Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Fólki finnst þú áhugaverður af því
að þú hefur ævinlega ferska sýn á við-
fangsefnið. Reyndu að miðla málum á for-
dómalausan hátt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert í góðri aðstöðu til að taka
ákvarðanir og fá fólk til fylgis við þig.
Einnig er nú réttur tími til að fara í frí.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekkert sem heitir verð-
laus skipti. Eldmóður þinn er eins og eftir
þrefaldan espressó! En það gengur ekki
að nota sömu aðferðir í persónulegum
samskiptum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur afskaplega mikið á þinni
könnu í dag. Hlustaðu sérstaklega á jarð-
merkin: naut, meyju og steingeit. Notaðu
tækifærið og miðlaðu öðrum af þinni eigin
reynslu sem getur komið þeim vel.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það eru miklar breytingar í gangi og
þú verður að hafa þig allan við til þess að
fylgjast með og læra ný vinnubrögð. Nýr
vinur er á næstu grösum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert nú fullur af krafti og vilt
taka til hendinni. Vandinn er bara að velja
það besta. Fylgstu bara með.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að leggja þig fram um að ná
samkomulagi milli stríðandi afla. Samræð-
ur við maka eru ákafar og innilegar.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú færð óvænt tækifæri
varðandi ferðalög, útgáfu, menntun eða
lögfræði í dag. Mundu bara eftir þeim
sem lögðu hönd á plóginn með þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert svo öruggur með þig í
dag að þú virðist hrokafullur. Líklega
muntu eyða peningum í eitthvað fallegt
handa þér og ástvinum þínum á næst-
unni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú ert innan um fólk í dag sem
á einstaklega vel við þig. Sjáðu það fyrir
og forðastu yfirlýsingar sem gætu vakið
úlfúð. Að réttu lagi er þetta þér allt til
góðs.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það gefur lífinu lit að upplifa
eitthvað nýtt og spennandi. Allir hafa gott
af því að sjá að það er ekki allt sjálfgefið í
þessum heimi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Tíma með góðum vinum er alltaf
vel varið og þú átt að láta það eftir þér í
ríkari mæli. Láttu það ganga fyrir öðru til
að byrja með.
Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-aði á Leirinn á þriðjudags-
kvöld að komið hefði í ljós að lög-
regluhríðskotabyssurnar væru gjöf
frá Noregi, gömul vopn sem hætt
var að nota ytra.
Vélbyssan er þung og þykk
og þarf í neyð að duga
en þegar heyrist klikk, klikk, klikk,
klikk, klikk – sleppur fluga.
Og síðar um kvöldið sagði hann:
„Horfði áðan á Kastljós þar sem
yfirlögregluþjónn sat fyrir svörum.
Sá vildi sem minnst tala um nýju
vopnin sem „var aflað“ í Noregi. Á
hinn bóginn varð honum tíðrætt um
„skýrslu Ögmundar“ þar sem alls
kyns vopnabúnaður kom við sögu.
Er í skýrslu Ögmundar
eiturgas og drónar,
skriðdreki og Sködd-geimfar,
skammbyssur og prjónar.“
Daginn eftir vakti Davíð Hjálmar
athygli á því að rjúpnaveiðar væru
að hefjast og færu þá lögreglumenn
og aðrir garpar á veiðar.
Þeir fara á veiðar í eldgosa eim
þótt ískaldur snjórinn sé djúpur
en lögga er þrautseig og heldur loks
heim
með hríðskotnar óeirðarjúpur.
Ármann Þorgrímsson spyr á
Leirnum: „Gjöf?“
Fulla virðing fyrir okkar frændum ber ég
sannfærður þó alveg er ég
ekki gefa neitt, það sver ég.
Ódýrt kannski eitthvert rusl þeir okkur
selja
ef ég mætti um annað velja
ósatt myndi þetta telja.
En Kristján Stefánsson frá Gil-
haga hafði orð á því að sama góð-
viðrið héldist á Akureyri þrátt fyrir
spána:
Næðis góð var nóttin dimm
nú liggja blóm í valnum,
mælist í gráðum frostið fimm
fer því að harðna á dalnum.
Höskuldur Jónsson gerði þessa
athugasemd:
Fjúka ísköld fiðrildin
fyrir utan glugga.
Bylur lemur bílinn minn
byrjað er að mugga.
Eysteinn Gíslason frá Skáleyjum
orti um fegurðarsamkeppni:
Glæsileg mörg sýnist mey vor,
mjúkvaxinn kroppurinn ei slor,
barmurinn kæri,
lendar og læri
líkt og á Elísabet Taylor.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skýrsla Ögmundar, rjúpna-
veiðar, veðrið og fleira
Í klípu
„LYFIN HJÁLPA TIL. MÉR FINNST ÉG
VERA JARÐBUNDNARI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞESS VEGNA KOM ÞAÐ EKKI TIL BAKA“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda upp á afmæli
fyrsta stefnumótsins
ykkar.
ÉG RÆÐ ÖLLU HÉR ENGINN ANNAR BAUÐ
SIG FRAM
HVAÐ VILTU
FÁ ÞÉR,
HRÓLFUR?
Æ, ÉG VEIT
ÞAÐ EKKI...
AF HVERJU
KEMURÐU MÉR
EKKI Á ÓVART?
HANN VILL
EITTHVAÐ
ÓVÆNT...
SKENKTU HONUM
VATN MEÐ
SÍTRÓNUSNEIÐ ÚT Í!
Litla flugan eftir Sigfús Hall-dórsson er sígilt lag og eitt það
besta í annars góðu íslensku lagaúr-
vali, að mati Víkverja, og örugglega
það besta á árunum 1944-1953. Það
var enda tekið fyrir í Óskalögunum,
nýjum sjónvarpsþætti hjá ríkis-
útvarpinu, um liðna helgi, en með
allri virðingu fyrir söngkonunni
hefði Víkverji kosið að heyra Egil
Ólafsson syngja lagið, því fáir syngja
það betur en hann.
x x x
Litla flugan hefur tengst Víkverjanær alla tíð. Þegar hann var
yngri og óreyndari í námi erlendis
var lagið ein helsta tengingin við Ís-
land. Þá höfðu háskólanemendur
ekki efni á því að hringja á milli
landa og ekkert var netið en þeir
sem gátu sungið Litlu fluguna voru á
grænni grein.
x x x
Litla flugan var ekki aðeins uppá-haldslag Víkverja heldur líka
ónefnds prófessors í útlandinu. Þeir
gerðu sér stundum glaðan dag og á
tímabili héldu þeir upp á vikuna og
fögnuðu komu nýrrar með því að
fara út að borða á föstudags-
kvöldum.
x x x
Á þessum tíma voru ekki margirveitingastaðir í erlendu borginni
sem buðu upp á lambakjöt, sem Vík-
verji og prófessorinn tengdu við Ís-
land einhverra hluta vegna, en það
gerði veitingastaður á Holiday Inn-
hóteli í nágrenni við háskólann og
þangað lá leiðin einu sinni af aug-
ljósum ástæðum.
x x x
Þegar Víkverji og prófessorinngengu í salinn heilsuðu þeir pí-
anóleikara sem lék fyrir gesti. Hann
spurði hvaðan þeir væru og þegar
hann fékk svarið spurði hann hvern-
ig vinsælasta, íslenska lagið hljóm-
aði. Félagarnir byrjuðu samstundis
að raula Litlu fluguna og það var
sem við manninn mælt, hann spilaði
undir og náði laginu nánast um leið.
Þeir vöndu komur sínar á veitinga-
staðinn eins lengi og píanóleikarinn
spilaði fyrir gesti og það brást ekki
að þegar þeir mættu spilaði hann
Litlu fluguna. víkverji@mbl.is
Víkverji
Enginn er sem þú, Drottinn. Voldugur
ert þú og mikill er máttur nafns þíns.
(Jeremía 10:6)
Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is
Fást í verslunum um land allt
Heildsöludreifing
Allt til hreingerninga