Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 30

Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða. með allt fyrir bílinn Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is Opið mánudaga til fimmtudaga 8-17 föstudögum 8-15 Er ekki kominn tími til að yfirfara bílinn fyrir veturinn?564 5520 bilajoa.is Ó lafur Kolbeins sölustjóri hjá Suzuki segir hafa verið töluverða aukningu í sölu það sem af er árinu. „Allt síðasta ár seldum við 487 bíla en erum í dag komin yfir 570 bíla markið meðan enn eru tæpir þrír mánuðir eftir af árinu. Haldi salan áfram á þessari braut seljum við yfir 600 bíla fyrir árslok.“ Ólafur skrifar vöxtinn bæði á batnandi efnahagsástand og eins að Suzuki hefur verið að kynna til sög- unnar vel heppnuð módel sem falla í kramið hjá íslenskum neytendum. „Síðasta haust kynntum við S- Cross, nýjan jeppling, og hefur hann gengið mjög vel hjá okkur. Er þar á ferð vel útbúinn bíll og spar- neytinn.“ Bílað sem nostrað hefur verið við Bílaleigurnar hafa verið duglegar að kaupa Suzuki-bíla á und- anförnum árum og fyrir vikið er hægt að finna fjölda notaðra Su- zuki-bíla til sölu. Ólafur segir oft hægt að gera mjög hagstæð kaup í þessum bílum. „Þó svo að bíla- leigubílum sé mikið ekið á meðan þeir eru í útleigu þá er líka mjög vel um þá hugsað. Bílaleigurnar sinna öllu viðhaldi af vandvirkni og þegar bílarnir koma til okkar fara þeir í stranga skoðun þar sem allt er lag- að sem laga þarf. Eru sumir bílarnir teknir alveg í gegn og fá t.d. nýja umferð af lakki,“ útskýrir hann. „Suzuki-bílum fylgir þriggja ára verksmiðjuábyrgð svo ef keyptur er eins eða tveggja ára gamalla bíla- leigubíll er enn töluverður tími eftir af ábyrgðinni.“ Suzuki Swift er enn sá bíll í versl- uninni sem almenningur kaupir helst. Segir Ólafur verðið mjög við- ráðanlegt, um 2,5 milljónir fyrir glænýjan bílinn. „Bíllinn var endur- hannaður árið 2011 og aftur breytt ögn árið 2013. Útkoman úr breyt- ingunum var mjög góð og þetta er bæði hentugur og hagkvæmur bíll til hversdagsnota.“ Ekki hrædd við íburð Þeir sem fara í dýrari og stærri módelin láta oft eftir sér að velja íburðarmeiri útgáfurnar en margir bílar Suzuki eru fáanlegir í svokall- aðri GLX-útgáfu þar sem meðal an- ars fylgir leðurinrétting og sóllúga. „Þessi hópur neytenda er tilbúinn að borga aðeins meira og fá þá meiri útbúnað með bílnum. Þessi aukna fjárfesting heldur verði sínu ágætlega og lætur bílinn skera sig betur úr fjöldanum þegar kemur að endursölu.“ Af nýjum bílum sem eru á leiðinni nefnir Óafur Suzuki Celerio, rúm- góðan smábíl með nokkuð sterka vél en mjög lágar útblásturstölur. „Su- zuki Swift Sport er líka væntanegur í kröftugri fimm dyra útfærslu en mestar vonir bindum við við nýjan Suzuki Vitara sem kynntur var á bílasýningunni í París.“ Tekur nýi Vitara við af Grand Vitara. „Hönnunin er nútímaleg og flott og mikið lagt í þennan bíl. Grand Vitara dettur út af markaði 2015 en þessi kemur í staðinn, ögn minni en sportlegur í útliti og knár. Verður bílinn fáanlegur í hefð- bundnum einlit eða í nýstárlegri tví- lit sem gefur bílnum sérstakan svip.“ Í nýju Vitara-bílunum verður svo- kallað ALLGRIP-drif. „Bíllinn er þá með framhjóladrif í grunninn en hægt að velja snjóstillingu, sport- stillingu eða læsa drifunum og út- koman öflugur og fjölhæfur fjór- hjóladrifinn bíll. Gott afþreyingarkerfi fylgir sem stað- albúnaður, Bluetooth tenging og CarPlay-stýrikerfið frá Apple sem m.a. heldur utan um leiðsögukerfið og tenginguna við Apple-snjalltækin í bílnum.“ ai@mbl.is Geta gert góð kaup í notuðum bílaleigubíl Bílaleigurnar hafa verið duglegar að kaupa Su- zuki og mikið framboð er af notuðum en nýleg- um og vandlega yf- irförnum bílaleigubílum til sölu. Sportlegur og tæknivæddur Vitara á eftir að vekja lukku. Hönnunin er nútímaleg og flott og mikið lagt í þennan bíl. Grand Vit- ara dettur út af mark- aði 2015 en þessi kem- ur í staðinn, ögn minni en sportlegur í útliti og knár. Verður bílinn fá- anlegur í hefðbundnum einlit eða í nýstárlegri tvílit sem gefur bílnum sérstakan svip. Morgunblaðið/Eggert Vöxtur „Síðasta haust kynntum við S-Cross, nýjan jeppling, og hefur hann gengið mjög vel hjá okkur. Er þar á ferð vel útbúinn bíll og sparneytinn.“ segir Ólafur. Suzuki er ekki bara þekkt fyrir bíla. Suzuki mótorhjólin eiga sér marga dygga aðdáendur og í ófáum bíl- skúrum og svefnherbergjum ungra manna má finna veggspjald af víga- legri Hayabúsu eða kraftalega byggðum Intruder. Segir Ólafur enn vera litla hreyf- ingu á mótorhjólamarkaði og langt í að sölutölurnar nái sömu hæðum og sáust þegar góðærið var og hét. „Hins vegar hafa rafmagnsvesp- urnar notið töluverðra vinsælda, einkum hjá yngstu kynslóðunum og svo hjá eldri viðskiptavinum. Eru þessar vespur ódýr og einfaldur samgöngumáti og koma sér vel þeg- ar skjótast þarf stutta vegalengd.“ Mótorhjólasalan mun vafalítið taka við sér á endanum en Ólafur segir að fyrst þurfi bílamarkaðurinn að braggast meira. „Reynslan kennir okkur að mótorhjólasalan tekur kipp ári seinna en bílasalan.“ Rafmagnsvespurnar rjúka út Morgunblaðið/Eggert Hraði Mótorhjól seljast betur þegar sumrin eru þurr og björt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.