Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Björn Bjarna-son, fyrr-verandi
dómsmálaráðherra,
þekkir betur til ís-
lenskra öryggis-
mála, fyrr og síðar, en flestir
aðrir. Í tilefni af sérkennilegri
umræðu um eðlilega endurnýj-
un vopnabúnaðar löggæslu-
yfirvalda minnir hann á gamlan
síbiljuáróður um að kjarnorku-
vopn væru geymd á Keflavíkur-
flugvelli. Ekki var fótur fyrir
því, þótt fréttastofa Ríkis-
útvarpsins, sem löngum er söm
við sig, hefði þá reglubundið
grafið upp „erlenda sérfræð-
inga“ eins og góðkunningja
hlustenda, William Arkin. Þess-
um hræðsluáróðri var ætlað að
hræða Íslendinga frá vilja til að
tryggja öryggi sitt.
Björn Bjarnason bendir á að
vopnaburður við löggæslu hef-
ur lengi verið umdeildur. Björn
segir svo: „Nú er það hins veg-
ar gert tortryggilegt og jafnvel
líkt við aðför að almenningi að
lögregla endurnýi vopnabúnað
sinn án sérstakrar kynningar
og umræðna. Andstæðingar
þess tíunda allt sem þeim kem-
ur til hugar til að ala á tor-
tryggni og hræðslu.
Á það hefur verið bent í um-
ræðunum nú að það þjóni ekki
öðrum hagsmunum en að upp-
lýsa hugsanlega misindismenn
um hvernig og með
hvaða tækjum lög-
gæslan geti brugð-
ist við, ef gefnar
eru nákvæmar upp-
lýsingar um vopn
hennar. Ábyrgð þeirra sem
upplýsa slíkt án þess að hafa til
þess umboð er mikil.“ Snorri
Magnússon, formaður Lands-
sambands lögreglumanna,
fjallar málefnalega um vopna-
endurnýjunina og ítrekar að
lögreglumenn „hafi ekki verið
að kalla eftir því að lögreglan
beri skotvopn við dagleg störf
sín“. En Snorri bætir við: „Um-
ræðan sem skapast hefur að
undanförnu er engu að síður á
villigötum. Það er ekkert að
breytast hjá lögreglunni. Lög-
reglan hefur haft þessi tæki um
áraraðir, ef ekki áratugi, það er
bara verið að fá þarna að gjöf
tæki til endurnýjunar.“ En á
þingi sagði Helgi Hrafn Gunn-
arsson alþingismaður í tilefni af
endurnýjun á vélbyssum: „Ég
hef spilað nógu marga tölvu-
leiki um ævina til að þekkja
þetta vopn. Þetta er dráps-
tæki.“
Það mun ekki hafa verið af
þessu tilefni sem kerlingin
sagði: „Ég sé ekki skóginn fyrir
bjánum.“ En hitt er hafið yfir
allar deilur, að Helgi Hrafn
þingmaður hefur þegar spilað
nógu marga tölvuleiki.
Sum mál virðast
þekktum umræðu-
fíklum óviðráðanleg}
Sjálfsögð endurnýjun
búnaðar
Ekki er vitaðhvort Leung
Chun-ying, land-
stjóri Kínverja í
Hong Kong, hafi
beðið álitshnekki
meðal valdamanna í
verkamannapara-
dísinni og Alþýðu-
lýðveldinu Kína þegar hann
sagði í viðtölum við blaðamenn,
að aukið lýðræði í borginni
myndi þýða það að hinir fátæku
myndu fá meira vægi, en heyra
mátti á landstjóranum að sér
þætti slík þróun ekki góð. Hins
vegar urðu ummælin ekki til
þess að auka hróður hans meðal
mótmælendanna í Hong Kong,
sem flykktust heim til hans og
kröfðust enn og aftur að Leung
myndi segja af sér embætti, en
hann hefur tekið því fjarri.
Jákvæðu fréttirnar eru þær,
að enn bendir ekkert til þess að
kínversk yfirvöld muni senda
herinn til þess að kveða niður
mótmælin. Það getur þó breyst
á augabragði ef þolinmæðina
þrýtur. Þá eru einhvers konar
samningaviðræður hafnar á
milli mótmælenda og yfirvalda í
Hong Kong. Þær hafa hins veg-
ar ekki skilað neinum árangri,
enda yfirvöld
ákveðin í því að vilji
ráðamanna í Peking
nái fram að ganga.
Mótmælin í Hong
Kong munu því lík-
ast til ekki skila
neinum árangri sem
hönd á festir á
næstunni. Væntanlega munu
íbúar í Hong Kong þurfa að taka
því að frambjóðendur í æðstu
embætti þeirra verði, í það
minnsta enn um sinn, handvaldir
af kommúnistaflokknum í Pek-
ing. Og nú þegar eru farin að
sjást þess merki að þeim fari
fækkandi sem mæta á mótmæl-
in. Líklega eru flestir orðnir úr-
kula vonar um að þau muni skila
nokkru.
Hitt er svo annað mál, að
fjöldahreyfing og mótstaða af
því tagi sem nú hefur sést í
Hong Kong getur kveikt neista,
sem getur síðar orðið að báli, þó
að árangurinn sé takmarkaður í
fyrstu. Ef stúdentarnir í Hong
Kong vinna rétt úr stöðunni er
mögulegt að þannig fari að lok-
um að stjórnvöld í Peking sjái
sig knúin til að gera þær lýðræð-
islegu umbætur sem þörf er á í
Hong Kong og á meginlandinu.
Mótmælin í Hong
Kong skila sennilega
litlu til skamms
tíma en gætu haft
áhrif í framtíðinni}
Dropinn holar steininn
F
ull ástæða er til þess að fara var-
lega í samskiptum okkar við Kína
eins og meðal annars var komið
inn á í aðsendri grein í Morgun-
blaðinu fyrr í þessum mánuði. Ég
get fúslega tekið undir það. Rétt eins og í til-
felli fleiri ríkja og ríkjabandalaga. Ákveðin
tortryggni innan skynsamlegra marka á fylli-
lega rétt á sér í þeim efnum. Ég get hins vegar
illa tekið undir það sjónarmið sem kom einnig
fram í sömu grein að innganga í Evrópusam-
bandið fæli í sér einhverja vörn í þeim efnum.
Raunar er það svo að sögulega séð höfum við
Íslendingar ríkari ástæðu til að vera á verði
gagnvart valdhöfum í Brussel en Beijing.
Hvað sem segja má um Kína, sem er svo
sannarlega æði margt, þá hafa Kínverjar í það
minnsta ekki enn til að mynda reynt að koma
á herðar okkar gríðarlegum fjárhagsskuldbindingum án
þess að okkur bæri nokkur lagaskylda til þess. Eða hótað
okkur ólögmætum viðskiptaþvingunum ef við hættum
ekki að stunda tilteknar fiskveiðar í eigin efnahags-
lögsögu og verið komnir á fremsta hlunn með að grípa til
slíkra meðala. Svo dæmi séu tekin. Enn er ekki útilokað
að Evrópusambandið grípi til viðskiptaþvingana gagn-
vart okkur Íslendingum í þeim efnum enda heyrast kröf-
ur þess efnis enn innan sambandsins.
Kína er heldur ekki í gamaldags landfræðilegri út-
þenslustefnu eins og Evrópusambandið. Kína fylgir frek-
ar hliðstæðri stefnu og Bandaríkin sem byggist einkum á
því að tryggja sér pólitísk og efnahagsleg ítök
í heiminum. Kínverjar hafa einmitt ekki sízt í
því augnamiði keypt mikið af skuldum ríkja
innan sambandsins á síðustu árum og þá
einkum á evrusvæðinu. Forystumenn Evr-
ópusambandsins hafa raunar hvatt mjög til
þess og gerðu sér þannig til að mynda sér-
staka ferð til Beijing um árið til þess að
hvetja Kínverja til þess að halda því áfram og
fjárfesta innan sambandsins.
Brezka viðskiptablaðið Financial Times
fjallaði um það nýverið að efnahagskrísan
hefði opnað kínverskum fjárfestum dyr innan
Evrópusambandsins sem annars hefðu verið
lokaðar. Þangað væru þeir komnir til að vera
og fjárfestingar þeirra ættu aðeins eftir að
aukast. Meðal annars hafa kínverskir bankar
þannig stóraukið umsvif sín innan sambands-
ins. Hafi einhverjir haft áhyggjur af því að Kínverjar
seildust til áhrifa hér á landi í krafti fjármagns er þannig
ljóst að Evrópusambandið er þegar í þeirri stöðu. Ekki
er staða sambandsins síðan betri gagnvart Rússum ef út
í það er farið enda sambandið til að mynda verulega háð
rússnesku gasi sem og fjárfestingum.
Evrópusambandið er vissulega stórt og með mörg ríki
innanborðs eins og stundum er rætt um. En stærðin hef-
ur hins vegar takmarkað gildi þegar hún hvílir meðal
annars á pólitískum og efnahagslegum brauðfótum líkt
og sambandið gerir. Nokkuð sem á alveg sérstaklega við
um evrusvæðið. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Vörn gegn Kína?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Gagnamagnið sem fer umfarnet fjarskiptafyrir-tækjanna og snjalltæki áborð við síma og spjald-
tölvur tengjast hefur nánast þrefald-
ast á einu ári. Að meðaltali halar
hver áskrifandi niður um 12 gíga-
bætum (GB) af gögnum á ári. Þetta
er á meðal þess sem kemur fram í
tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskipta-
stofnunar (PFS) um fjarskipta-
markaðinn á Íslandi fyrir fyrstu sex
mánuði þessa árs.
Snjalltæki af ýmsum toga hafa
orðið æ útbreiddari hér á landi sem
annars staðar undanfarin misseri og
þá býður 4G-tæknin upp á hraðari
flutning á gögnum en áður. Því þarf
ekki að undra að gagnanotkunin hafi
aukist. Þróunin hefur hins vegar
verið afar hröð.
Á fyrri helmingi ársins 2012 var
gagnamagnið sem var flutt um far-
netið tæp 0,6 terabæt (TB). Á sama
tíma í fyrra var það um 0,9 TB en á
fyrstu sex mánuðum þessa árs var
notkunin rokin upp í 2,5 TB.
Aðeins fjórðungur gagnanna er
sóttur með snjallsímum. Hinir þrír
fjórðu hlutarnir eru sóttir af þeim
sem eru aðeins með gagnaáskriftir
hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Þar
geta verið spjaldtölvur og netpungar
að baki, svo dæmi séu nefnd.
Voru fyrst í 4G
Skýrslan staðfestir gríðarlegan
vöxt í farnetsgögnum að sögn Hrafn-
kels V. Gíslasonar, forstjóra PFS.
Vöxturinn hefur verið sérstaklega
hraður hjá Nova sem hefur aukið
hlutdeild sína í gagnamagni hjá þeim
sem aðeins eru með gagnaáskrift úr
41,9% í 81,2% á aðeins tveimur ár-
um. Alls fara nú um 75% af öllum
gögnum sem flutt eru um farsímanet
á Íslandi í gegnum kerfi Nova.
Nova er með mestu markaðs-
hlutdeildina í farsímaáskriftum, um
38% en þegar aðeins er litið til þeirra
sem eru bara með gagnaáskrift er
hlutdeildin 30% á móti 42% Símans.
Hrafnkell segir að það sé 4G-tæknin
sem útskýri hversu stór hlutdeild
Nova í gagnaflutningum sé í sam-
anburði við áskriftinar.
„Þau hafa stílað inn á 4G enda
voru þau fyrst af stað með sitt 4G-
net. Það er ljóst hvað 4G er að gera
fyrir farsímanetmarkaðinn hjá þeim.
Þau virðast svolítið hafa náð þessum
markaði í magni,“ segir Hrafnkell.
Eiga meiri aukningu inni
Eftir því sem tækninni fleygir
fram má búast við að gagnaflutning-
arnir eigi aðeins eftir að aukast. Ís-
lendingar hafa verið á eftir öðrum
Norðurlandabúum í gagnaflutn-
ingum um farnet, sérstaklega Svíum
og Finnum sem eru lengst komnir í
þeim málum.
Hrafnkell segir að tölur liggi
ekki fyrir um notkun á Norðurlönd-
unum fyrir fyrri helming þessa árs
en hann telur að hér eigi menn enn
töluverða aukningu inni til að ná ná-
grannalöndunum. „Ég hef ekki
ástæðu til að ætla að þeir séu að slá
af,“ segir hann.
Nova með 75% af
fargagnaflutningum
Morgunblaðið/Ómar
Gagn Snjallsímanotkun færist í aukana og notendur þeirra sækja sér
meira af gögnum. Ísland er þó nokkuð á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum.
Gagnamagn skipt eftir fyrirtækjum
Eingöngu gagnaáskrift
1. H. 2012 1. H. 2013 1. H. 2014
Íþ
ús
.M
B
Nova Síminn Vodafone Tal Aðrir
1.600.000
1.400.000
1.200.000
1.000.000
800.000
600.000
400.000
200.000
0
Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun
Á tali
» Íslendingar hafa talað í
rúmlega 402 milljónir mín-
útna, jafngildi um 765 ára, í
farsíma á fyrri helmingi þessa
árs.
» Það gerir um 976 mínútur
eða 16 klukkustundir á hverja
farsímaáskrift í landinu.
» Viðskiptavinir fjarskipta-
fyrirtækjanna Símans, Voda-
fone, Nova og Tals sendu alls
tæpar 104 milljónir sms-
skilaboða á fyrstu sex mán-
uðum ársins.