Morgunblaðið - 25.11.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
að eiga sér stað í hverju tilviki. „Ís-
lenskir dómstólar munu þurfa að
líta til allra atvika, til dæmis hvort
viðkomandi lántaki teljist almennur
neytandi, sem er ágætlega upplýst-
ur, athugull og forsjáll“, eins og
kemur fram í 94. málsgrein álitsins.
Jafnvel þó svo að neytandi hafi ekki
fengið tilskildar upplýsingar verður
að meta hvort hann hefði átt að vita
betur. Það getur til dæmis skipt
máli hvort neytandi hafi áður tekið
verðtryggt lán.“
Að sama skapi verði neytandi í
viðkomandi máli að sanna tjón sitt,
jafnvel þótt talið verði að fram-
kvæmd lánsins sem slík sé röng.
„Við getum lítið sagt fyrir um
umfangið fyrr en við fáum skýrari
mynd af málinu,“ segir Már. „Vissar
vísbendingar eru þó um að umfang-
ið sé ekki eins mikið og fólk heldur
við fyrstu sýn.“ Loks bendir Már á
að almenn neytendalán séu yfirleitt
óverðtryggð hér á landi.
Fasteignalán undanskilin
Að sögn þeirra lögfræðinga sem
Morgunblaðið hefur rætt við er
ótvírætt að fasteignalán eru undan-
skilin beinum orðum í tilskipun 87/
102 um neytendalán. Nær álitið því
aðeins til verðtryggðra neytenda-
lána, sem ekki eru húsnæðislán.
Landsbankinn, Íslandsbanki og
Arion banki sendu allir frá sér til-
kynningu vegna álitsins, þar sem
þeir benda á að fjárhagsstaða þeirra
sé sterk, eigið fé mikið og eiginfjár-
hluthall hátt. Eigið fé bankanna
myndi því uppfylla eiginfjárviðmið
Fjármálaeftirlitsins, þó svo að end-
anleg niðurstaða íslenskra dómstóla
hefði áhrif á gildi verðtryggingar-
ákvæði lánssamninga.
Stjórnvöld bíða og sjá
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, segir mikilvægt
að skorið sé úr um réttarstöðu neyt-
enda. Eins sé mikilvægt að stór
álitamál á borð við þau sem um
ræðir vofi ekki yfir fjármálakerfinu
til lengri tíma.
„Að vissu leyti er jákvætt að tekið
sé af skarið með verðtrygginguna í
þessu áliti. Við erum enn í nokkurri
óvissu um þýðingu þeirrar fram-
kvæmdar í lánaviðskiptum að miða
við 0% verðbólgu.“
Aðspurður segir hann enga
ákvörðun hafa verið tekna um við-
brögð vegna álitsins. Beðið verði
þar til íslenskir dómstólar komist að
niðurstöðu. „Við þurfum að bíða og
sjá hvað íslenskir dómstólar telja
rétt viðbrögð við þessu ráðgefandi
áliti. Það er í sjálfu sér ekki bind-
andi fyrir íslenskra dómstóla en
reynslan er sú að álitin eru höfð til
hliðsjónar.“
Um 66 milljarðar í neytenda-
lánum gætu legið undir
Verðtrygging Stærstu bankarnir þrír segja eiginfjárviðmið ekki í hættu.
Almenn neytendalán
» EFTA-dómstóllinn segir 0%
verðbólgu í verðtryggðum
lánasamningum ekki standast
neytendatilskipun ESB.
» Tilskipunin undanskilur
fasteignalán.
» Íslenskir dómstólar meta
hvaða áhrif röng upplýs-
ingagjöf hefur og hvaða úrræð-
um skuli beita, að teknu tilliti
til allra málsatvika.
Áhrif álits EFTA-dómstóls væntanlega minni en við fyrstu sýn, segir seðlabankastjóri
Már
Guðmundsson
Bjarni
Benediktsson
FRÉTTASKÝRING
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Að sögn seðlabankastjóra nemur
umfang verðtryggðra neytendalána,
þar sem fasteignaveðlán og námslán
eru undanskilin, um 66 milljörðum
króna, en EFTA-dómstóllinn birti í
gær álit um 0% verðbólgu í lána-
samningum um verðtryggð almenn
neytendalán. Þó verði íslenskir
dómstólar að meta heildarumfang
lána sem eru undir.
Í ráðgefandi áliti EFTA-dóm-
stólsins segir, að sé lánssamningur
bundinn við vísitölu neysluverðs sé
það andstætt ESB-tilskipun 87/102
um neytendalán að miðað sé við 0%
verðbólgu í greiðsluáætlunum eða
lánaskilmálum verðtryggðra neyt-
endalána, sé þekkt verðbólgustig á
verðbólgudegi ekki 0%.
Dómstóllinn segir það landsdóm-
stólsins að meta, að teknu tilliti til
málsatvika, hvaða áhrif röng upp-
lýsingagjöf af þessum toga hefur og
hvaða úrræðum sé hægt að beita, að
því gefnu að þeirri vernd sem til-
skipunin veitir, eins og dómurinn
skýrir hana, sé ekki stefnt í hættu.
Álitið segir ekki til um umfang
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri bendir á að álit dómstólsins
dugi ekki til að leggja mat á end-
anlegt umfang lánanna sem liggi
undir. Eins er ekki ljóst hvort
mögulegur misbrestur í innleiðingu
tilskipunarinnar dugi til að dæma
verðtryggingu af þeim lánum.
Ítrekar hann að íslenskum dóm-
stólum sé falið að meta áhrif rangr-
ar upplýsingagjafar og til hvaða úr-
ræða beri að grípa.
Þá verði einstaklingsbundið mat
!"
#!
#$"$
!
"" !
!
#%%
! $
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
%
#!
#"$
!$
""
$$!
#$
!#!
%"
%
#
#$#$
!%#
""
!
##
!%
#$
#!#"
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Hagnaður samstæðu Orkuveitu
Reykjavíkur nam 7,9 milljörðum króna á
fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður-
inn var 5,8 milljarðar á sama tímabili í
fyrra. Rekstrarhagnaður (EBIT) drógst
saman á milli ára, nam 11,3 milljörðum
en var 12,8 milljarðar á fyrstu níu mán-
uðunum í fyrra. Tekjur samstæðunnar
hafa minnkað á milli ára vegna lágs ál-
verðs framan af þessu ári.
Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins var í lok
tímabilsins 31,1%. Í tilkynningu frá
Orkuveitunni kemur fram að eiginfjár-
hlutfallið hefur tvöfaldast frá efna-
hagshruni þegar það fór lægst niður í
14%.
Hagnaður OR 7,9 millj-
arðar fyrstu 9 mánuðina
● Verðbólga er drifin af verðhækk-
unum á húsnæði og þjónustu um þess-
ar mundir, en hún var 1,9% í október.
Sé neysluvísitölunni skipt upp í liði er
verðbólga í húsnæðisliðnum 6,8% und-
anfarna 12 mánuði. Í opinberri þjónustu
er hún 4,3% og í annarri þjónustu
3,4%. Innfluttar vörur hafa hins vegar
lækkað um 1,8% undanfarna 12 mán-
uði og innlendar vörur hafa lækkað um
0,1% á sama tíma. Þetta kemur fram í
Morgunpunktum Íslandsbanka.
Verðbólgan drifin af
húsnæði og þjónustu
STUTTAR FRÉTTIR ...
Hagnaður N1 nam 932 milljónum
króna á þriðja ársfjórðungi, sem er
um 35% meiri hagnaður en á sama
fjórðungi í fyrra. Framlegð nam
3.083 milljónum og jókst um 1,1%.
Hagnaður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði (EBITDA) var 7,8% hærri
en á þriðja ársfjórðungi í fyrra.
Hagnaður á fyrstu níu mánuðum
ársins nemur 1.329 milljónum
króna.
Fram kemur í tilkynningu félags-
ins til Kauphallar að reksturinn á
þriðja ársfjórðungi hafi verið í sam-
ræmi við áætlanir. Umsvif séu jafn-
an nokkru meiri á öðrum og þriðja
fjórðungi ársins en á þeim fyrsta og
fjórða. Af því leiðir að bókfært verð
rekstrartengdra eigna og skulda er
hærra að jafnaði í lok september en
í árslok.
Hlutafé greitt út
Vaxtaberandi skuldir námu sam-
tals 6,7 milljörðum króna í lok tíma-
bilsins en hreinar vaxtaberandi
eignir voru samtals 2,3 milljarðar
króna.
Eigið fé var 14,8 milljarðar króna
og var eiginfjárhlutfall N1 52% í lok
september.
Á hluthafafundi 21. október var
samþykkt tillaga um að lækka
hlutafé félagsins um 30%. Í tillög-
unni felst að hlutafé verður fært nið-
ur um 300 milljónir að nafnverði auk
þess sem yfirverðreikningur hluta-
fjár verður færður niður um tæp-
lega 3.560 milljónir. Þetta gerir
samtals 3.860 milljónir króna. Síð-
asti viðskiptadagur með réttindum
til útgreiðslu vegna lækkunar hluta-
fjár er á miðvikudaginn og viðmið-
unardagur er á föstudaginn. Lækk-
unardagur er svo 1. desember og
greiðsludagur 5. desember.
Lækkun hlutafjár Eggert Benedikt
Guðmundsson er forstjóri N1.
N1 hagnast
um 932 milljónir
Hluthöfum
greiddir 3,8 millj-
arðar í næstu viku
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár