Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
J
ú, það má segja að þessi
flutningur sé óbeint tengd-
ur brunanum í Skeifunni í
sumar. Flutningur stóð
reyndar til en óvissa um
framtíð húsnæðisins í Skeifunni
flýtti fyrir honum. Nýja verslunin á
Bíldshöfðanum verður akkeri rekst-
ursins,“ segir Stefán Bjarnason
fjármálastjóri varahlutaverslunar-
innar Stillingar við Morgunblaðið.
Fyrirtækið opnaði nýverið nýja
verslun að Bíldshöfða 10 og var
Stefán spurður hvað fengist með
flutningi þangað. „Mun stærri
verslun og glæsilegri og vöruúrvalið
verður þar af leiðandi meira. Þetta
er um helmingi stærra húsnæði en
við vorum í áður á Tangarhöfða.
Það má segja að við gefum í með
tilkomu þessarar verslunar. Hún
tekur við af versluninni í Skeifunni
sem framtíðarakkeri þjónustu-
starfsemi okkar og verður þunga-
miðja verslunarreksturs okkar. Þá
má segja, að eðli bæjarins hafi verið
að breytast og miðpunktur versl-
unar að flytjast austar í hann,“ seg-
ir Stefán, en auk nýju verslunar-
innar rekur Stilling verslanir í
Kópavogi, Hafnarfirði, Selfossi og
Akureyri.
„Það ríkir algjör óvissa um fram-
tíð hússins í Skeifunni. Við vitum
ekki hvort það verður rifið og end-
urbyggt eða hvað verður þar yf-
irleitt í framtíðinni. Það eru jafnvel
uppi hugmyndir um að reisa þarna
íbúðarhúsnæði en ekkert mun vera
ákveðið. Í allri óvissunni gátum við
ekki beðið. Það stóð hvort eð er til
að flytja upp á Bíldshöfðann og við
flýttum þeim flutningum vegna
óvissunnar í Skeifunni,“ segir Stef-
án Bjarnason.
Bruninn í Skeifunni í sumar var
ekki sá fyrsti sem bitnar á Stillingu.
Húsnæðið brann líka árið 1975 ofan
af fyrirtækinu en var endurbyggt.
„Þetta er búið að vera þungt ár
fyrir okkur, þessi bruni, sem
óskemmtilegt var að upplifa í annað
sinn á sama stað og síðan þurftum
við að flýta flutningunum. Við hefð-
um aldrei getað klárað það án þessa
stórkostlega starfsfólks sem vinnur
hérna með okkur. Það stóð sig með
ólíkindum vel og lyfti algjöru Grett-
istaki við þessar aðstæður. Við er-
um einstaklega þakklátir fyrir það,“
segir Stefán.
Stilling er rótgróið fjölskyldufyr-
irtæki og hefur frá upphafi verið í
eigu sömu fjölskyldu.
Fyrirtækið stofnaði Bjarni Júl-
íusson árið 1960 eða fyrir 54 árum
sem sérhæft hemlaverkstæði. Það
eru synir Bjarna, þeir Stefán og
Júlíus, sem reka fyrirtækið í dag en
það er í meirihlutaeigu móður
þeirra á níræðisaldri.
„Við sjáum það bara sem stór-
kostlegt tækifæri fyrir fyrirtækið
að vera komið á þennan stað á
Bíldshöfðanum. Þetta er einn besti
staður í bænum að vera á, með nán-
ast ótakmörkuðum fjölda bílastæða.
Það skiptir miklu máli fyrir við-
skiptavininn,“ segir Stefán Bjarna-
son að lokum. agas@mbl.is
Þjónusta „Við sjáum það bara sem stórkostlegt tækifæri fyrir fyrirtækið að vera komið á þennan stað á Bíldshöfðanum. Þetta er einn besti staður í bænum að vera á, með nánast ótakmörkuðum fjölda bílastæða.
Stilling varpar
akkeri á
Bíldshöfða
Morgunblaðið/Ómar
Flutningaár Við hefðum aldrei getað klárað það án þessa stórkostlega starfsfólks sem vinnur hérna með okkur. Það stóð sig
með ólíkindum vel og lyfti algjöru Grettistaki við þessar aðstæður. Við erum einstaklega þakklátir fyrir það,“ segir Stefán.
Stórhugur Hér er mun stærri verslun og glæsilegri og vöruúrvalið verður þar af leiðandi meira. Þetta er um helmingi stærra
húsnæði en við vorum í áður á Tangarhöfða. Það má segja að við gefum í með tilkomu þessarar verslunar,“ segir Stefán.
Nýja verslunin á Bíldshöfðanum verður akkeri
rekstursins, segir Stefán Bjarnason fjármálastjóri
varahlutaverslunarinnar Stillingar.
HEIMSKLASSA HLJÓMFLUTNINGUR
LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t
BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI
4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar:
CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ,
Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum
USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.
Verð: 28.900 23.100* *Eftir niðurfellingu Ormsson á vörugjaldi
Veldu vandað – það borgar sig alltaf.
Úrval af
gæðahátölurum
frá Pioneer
4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni
· Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan
Verð: 19.900 15.900*
BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP
- fyrir heimilin í landinu Best í bílinn ...