Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 32
32 | MORGUNBLAÐIÐ
Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta
Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is
Opið: 8
:00 - 18
:00
mánud
.– fimm
tud.,
8:00 - 1
7:00 fö
stud,
bílalakk
frá þýska fyrirtækinu
Ekki bara fyrir
fagmenn líka
fyrir þig
Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla.
HÁGÆÐA
F
riðbert Friðbertsson segir
söluna í dag vera mesta í
smærri bílum og jepp-
lingum. „Vaxandi hlutur
minnstu bílanna í bílaflota lands-
manna er í takt við þá þróun sem
við höfum séð annars staðar á
Norðurlöndum. Í Danmörku eru
þannig 60% bílaflotans smærri
bílar. Rannsóknir á íslenska mark-
aðinum sýna að líklegt er að bíla-
salan muni halda áfram á þessari
braut.“
Friðbert er forstjóri Heklu.
Hann segir von á mörgum spenn-
andi nýjum bílum á næstunni.
„Nýr VW Passat var kynntur á
bílasýningunni í París á dögunum,
mjög flottur bíll og vel búinn sem
hefur fengið góða dóma hjá bíla-
blaðamönnum. Einnig er vænt-
anlegur nýr Skoda Fabia-smábíll
sem ætti að henta mjög vel ís-
lenskum markaði.“
Rafmagnið vekur lukku
Neytendur hér á landi velja í æ
meira mæli bíla sem ganga fyrir
orkugjöfum öðrum en bensíni og
dísil. Segir Friðbert nýjan raf-
magns-Golf, e-Golf, koma á mark-
aðinn í lok árs en þegar hafa bílar
á borð við rafmagns-e-up! og Audi
A3 e-tron-tvinnbílinn fengið góðar
viðtökur.
„Mitsubishi Outlander-jeppinn
selst vel í tvinnútgáfu. Bíllinn er
tvíorkubíll, knúinn með rafmagni
og bensíni. Hægt er að aka allt að
50 km á rafmagni og 600-700 km
til viðbótar á fullum bensíntanki.
Þar sem dæmigerður daglegur
akstur einkabíls á höfuðborg-
arsvæðinu er innan við 40 km er
þetta bíll sem margir aka á raf-
magnshleðslunni eingöngu. Samt
hafa þeir alltaf möguleikann á að
leggja af stað út fyrir bæj-
armörkin.“
Lítið virðist hafa farið fyrir um-
ræðunni um metanbíla það sem af
er árinu en Friðbert segir það ekki
þýða að þessir bílar eigi ekki er-
indi á Íslandi. „Um tíma féllu met-
anbílar í skuggann af umræðu um
rafmagnsbíla og neikvæð umræða
hefur verið um bíla sem breytt var
á Íslandi til að þeir gætu gengið
fyrir metani. Hekla selur einungis
metanbíla sem koma tilbúnir frá
framleiðendum og hafa þeir reynst
vel.“
Bendir Friðbert á að metan-
afgreiðslustöðvum fjölgi hratt og
eftirspurnin eftir þessu eldsneyti
hafi verið meiri en gert var ráð
fyrir. „Hægt er að fylla á metant-
ankinn á nokkrum stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu og nýlega var opn-
uð metanstöð á Akureyri. Þeir sem
velja metanbíla sjá bæði um helm-
ings-sparnað í eldsneytiskostnaði
borið saman við bensín- og dís-
ilbíla, og um leið gera þeir um-
hverfinu gott því metan-vélarnar
skila frá sér hreinni útblæstri.“
Lúxus í litlum pakka
Að sögn Friðberts leitar þorri við-
skiptavina í framleiðendur með
hagstætt verð, s.s. Skoda og
Volkswagen. Þar með er ekki sagt
að bílar í lúxusflokki, eins og Audi,
safni ryki í sýningarsölunum.
Hjálpar þar til að Audi og aðrir
framleiðendur í sama gæðaflokki
hafa stækkað mjög hjá sér fram-
boðið á bílum og hægt er að finna
minni lúxusubíla sem eru á hag-
stæðu verði.
„Það er hægt að kaupa Audi A3
á minna en fimm milljónir og er
þar kominn bíll í hæsta gæðaflokki
sem bæði hefur sparneytna og
kröftuga vél og er hlaðinn tækni-
búnaði.“
Talandi um lúxusbíla þá nefnir
Friðbert nýjan Audi TT sem frum-
sýndur var í Genf fyrr á árinu og
fer í sölu árið 2015. „Ein merkileg-
asta nýjungin í þeim bíl er mæla-
borðið en þar hefur hefðbundnum
skífum og vísum verið skipt út fyr-
ir tölvuskjá sem sýnir bæði hraða
og snúning samhliða því að hýsa
leiðsögukerfið.“
ai@mbl.is
Sala á nýjum og notuðum bílum
er farin að glæðast. Friðbert segir
að vegna samdráttar sem varð á
innflutningi nýrra bíla sé greini-
legur skortur á ökutækjum af ár-
gerðum 2009-2011 og bílar á
þessum aldri sem koma á mark-
aðinn seljist vel. „Eins og und-
anfarin ár eru það eyðslufrekir
bensínbílar sem erfiðast er að
selja.“
Nýlegir
notaðir bílar
seljast vel
Rafmagn og metan sækja enn á
Mitsubishi Outlander
tvinn-jeppinn getur farið
50 km á rafmagni áður
en bensínvélin tekur við.
Dæmigerður daglegur
innanbæjarakstur er
innan við 40 km svo að
margir aka jeppanum
eingöngu á rafmagninu.
Framtíðin Friðbert Friðbertsson segir rannsóknir sýna að samsetning bílaflotans á Íslandi mun halda áfram að þróast á þann veg að smábílum fer fjölgandi.
Dreki Framleiðendur lúxusbila hafa útvíkkað framboðið og hægt að fá lúxusinn í
smáum pökkum ef fólk vill síður kaupa stóru og dýru drossíurnar.
Hægt er að fylla á metant-
ankinn á nokkrum stöðum
á höfuðborgarsvæðinu og
nýlega var opnuð met-
anstöð á Akureyri. Þeir
sem velja metanbíla sjá
bæði um helmings-sparnað
í eldsneytiskostnaði borið
saman við bensín- og dís-
ilbíla
Morgunblaðið/Árni Sæberg