Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 25

Morgunblaðið - 10.10.2014, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ | 25 Þróttur – Til allra verka  Mold og sandur  Grjót og grjóthleðsla  Fellum tré  Fjarlægjum garðaúrgang             !   þurfa að plaffa aðra niður ellegar vera sjálfir plaffaðir niður. Gengur spilunin út á að gera þennan hermannaleik sem raun- verulegastan og fylgir því að geta bæði flogið og ekið um á hinum ýmsu hertólum. Í Battlefield 4 er að finna allstórt úrval farartækja fyrir bæði loft, láð og lög. Þó ekki sé ekið eftir kapp- akstursbrautum og markmiðið ekki að vera fyrstur í mark þá þarf að aka greitt og af varkárni því óvinurinn gæti annars komið góðu skoti á skriðdrekann eða jeppann. Eftir því sem leikmenn safna reynslu geta þeir svo átt ögn við far- artækin, s.s. valið sér hvers konar fallbyssur, vélbyssur og rakettur þeir vilja nota og hvernig farartækið er málað. TrackMania Ekki allir kappakstursleikir snúast um það eitt að ýta á bensíngjöfina. Sumir leikir, eins og TrackMania, snúast líka um það að fá útrás fyrir sköpunargáfurnar. TrackMania 2 kom út árið 2011 og viðbætur árin 2012 og 2013. Í sjálfu sér er leikurinn frekar einfaldur borið saman við háþróuðustu bíla- leiki, með ögn lakari grafík, en það er möguleikinn á að skapa algjörar fantasíu-kappakstursbrautir sem gefur leiknum sjarmann. Á YouTube má finna upptökur af kappakstri í gegnum heimasmíðaðar brautir sem eru eins og abstrakt listaverk, endalausar glufur og göng, beygjur og sveigjur. Skemmtilegast er að horfa á brautir sem hafa verið hannaðar þannig að aðeins þarf að halda inni „áfram“-takkanum. Bíllinn tekur af stað og þeysist eftir flóknu völund- arhúsi og virðist vera alveg við það að klessa á þegar hann rétt smýgur á milli hindrana eða lendir naumlega á réttum stað. Need for Speed Most Wanted Hefur þig langað til að setjast á bak við stýrið á Lamborghini Aventa- dor? Viltu athuga hvor kemst hrað- ar, Pagani Huayra eða Koenigsegg? Need for Speed-leikirnir skera sig frá leikjunum sem taldir hafa verið upp hér að ofan að því leyti að þar eru allir bílarnir „alvöru“. Er hægt að aka allt frá Audi A1 og Ford Focus yfir í Porsche 911, Dodge Charger og Bugatti Veyron. Má hafa ýmsan hátt á kappakstr- inum og oft hægt að brjóta regl- urnar á skemmtilega vegu. Mest er fjörið þegar spilarar reyna að beita hvor annan bolabrögðum, klessa og dælda, eða stytta sér leið með því að fljúga í gegnum auglýsingaskilti og önnur mannvirki. ai@mbl.is Skemmtilegast er að horfa á brautir sem hafa verið hannaðar þannig að aðeins þarf að halda inni „áfram“- takkanum. Bíllinn tekur af stað og þeysist eftir flóknu völundarhúsi og virðist vera alveg við það að klessa á Félagar Grand Theft Auto leikirnir höfða sterklega til fólks með bílaáhuga. Glæponar að leggja af stað. Fjör Mario Kart 8 er líflegur leikur á gleðilegu nótunum. Hvellir Í Battlefield 4 er m.a. hægt að þeysa um á motorhjóli og valda mikl- um óskunda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.