Morgunblaðið - 25.11.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut tvenn
verðlaun í verðlaunasamkeppni líf-
eyrissjóða sem haldin var af fag-
tímaritinu Investment Pension Eu-
rope (IPE) nýverið. Sjóðurinn var
valinn besti lífeyrissjóður Evrópu í
sínum stærðarflokki en miðað er
við sjóði sem eru minni en einn
milljarður evra að stærð (153 millj-
arðar króna). Jafnframt var sjóð-
urinn valinn besti lífeyrissjóður
Evrópulanda með færri en eina
milljón íbúa annað árið í röð og til-
nefndur til verðlauna í tveimur öðr-
um flokkum. Er þetta besti árangur
sem sjóðurinn hefur náð í IPE-
verðlaunasamkeppninni, segir í til-
kynningu.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í
rekstri hjá Arion banka, er um 140
milljarðar að stærð og sjóðfélagar
eru um 50 þúsund talsins.
Arnaldur Loftsson framkvæmda-
stjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins tók við
verðlaununum fyrir hönd sjóðsins.
Valinn besti
lífeyris-
sjóðurinn
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbæ
Það er hljóðara en oft áður í Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar, enda
stór hluti kennara í verkfalli.
Hvorki virðist ganga né reka í
samningaviðræðum tónlistarskóla-
kennara og launanefndar sveitar-
félaga og í Reykjanesbæ hafa
kennarar opnað verkfallsmiðstöð í
húsi VSFK í Krossmóa.
Þeir hafa jafnframt verið dug-
legir að minna á sig, m.a. á nýliðn-
um menningarverðlaunum bæjar-
ins og á síðasta bæjarstjórnar-
fundi 18. nóvember sátu nokkrir
kennara meðal starfsmanna
Reykjanesbæjar, sem flestir eru
að lenda í kjaraskerðingu, með
spjöld á borð við „Ekki gleyma
okkur.“
Á fundinum var sameiginleg
bókun bæjarfulltrúanna 11 lögð
fram en þar segir: „Bæjarstjórn
Reykjanesbæjar harmar þá stöðu
sem upp er komin í viðræðum tón-
listarskólakennara og launanefnd-
ar sveitarfélaganna um gerð nýs
kjarasamnings. Það er mjög mik-
ilvægt að verkfall dragist ekki úr
hófi, því slíkt getur haft afdrifarík-
ar afleiðingar fyrir þá einstaklinga
sem stunda nám við tónlistar-
skólana. Bæjarstjórn skorar á
samningsaðila að leita leiða til að
ná samkomulagi hið fyrsta, svo
koma megi skólastarfi í eðlilegan
farveg.“
Hljóður Tónlistarskóli
Ljósmynd/Geirþrúður Bogadóttir
Verkfall Tónlistarkennarar og stuðningsmenn þeirra fjölmenntu utan við
Duushús þegar menningarverðlaun Reykjanesbæjar voru afhent.
Tónlistarkennarar í Reykjanesbæ opna verkfallsmiðstöð
Í dag, þriðjudag,
klukkan 13 held-
ur Öldrunarráð
Íslands ráðstefnu
á Hótel Natura
þar sem fjallað
verður um sveigj-
anleg starfslok og
atvinnumál 60
ára og eldri. Til-
efni ráðstefn-
unnar er að ræða
þá þróun sem á sér stað meðal vest-
rænna þjóða, ekki síst hér á landi –
sem hefur æ alvarlegri afleiðingar í
för með sér fyrir heilbrigðiskerfi
landanna, segir í tilkynningu
Þessi þróun lýsi sér í því að al-
menningur verði sífellt betur á sig
kominn bæði andlega og líkamlega.
Þessi þróun hafi í för með sér aukn-
ar byrðar á heilbrigðiskerfi land-
anna vegna hækkandi meðalaldurs.
„Við Íslendingar verðum nú flest
áttræð eða meira. Því fylgir m.a.
aukinn kostnaður fyrir samfélagið,
t.d. í formi hækkandi lyfjakostnaðar,
aukinnar umönnunarbyrðar á hjúkr-
unarheimilum og, svo dæmi sé tekið
af íslenskum aðstæðum, skorti á
hjúkrunarrýmum,“ segir í tilkynn-
ingunni. Á ráðstefnunni í dag verður
fjöldi erinda fluttur. Fundarstjóri
verður Pétur Magnússon, formaður
Öldrunarráðs Íslands.
Ráðstefna um
sveigjanleg
starfslok
Pétur
Magnússon
Jólavörurnar eru
komnar í Álnabæ
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri
alnabaer.is ▪ Opnunartími: Virka daga 10 til 18
Jólagardínur, jóladúkar og jólaefni
Líttu við og
skoðaðu úrv
alið