASÍ.
Árangur sem byggja má á
SA benda í tilkynningu sinni á
góðan árangur í slagnum við verð-
bólguna sem nú sé 1,8% á árs-
grundvelli. Stjórnendur séu bjart-
sýnir á mun lægri verðbólgu og
flestar hagspár geri ráð fyrir góðum
horfum í efnahagslífinu á komandi
árum. Þá hafi lægstu laun hækkað
umfram laun almennt í kjarasamn-
ingum undanfarin átta ár og hlutfall
þeirra af meðallaunum sé hærra en
fyrir efnahagshrunið 2008 og þar
með hafi jöfnuður aukist. Vekja þau
einnig athygli á því að kaupmáttur
lágmarkslauna sé nú 14% hærri en í
ársbyrjun 2008 þegar hann var í
sögulegu hámarki.
Aftur á bak um áratugi
SA telja að þau verkföll sem boð-
uð hafa verið á komandi vetri muni
valda miklu tjóni þar sem krafan um
launahækkanir sé langt umfram það
sem samrýmist stöðugu verðlagi.
Óhjákvæmilegt sé því að ástandið
færist aftur um áratugi þegar miklar
launahækkanir, óðaverðbólga og
stökkbreyttar skuldir voru regla en
ekki undantekning. Telja samtökin
að þá hafi þjóðin staðið í stað líkt og
hamstur á hjóli þrátt fyrir allt erfiðið
og standi hún nú frammi fyrir vali
um hvort svo verði á ný eða ekki.
laufey@mbl.is
Boðuð verkföll
munu valda tjóni
SA svara yfirlýsingum á þingi ASÍ
Morgunblaðið/Kristinn
SA Fulltrúar félagsmanna ASÍ boða
verkföll. SA telja það varhugavert.
Gæsluvarðhald yfir karlmanni sem
grunaður er um kynferðisbrot
gegn tveimur átta ára drengjum á
Akureyri hefur verið framlengt til
14. nóvember nk. Sterkur grunur
er uppi um að maðurinn hafi með
hótun fengið drengina inn í íbúð
sína þar sem hann hafi haft þá á
sínu valdi um stund.
Þetta kom fram í Akureyri viku-
blaði í gær.
Lengur í haldi vegna
kynferðisbrots