Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 33

Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ | 33 CRÉATIVE TECHNOLOGIE Citroën Nemo er með lægsta verðmiðann á markaðnum. Gerðu samanburð og veldu hagkvæman og lipran sendibíl sem uppfyllir allar þínar kröfur. Nemo er vel búinn og sparneytinn, hvort sem þú velur bensín eða dísil. Hliðarhurðir beggja vegna auðvelda hleðslu og hægt er að flytja lengri hluti með því að fella niður skilrúmið. Kauptu hagkvæman Citroën Nemo, við aðstoðum þig með fjármögnun. Komdu í reynsluakstur. CITROËN NEMO ER HAGKVÆMASTI KOSTURINN citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. • LÆGSTA VERÐIÐ • HLIÐARHURÐIR BEGGJA VEGNA • FELLANLEGT SKILRÚM• SPARNEYTINN • CITROËN NEMO VAN 6 HURÐA VERÐ FRÁ: 1.904.382 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.390.000 KR. MEÐ VSK HAGKVÆMASTI KOSTURINN BESTA VERÐIÐ G estur Benediktsson hjá Bernhard, umboðsaðila Honda og Peugeot, segir bílasölu hafa gengið vel í ár. „Honda CR-V er búinn að festa sig í sessi í flokki borg- arjeppa og hefur hann verið einn sá mest seldi í sínum flokki í gegnum ár- in, allt frá því fyrsta kynslóð kom á götuna 1997. Frá Peugeot er fjöl- breytt úrval bíla með gjörbreyttri hönnun, lága bilanatíðni og litla elds- neytiseyðslu sem virkilega erfitt er að keppa við.“ Allt sem prýða má einn bíl Meðal þeirra bíla sem hafa nýverið komið á markað frá Peugeot er hinn margverðlaunaði Peugeot 308. „Í síð- ustu viku fékk sá bíll íslensku verð- launin Stálstýrið eftir að hafa verið valinn bíll ársins 2015. Var 308-bíllinn einnig valinn bíll ársins í Evrópu og að dómi blaðamanna frá tugum þjóða bar hann af með miklum yfirburð- um,“ segir Gestur. Pegeot 308 þykir fyrsta flokks, sama hvaða þættir eru skoðaðir. „Þykja aksturseiginleikarnir ákaf- lega góðir, útblásturstölurnar eru með lægsta móti og fullkominn ör- yggisbúnaður verndar bæði öku- mann, farþega og gangandi vegfar- endur. Að innan er hönnun bílsins líka mjög nýstárleg og vel heppnuð. Er m.a. að finna stóran snertiskjá í miðju mælaborðinu þar sem þess hef- ur verið gætt að skjárinn veiti góða svörun við snertingu og stjórnborðið þægilegt í notkun.“ Býst Gestur við mjög miklum áhuga þegar Peugeot 308 verður fá- anlegur í skutbílsútgáfu á næsta ári. „Þar held ég að verði kominn bíll sem hentar mjög vel þörfum Íslendinga, með mikið farangurs- og geymslu- rými.“ Fleiri áhugaverðir bílar eru á leið- inni „Von er á 208 GTi fljótlega, fal- legum og kraftmiklum smábíl sem bílaáhugamenn bíða spenntir eftir að kynnast. Vilja margir meina að 208 GTi sé arftaki Peugeot 205 sem var á markaðinum fyrir þremur áratugum og þótti mikill afburðabíll.“ Eru nýjungarnar einnig í atvinnu- bílunum. Segir Gestur að Peugeot hafi gert ýmsar góðar breytingar á sendibílunum og styttist í nýjan Box- er. „Hafa bílarnir bæði fengið andlits- lyftingu og meiri búnað. Standa sendibílar Peugeot vel að vígi nú þeg- ar fyrirtæki á Íslandi virðast aftur treysta sér til að endurnýja bílaflot- ann sinn, en eldsneytisnýting þessara bíla er með því besta sem gerist og býður upp á töluverðan sparnað í rekstrarkostnaði.“ ai@mbl.is Mikill áhugi á Peugeot 308 Var valinn bíll ársins í Evrópu með miklum yfirburðum og einnig bíll ársins á Íslandi. Morgunblaðið/Golli Afbragð „Þykja aksturseiginleikarnir ákaflega góðir og útblásturstölurnar eru með lægsta móti,“ segir Gestur um verðlaunabílinn 308 frá Peugeot. Bílaframleiðandinn Honda er ekki síður þekktur fyrir falleg og hraðskreið mótorhjól en góða bíla. Segir Gestur söluna á mótorhjólum vera líflegri í ár heldur en undanfarin ár. „Þessi mikla vætutíð sem verið hefur und- anfarin tvö ár hefur ekki beint verið að hjálpa okkur, veðrið hefur gíf- urlega mikið að segja en salan er líflegust þegar sumrin eru sólrík og þurr.“ Mótorhjólin freista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.