Morgunblaðið - 25.11.2014, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í
Heimsmeistarakeppninni í Lúx-
emborg eftir frammistöðu sína í
fyrri hluta keppninnar, heitum rétt-
um, á sunnudag, niðurstaðan var
kynnt í gær. Seinni hlutinn er á
miðvikudag, þá er viðfangsefnið
kalt borð og ættu lokaúrslit í
keppninni að verða ljós á fimmtu-
dag. Liðið hafði sex klukkustundir
til að matreiða þriggja rétta máltíð
fyrir dómara og 110 gesti í fyrra-
dag.
Til að fá gull þarf lið að ná
minnst 90 stigum. Þráinn Freyr
Vigfússon fyrirliði segir að tvær
þjóðir, Íslendingar og Bandaríkja-
menn, hafi náð þeim árangri en
fleiri gætu enn bæst við. „Það er
mikið eftir en þetta kemur allt í
ljós. Við vitum ekki alveg hver stað-
an er, hvort við vorum með hátt
gull, 95 stig eða 97. Þá höfum við
örugglega verið hæst en það er oft
mjótt á mununum hjá efstu þjóð-
um,“ sagði Þráinn Freyr.
Hafliði Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri liðsins, segist vera
mjög ánægður með þennan árang-
ur. „Við höfum lagt áherslu á að
nota íslenskt hágæðahráefni, meðal
annars lambakjötið okkar, þorsk-
inn, humarinn, skyrið og íslenskt
grænmeti. Þetta hefur fallið vel í
kramið hjá dómurunum. Í dóm-
gæslunni er ekki bara bragð, útlit,
samsetning og hráefnisval metið
heldur er einnig tekið mið af fag-
mennsku við undirbúning og hvern-
ig liðið vinnur saman að matargerð-
inni í keppniseldhúsinu. Í þeim
þáttum stóð liðið sig einnig vel.“
Kokkalandsliðið hefur tvo sólar-
hringa til að útbúa um 30 rétti sem
verða til sýnis á keppnisstað á mið-
vikudaginn. kjon@mbl.is
Hrepptu gullið Kokkalandsliðið vann gullverðlaun í fyrri hluta keppninnar
í gær og fagnaði árangrinum ákaft í keppniseldhúsinu í Lúxemborg.
Kokkalandsliðið
stendur sig vel
Seinni hluti HM á miðvikudag
og úrslit verða kynnt daginn eftir
SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR.
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.
Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305 | har@har.is
REDKEN Iceland á vertu vinur
SÖLUSTAÐIR
REDKEN
FAGFÓLK
SALON REYKJAVÍK
SENTER
SCALA
SALON VEH
PAPILLA
KÚLTÚRA
LABELLA
MEDULLA
N-HÁRSTOFA
HÖFUÐLAUSNIR
HJÁ DÚDDA
MENSÝ
OZIO
REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi
Blonde Idol
FYRIR LJÓST HÁR
All Soft
FYRIR ÞURRT HÁR
Curvaceous
FYRIR KRULLAÐ HÁR
Smooth Lock
FYRIR ÚFIÐ HÁR
Color Extend Magnetics
FYRIR LITAÐ HÁR
Body Full
FYRIR FÍNGERT
HÁR
Diamond Oil
FYRIR LÍFLAUST/
SKEMMT HÁR
High shine
FYRIR LÍFLAUST/
FÍNGERT HÁR
Cerafill
FYRIR HÁRLOS
OG ÞUNNT HÁR
Extreme
FYRIR SKEMMT
HÁR
Color Extend Sun
FYRIR HÁR Í SÓL
OG SJÓ
Clear Moisture
FYRIR ÓLITAÐ HÁR
Einar Jónsson, bóndi á Sjónarhóli í
Mývatnssveit, hefur veitt rúmlega
150 mýs í heimatilbúna gildru. Einar
segir að töluverður músagangur sé
við fjárhúsin sín og hann viti til þess
að músagangur sé víða mikill í sveit-
inni. „Ég bý til gildruna úr tunnu
sem hefur hjól innan í og þegar þær
detta af hjólinu þá falla þær ofan í
vatn og ljúka sinni ævi. Þetta eru
langbestu gildrurnar,“ segir Einar
ánægður með afraksturinn.
Mýs verða seint taldar til bestu
vina mannsins en vegna hlýinda er
músastofn landsins í örum vexti.
„Það er töluvert af mús hér í sveit-
inni þessa dagana. Mun meira en
síðustu ár. Það er búið að vera góð
tíð fyrir mýsnar síðan í sumar og það
má sjá mikið af þeim skottast í
kringum húsin.“
Lítið var við mengun
Einhverjir hafa haldið því fram að
vegna gosmengunarinnar frá Holu-
hrauni séu mýsnar í auknum mæli
að flýja inn í fjárhús eða jafnvel
íbúðarhús. Mývatnssveitin er mjög
nálægt eldsumbrotunum í Holu-
hrauni en þrátt fyrir það segir Einar
að hann verði lítið var við mengun.
„Nú er sunnanátt og það finnst ekk-
ert í loftinu núna.“
Þrátt fyrir góða músaveiði segir
Einar að ekkert lát sé á músum sem
ganga í gildruna. „Síðan ég tók
myndina hefur bæst töluverður
fjöldi við. Þetta er aðeins að fækka
enda hefur maður verið duglegur.“
Hann býst þó ekki við að þetta
verði jólasteikin í ár á Sjónarhóli.
„Það gæti reyndar verið skemmtileg
tilraun að hreinsa þær og djúp-
steikja. Já eða prófa að setja í reyk,“
segir hann og hlær en skammt frá
bæ Einars er reykhúsið á Skútu-
stöðum sem er eitt frægasta reyk-
hús landsins en Gylfi, eigandi þess,
sló eftirminnilega í gegn í þáttum
Gísla Arnar, Nautnir Norðursins, á
RÚV fyrr í haust.
benedikt@mbl.is
Mikill músagangur í
Mývatnssveit í haust
Góð tíð fyrir mýsnar frá því í sumar Heimatilbúin gildra
Ljósmynd/Einar Jónsson
Músafjöldi Mynd af nokkrum músum sem höfðu gengið í gildru Einars.
„Samskipti lögreglustjóra eru við
alla starfsmenn ráðuneytis án tillits
til stöðu þeirra innan ráðuneytisins.
Það ræðst af efni hvers erindis hver
starfsmanna ráðuneytis er í sam-
skiptum við lögreglustjóra. Í þessum
samskiptum hefur það aldrei gerst
að þurft hafi að efast um heimild
starfsmanns ráðuneytis til að eiga í
samskiptum við lögreglustjóra eða
heldur að þau hafi með réttum hætti
farið í skjalasafn ráðuneytisins.“
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá stjórn Lögreglustjórafélags
Íslands en tilefnið eru fréttir að und-
anförnu um það hvort Sigríði Björk
Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglu-
stjóra á Suðurnesjum og núverandi
lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis-
ins, hafi verið heimilt að senda grein-
argerð um mál hælisleitanda til þá-
verandi aðstoðarmanns innanríkis-
ráðherra sem dæmdur var nýverið í
skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka
gögnum um málið til fjölmiðla. „Í
fréttum undanfarna daga um grein-
argerð, sem þáverandi lögreglustjóri
á Suðurnesjum sendi fyrrverandi að-
stoðarmanni innanríkisráðherra um
málefni hælisleitanda, hefur á því
borið að samskipti lögreglustjórans
og aðstoðarmannsins vegna greinar-
gerðarinnar hafa verið gerð tor-
tryggileg. Er það gert með því að
láta að því liggja að lögreglustjórinn
beri með einhverjum hætti ábyrgð á
aðkomu aðstoðarmannsins og því að
hann vistaði ekki minnisblaðið í
skjalasafni ráðuneytisins,“ segir í til-
kynningunni.
Þá kemur fram að þetta eigi bæði
við um embættismenn ráðuneytis og
aðstoðarmenn ráðherra. „Lögreglu-
stjórar líta einfaldlega svo á að ekki
þurfi að efast um umboð starfs-
manna ráðuneytis til samskipta við
lögreglustjóra.“
Ekki efast um umboð
Löreglustjórafélagið telur heimilt að senda greinargerð
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglustjórar Sigríði Björk var
heimilt að senda greinargerð.
Herjólfur siglir
aðeins eina ferð
til Vestmanna-
eyja í dag og á
morgun. Siglt
verður frá Þor-
lákshöfn báða
dagana. Það
stafar af því að
samkvæmt öldu-
spá verður ófært
til Landeyja-
hafnar þessa daga.
Ástæðan fyrir því að aðeins er
hægt að sigla eina ferð meðan
siglt er frá Þorlákshöfn er við-
gerðir sem standa yfir á skipinu.
Búnaður sem dregur úr veltingi
bilaði fyrir skömmu og hófst við-
gerð í gær. Skipta þarf um hluti í
svonefndum veltiuggum og tekur
sú framkvæmd sjö til tíu daga. Þar
til viðgerð er lokið má búast við
talsverðum veltingi á siglingunni
milli Þorlákshafnar og Vest-
mannaeyja.
Aðeins ein sigling
Herjólfs til Eyja í
dag og á morgun
Herjólfur Viðgerðir
standa yfir..
Forréttur
Hægeldaður íslenskur þorskur
og pönnusteiktur humar, fram-
reiddur með epla- og jarð-
skokkasalati, agúrku, kínóa,
skelfisksósu og dill-sinneps-
vinaigrette.
Aðalréttur
Grilluð íslensk lambamjöðm
með vel elduðum lambaskanka
og -tungu. Framreidd með selju-
rót, kartöflu- og sveppakrók-
ettu, gljáðum gulrótum og
perlulauk, rósakáli og baunum
ásamt blóðbergs-lambasósu
með sveppum.
Eftirréttur
Jarðarberja- og jógúrtmús með
dökkum súkkulaðitoppi ásamt
skyr-ís, möndlu-karamelluköku,
þeyttum sýrðum rjóma, jarð-
arberjum og jarðarberjasósu.
Matseðillinn
sem fékk gullið
HM Í LÚXEMBORG