Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Púst og vatnskassar ehf
Smiðjuvegi 4a (græn gata) Kópavogi.
Símar 567 0840 – 696 0738 – 699 3737
Eitt mesta úrval landsins af
vatnskössum í flestar gerðir
bifreiða og vinnuvéla.
Sérpantanir.
Pústviðgerðir
Bensíntankaviðgerðir
Vatnskassaviðgerðir
Þ
að er eins og það sé kominn
tíminn þegar þetta fer
loks að gerast,“ segir Jón
Trausti um ganginn í sölu
nýrra bíla, en eins og viku-
legt Bílablað Morgunblaðsins
greindi frá fyrir skömmu náði Askja
nýverið þeim áfanga að selja sinn
þúsundasta bíl á
árinu. „Enda er
það löngu tíma-
bært. Gengi
krónunnar er
nokkuð sterkt og
stöðugt, miðað
við það sem verið
hefur, og góður
horfur almennt í
efnahagsmálum.
Efnahags-
umhverfið er allt
að verða jákvæðara, trúi ég, og það
er það sem fólk vill hafa á tilfinning-
unni þegar það fær sér nýjan bíl.“
Margt spennandi
í kortunum
Að sögn Jóns Trausta hefur þetta ár
gengið mjög vel, að því marki að árið
2014 er sterkasta ár Öskju frá upp-
hafi. „Það sem af er ári höfum við
selt um 700 Kia-bíla og 300 af
Mercedes-Benz og þá erum við að
tala um fólks- og atvinnubíla,“ segir
Jón Trausti. Við höfum einnig verið
að auka við okkar markaðshlutdeild
sem er komin í 11,5%.“
Þegar talið berst að áhugaverðum
nýjungum hjá Öskju segir Jón
Trausti ýmislegt áhugavert vera á
leiðinni. „Ef við byrjum Kia megin
þá var nýr Sorento-jeppi kynntur á
alþjóðlegu bílasýningunni í París,
sem er gríðarlega spennandi bíll. So-
rento hefur verið með okkar mest
seldu bílum og notið mikilla vin-
sælda á Íslandi síðastliðin ár. Hann
kemur á markaðinn snemma á ný-
árinu og er bíll sem við bindum mikl-
ar vonir við.“ Jón Trausti útskýrir að
hinn nýi Sorento verði lengri en for-
verinn og með meira innanrými,
eyðslan minnki enn frekar en samt
sé sama vegfríhæð undir honum.
„Þá verður hann fáanlegur bæði 5 og
7 manna, og sú útfærsla sem við
munum leggja helsta áherslu á verð-
ur dísilbíllinn. Hann verður sjálf-
skiptur, rétt um 200 hestöfl og gríð-
arlega vel vandað til verka
innanstokks þar sem efnisval og frá-
gangur verður fyrsta flokks. Þetta
er gríðarlega flottur bíll sem beðið
er eftir.“
Rafmögnuð eftirvænting
Hin nýjungin frá Kia er ekki síður
áhugaverð en þar á ferðinni 100%
prósent rafmagnsbíll að nafni Soul.
„Þennan bíl munum við kynna hér
á landi eftir 6 vikur eða svo. Hér er á
ferðinni 2. kynslóð af Soul, hámarks-
drægi hans er 212 kílómetrar þegar
miðað er við kjöraðstæður. Hér á Ís-
landi er kannski rétt að nefna tölur á
bilinu 140 til 160 kílómetrar, ekki
síst þegar íslensku vetur er annars
vegar,“ bætir Jón Trausti við. Bíll-
inn er um margt sérstakur í útliti og
er það í takt við marga rafbíla; all-
tént virðist það ekki spilla fyrir eft-
irvæntingunni eins og Jón Trausti
bendir á.
„Í Noregi var Kia Soul kynntur í
ágúst og upphaflega stóð til að panta
þangað 900 bíla. Fljótlega kom í ljós
að þá tölu þurfti að endurskoða og
var hún aukin í 2.000 bíla. Nýjustu
tölur gera svo ráð fyrir að seldir
verði 4.000 bílar af þessari gerð í
Noregi á árinu 2015.“ Jón Trausti
bendir í framhaldinu á að umhverfið
til reksturs á rafbílum sé á margan
hátt keimlíkt hér og í Noregi. „Við
erum með sama kostnað af rafmagn-
inu, hér á landi eru heldur ekki
greidd vörugjöld af rafmagnsbílum
og enn um sinn er ekki greiddur
virðisaukaskattur af þeim heldur.
Við munum því geta boðið þennan
flotta bíl á samkeppnishæfu verði.“
Jeppar og atvinnubílar frá Benz
Það má með sanni segja að það hafi
verið hrein flugeldasýning und-
anfarin ár í kynningu nýrra bíla hjá
Mercedes-Benz þar sem hvert mód-
elið á fætur öðru hefur verið kynnt
til sögunnar. Jón Trausti segir að
þessi mikli fjöldi spennandi út-
færslna af þessum vönduðu þýsku
bílum sé augljós ástæða þess hve vel
bílarnir hafa selst hér á landi sem
erlendis. „Núna í vetur kemur til að
mynda nýr Benz B-Class sem verð-
ur nú í fyrsta sinn fáanlegur sem
sjálfskiptur fjórhjóladrifinn með dís-
ilvél. Það er nokkuð sem ég tel að
muni henta mjög vel hér á Íslandi
enda er hann í senn sparneytinn og
rúmgóður. Auk þess hefur þetta
módel verið vinsælt hjá okkur hing-
að til.“
Á næsta ári hefst svo nýtt jeppaár
hjá Mercedes-Benz, að sögn Jóns
Trausta, og er þá von á mörgum nýj-
um jeppum og jepplingum. „Til
dæmis kemur nýr GLC-jeppi um
mitt næsta ár, sem er arftaki GLK.
Þá styttist í spennandi nýjungar í
stóru jeppunum en það er best að
bíða með þær fréttir uns nær dreg-
ur,“ segir Jón Trausti, kankvís á
svip, enda veit hann sem er að ávallt
ríkir eftirvænting eftir stóru jepp-
unum frá Benz. En meira fæst hann
ekki til að láta uppi að svo stöddu.
En öðru máli gegnir um atvinnu-
bílana og Jón Trausti er allur af vilja
gerður til að upplýsa blaðamann um
þá hlið mála. „Það er að koma alger-
lega ný lína af Mercedes-Benz og
nefnast bílarnir Vito, Vito Tourer
sem er hópferðabíll og svo V-Class
sem er farþegabíll fyrir 6-8 farþega.
Þessir bílar hafa lækkað talsvert
hvað koltvísýringsgildið varðar og
fyrir bragðið er verðið á þeim hag-
stætt. Þannig að veturinn fram-
undan er fullur af nýjungum og því
mjög spennandi, bæði í fólks- og at-
vinnubílum.“ jonagnar@mbl.is
Yfir 1.000 bílar
seldir það
sem af er ári
Salan hefur heldur betur gengið vel hjá
Öskju það sem af er ári og 2014 er stærsta
árið hjá fyrirtækinu frá stofnun, segir Jón
Trausti Ólafsson framkvæmdastjóri.
Draumabíll Mercedes-AMG C 63 S er þýsk hönnun, afl og hugvit í sinni reffilegustu mynd. Bíllinn er
meðal nýjunga sem kynntar verða frá Mercedes-Benz þennan veturinn.
Vinsæll Nýr Kia Sorento-jeppi kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í París, sem er gríðarlega spennandi bíll. Sorento hefur
verið með okkar mest seldu bílum og notið mikilla vinsælda á Íslandi síðastliðin ár,“ segir. Jón Trausti
Frumsýning Volker Mornhinweg, yfirmaður sendibíladeildar Mercedes-Benz og Dr. Dieter Zetsche,
stjórnarformaður Daimler AG, kynna nýjan Mercedes-Benz V-Class.
Rafbíll Kia Soul hefur slegið í gegn í Noregi og er væntanlegur til Íslands í haust.
Jón Trausti
Ólafsson.