Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 REYKJAVÍK2014Á FERÐ UMÍSLAND VITINN Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Þetta er á góðu róli. Sumarbústaðir á boðstólum hafa tvöfaldast frá því við byrjuðum fyrir fjórum árum. Bók- anir hafa tvöfaldast. Það eru um 16 þúsund manns sem hafa skráð sig á tölvupóstlista okkar,“ segir Guð- mundur Lúther Hallgrímsson, starfs- maður Búngaló, leigumiðlunar fyrir sumarhús á Íslandi og í Kanada. Búngaló er ungt fyrirtæki, stofn- að 2010 um leið og vefsíðan, þar sem hægt er að leita að sumarhúsum, fór í loftið. Hugmyndin kviknaði árið áður þegar frumkvöðlarnir ætluðu að leigja sér bústað en komust að því að það var hægara sagt en gert að afla upplýsinga um orlofshús á boðstólum. Þeir voru ekki í neinu stéttarfélagi og Ljósmynd/Búngaló Fjölbreytt Sumarhúsin eru af öllum gerðum, stór og smá, og búin búnaði eftir þörfum og smekk. Einföld leið til að leigja sumarbústað  Á vefsíðu Búngaló eru á sjötta hundrað orlofshús Ljósmynd/Búngaló Útsýni Misjafnt er hvernig orlofshús fólk kýs. Sumir vilja vera nálægt sjó. starfsmenn eru á skrifstofu fyrirtæk- isins í Halifax. Sjónum verður síðar beint að öðrum markaðssvæðum, en reyndar eru tvö hús í Svíþjóð nú í gagnagrunninum. Sumarhúsin eru bæði stór og smá og misjafnlega búin og fer verð eftir stærð, staðsetningu og búnaði, svo net- tengingu og heitum potti. Mjög auðvelt er að leita á vefnum og bóka. Tekjumódel Búngaló byggist á því að fyrirtækið annast bókunina að fullu og tekjur 15% þóknun af leigugjaldi. Búngaló er eitt þeirra fyrirtækja sem notið hafa góðs af því sjóða- og stofnanakerfi sem byggt hefur verið Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Það hefur verið mikil umræða um kjúklingaeldi og nýyrðið verk- smiðjubúskap. Við höfum verið sak- aðir um að fara illa með dýr, sem er náttúrlega fjarstæða. Ef þú ferð illa með bústofninn skilar það sér í verri afköstum,“ segir Sveinn Vil- berg Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Matfugli í Móum á Kjalarnesi, sem útbúið hefur 150 fermetra úti- svæði fyrir kjúklinga sem geta þar valsað frjálsir um þar til þeir eru leiddir til slátrunar. Matfugl er með sex hús á Kjal- arnesi sem notuð eru til þess að ala upp kjúklinga. Fimm þeirra eru ekki útbúin útisvæði. Að auki er Matfugl með kjúklingabú víða um landið en í heild slátrar fyrirtækið 35-50 þúsund fuglum á viku. Óerfðabreytt fóður Sveinn segir að um sé að ræða tilraunaræktun og ef meiri eftir- spurn er eftir kjúklingi sem alinn er Kjúklingarnir eru frjálsir sem fuglar  Matfugl hefur útbúið útisvæði fyrir kjúklinga  Markaðurinn ræður Morgunblaðið/Árni Sæberg Vistvænir kjúklingar á Móum Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, stendur við útisvæði þar sem vistvænir kjúklingar valsa um og éta óerfðabreytt fóður. Eftirspurn neytenda á eftir að koma í ljós. VI TINN 2014 eftir að hafa ráfað um á netinu í marga klukkutíma voru þeir engu nær. Þeir hugsuðu með sér að til hlyti að vera auðveldari leið til að finna sér bústað og í stað þess að kvarta yfir þessu hófust þeir handa um að finna lausn á vanda- málinu. Úr varð Búngaló. Annar frumkvöðlanna, Haukur Guð- jónsson, er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Á vefsíðu Búngaló (www.bun- galo.is) er hægt að velja um 450 íslensk sumarhús og um eitt hundrað kanadísk. „Við leggj- um um þessar mundir áherslu á upp- byggingu markaðarins í Kanada,“ segir Guðmundur Lúther. Tveir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.