Morgunblaðið - 25.11.2014, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
✝ Ingunn Ein-arsdóttir
fæddist á Fjalla-
lækjarseli í Þist-
ilfirði 25. mars
1920. Hún lést 19.
nóvember 2014 á
dvalarheimilinu
Hlévangi, Reykja-
nesbæ.
Ingunn var gift
Árna Guðmunds-
syni, vigtarmanni
og vélstjóra. Árni fæddist 28.
febrúar 1919 á Syðra-Lóni á
Langanesi. Hann lést 28. des-
ember 1981. Börn þeirra eru;
Stefán, f. 2. mars 1946, Her-
borg, f. 4. júlí 1947, Guð-
Jón Vilhelm, f. 15. janúar
1929, og Björn, f. 19. maí 1933.
Haraldur Jóhann Jónsson, f.
21. ágúst 1934, ólst upp með
þeim systkinum hjá foreldrum
Ingunnar frá sjö ára aldri.
Ingunn starfaði við bústörf
hjá foreldrum sínum á Saurbæ
þar til hún fór til Akureyrar
aðeins 17 ára gömul til að læra
kjólasaum, sem hún nam í þrjú
og hálft ár. Að námi loknu
starfaði hún næstu fjögur ár
sjálfstætt við kjólasaum á
Þórshöfn eða þangað að hún
gifti sig hinn 28. ágúst árið
1945. Þá fluttu þau hjónin bú-
ferlum til Keflavíkur. Þau
hjónin byggðu hús, Kirkjuteig
3, í Keflavík árið 1953, sem
var heimili Ingunnar til ævi-
loka.
Ingunn verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju í dag, 25.
nóvember 2014, og hefst at-
höfnin kl. 13.
mundur og Einar,
f. 6. maí 1955.
Ingunn var dótt-
ir bændahjónanna
Einars Ófeigs
Hjartarsonar, odd-
vita og hrepp-
stjóra, f. 11. maí
1896, og Stefaníu
Jónsdóttur, f. 23.
mars 1892. Þau
bjuggu lengst af á
Saurbæ í Skeggja-
staðahreppi.
Systkini Ingunnar eru;
Járnbrá f. 13. apríl 1918,
Björn, f. 3. apríl 1922, Arndís
og Ásdís, f. 13. júlí 1924, Guð-
björg Halldóra, f. 8. júní 1926,
Elsku mamma. Við þau kafla-
skipti sem nú eru orðin er okkur
efst í huga þakklæti fyrir þau
fjölmörgu ár sem við fengum að
hafa þig hjá okkur til að fá notið
návistar þinnar umfram það sem
við gátum beðið um. Bæði vegna
barnabarnanna sem voru að
vaxa úr grasi og ekki síður
næstu kynslóðar, sem náði að
kynnast þér. Þeim þótti ætíð
notalegt að koma á Kirkjuteig-
inn og njóta góðgerða og taka í
spil þegar tækifæri var til og
fara heim með vissu um eigin
spilafærni með þinni aðstoð.
Þá er ennfremur að minnast
færni þinnar við saumaskap
vegna þeirrar fagkunnáttu, sem
þú aflaðir þér á yngri árum. Af
því naut ég góðs í ríkum mæli
við að tileinka mér kunnáttu
þína og vegna fatnaðar sem þú
bjóst til fyrir mig á yngri árum.
Þá var ekki unnt að skreppa í
næstu tískuverslun og velja sér
föt og því ómetanlegt að vera
sjálfbjarga og búa að þeirri
færni sem þú bjóst yfir við
saumaskap.
Þú varst mjög gestrisin og við
fjölskyldan sem og aðrir nutum
góðs af. Því var gjarnan mjög
gestkvæmt á Kirkjuteignum og
frændfólki okkar sem öðrum
þótti notalegt að koma þar. Það
skýrðist ekki síst af því hversu
félagslynd þið pabbi voruð og
tilbúin til að taka þátt í félagslífi
og hitta góða kunningja öllum
stundum. Því eignaðist þú
marga vini sem ræktu fé-
lagsskap við þig jafnt fyrir og
eftir að þú fórst til dvalar á Hlé-
vangi. Það eru ófáar heimsókn-
irnar sem þú fékkst frá tryggum
vinum þínum og margar göngu-
ferðirnar sem þú fórst með þeim
um nágrennið. Það er sagt að
hver uppskeri sem hann sáir
sem sannast best á því hversu
mikla ræktarsemi vinir þínir
sýndu með heimsóknum og fé-
lagsskap, hvort sem var um að
ræða árin á Kirkjuteignum eða
eftir að þú fórst til dvalar á
Hlévangi.
Nú er komið að þáttaskilum
og einungis minningarnar sem
við eigum eftir til að varðveita.
Guð blessi þig.
Herborg og fjölskylda.
Leiðir okkar Ingu minnar
lágu saman er ég bankaði á
dyrnar á Kirkjuteignum árið
1983 og bað hana að leigja okk-
ur mæðginunum, mér og Bergi
Frosta, efri hæðina. Inga var nú
ekki á því þar sem hún gat ekki
hugsað sér að hafa börn á efri
hæðinni en eftirsóknin var mikil
að fá að leigja þessu notalegu
íbúð. En ekki liðu margir dagir
þar til hún hringdi í mig, bauð
mér í kaffi og tilkynnti að íbúðin
væri okkar. Upp frá þessu hófst
á milli okkar Bergs og hennar
einlægur og ósvikinn vinskapur.
Inga reyndist Bergi hin besta
amma. Eftir skóla var notalegt
fyrir ungan dreng að sitja á
neðri hæðinni og láta stjana við
sig með bakkelsi og spjalli. Og
hverjum hefði dottið í hug að
síðustu árin hefur Bergur búið á
efri hæðinni á Kirkjuteignum?
Já, símtalið frá 1983 áttti eftir
að verða örlagaríkt því vinskap-
ur okkar Ingu óx og dafnaði og
vegna hans lágu leiðir okkar
Einars saman. Inga var ekki
bara vinkona mín því tengda-
móðir mín varð hún einnig. Eft-
irminnilegur var svipur Ingu
þegar Einar sagðist ætla að
koma með vinkonu sína í kaffi
og gleðin ríkti á Kirkjuteignum
þann dag. Það var svo í desem-
ber fyrir 12 árum að við Einar
gáfum henni sonardóttur sem
ber nafnið Ingunn Birna. Hún
var ljósið í lífi ömmu sinnar og
áttu þær yndislegar stundir
saman.
Í návist Ingu var einstakt að
vera. Hún var afbragðs sauma-
kona og naut sín við handavinnu.
Enda nutum við Bergur góðs af
því árin á efri hæðinni. Í eldhús-
inu var unun að fylgjast með
Ingu hvort sem það var við mat-
argerð, bakstur eða að sjóða
hinar bestu sultur. Með orðum
og verkum var hún góð fyrir-
mynd og við sem eftir lifum eig-
um dýrmætar minningar.
Fyrir fimm árum var þrekið
orðið lítið og Inga flutti þá inn á
Hlévang þar sem hún hefur not-
ið hinnar bestu umönnunar og
natni starfsfólks sem við send-
um okkar bestu þakkir og hlý-
hug til.
Þessi góða kona er nú komin í
eilífðina þar sem langþráður
endurfundur við Árna hefur ef-
laust orðið gleðilegur.
Guð blessi minningu góðu vin-
konu minnar og tengdamóður,
Ingunnar Einarsdóttur, og Guði
séu þakkir fyrir það sem hún
gaf okkur sem móðir, tengda-
móðir og amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
María Bergsdóttir.
Þegar ég kom til ömmu Ingu
á Kirkjuteignum leið mér alltaf
vel. Hjá ömmu var allt í röð og
reglu og svo fínt hjá henni og
best var að kúra í fanginu henn-
ar. Það var notalegt að vera í
kringum ömmu og hlusta á hana
tala. Amma var góð kona sem
trúði á Jesú og var svo glöð þeg-
ar ég fór í sunnudagskólann og
kom svo til hennar að segja
henni hvað við gerðum í kirkj-
unni. Ég trúi á Jesú og nú veit
ég að henni líður vel á himni
Guðs hjá Árna afa sem hún
saknaði mikið. Þessar bænarlín-
ur sendi ég ömmu:
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Ingunn Birna Einarsdóttir.
Ingunn
Einarsdóttir
Þegar félagi inn-
an vinahóps yfir-
gefur þessa jarð-
vist fara
eftirlifendur gjarnan að rifja
upp minningar tengdar þeim
látna. Þegar við félagarnir
fréttum af láti Sigga Norð, eins
við kölluðum hann einatt, enda
úr Norðurgötunni, kom strax í
ljós að flestar minningarnar
voru tengdar akstri.
Siggi var ekki aðeins bíl-
stjóri að atvinnu heldur einnig
Sigurður Arnar
Magnússon
✝ Sigurður Arn-ar Magnússon
fæddist 7. maí
1962. Hann lést 17.
október 2014.
Útför Sigurðar
fór fram 3. nóv-
ember 2014.
af ástríðu. Við rifj-
uðum upp sögur
þar sem við komu
Land Roverar,
ófærð, hálka, fjall-
vegir og fleira og
ávallt var Siggi við
stýrið. Það var al-
veg sama hversu
fáránlegt verkefnið
var, Siggi var alltaf
til. Hvort sem var
skotist á sveitaball
eða það þurfti að sækja bilaðan
bíl var hægt að ganga út frá því
að bílstjórinn væri til staðar.
Það var gott að vera í ná-
lægð við Sigga, hann var ró-
lyndur og hafði einstaka aðlög-
unarhæfni.
Ef honum sýndist svo fékk
hann sér lúr og fyrir kom að
hann var sofandi heima hjá ein-
hverjum okkar ef við höfðum
mælt okkur mót og hann varð
fyrri til á staðinn. Aldrei tróð
hann illsakir við nokkurn mann
og var bóngóður með afbrigð-
um.
Við félagarnir vottum að-
standendum okkar dýpstu sam-
úð og hugsum með þakklæti til
stundanna sem við áttum með
Sigga.
Baldvin Ringsted,
Þorvaldur Vestmann.
Kæri afi, það
sem ég er fyrst og
fremst þakklátur
fyrir þessa dagana
er að ég skuli hafa fengið að
kynnast þér og njóta samveru
þinnar öll þessi ár. Ég var mikið í
sveitinni hjá ykkur ömmu þegar
ég var yngri og mörgum af mín-
um dýrmætustu minningum deili
ég með ykkur.
Allt það sem þú hefur gefið
mér er varla hægt að setja í orð.
Þú hefur gert og heldur áfram að
gera mig að betri manni. Þú
kenndir mér svo margt, um-
hyggju fyrir dýrum og fólki, út-
Sturla Guðbjarnason
✝ Sturla Guð-bjarnason
fæddist 10. sept-
ember 1940. Hann
lést 20. október
2014. Útför Sturlu
fór fram 29. októ-
ber 2014.
sjónarsemi, samúð
og þrautseigju og
svo margt fleira. Það
sem mér þykir
vænst um er þó að
ég fékk að kynnast
því hver þú værir.
Sterkur og sam-
viskusamur, traust-
ur og mikill gleði-
gjafi kemur mér
fyrst til hugar þegar
ég hugsa um þig.
Nú tekur við nýr heimur fyrir
okkur báða en ég efast ekki um
að þú haldir áfram að vaka yfir
mér eins og þú hefur alltaf gert.
Mamma hefur tekið á móti þér
með opinn faðminn og það gleður
mig að hugsa til þeirrar gleði-
stundar.
Elsku afi, þú átt alltaf stóran
hluta í mínu hjarta og þín verður
sárt saknað.
Þinn afastrákur og vinur,
Sigurður Á. Hannesson.
Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030
ALLAR SKREYTINGAR UNNAR
AF FAGMÖNNUM
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVAVAR ÞORSTEINN ÞÓRHALLSSON
fv. verslunarmaður og þingvörður
frá Finnastöðum,
Grýtubakkahreppi,
lést á heimili sínu mánudaginn 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 27.
nóvember kl. 15.00.
.
Hrafnhildur Svavarsdóttir Snorri Björnsson
Þórdís Svavarsdóttir
Emilía Guðrún Svavarsdóttir Guðmundur Guðmundsson
Harpa Svavarsdóttir
Frímann Svavarsson Elísabet Eggertsdóttir
afa- og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓNS ÞORGRÍMS STEINGRÍMSSONAR
skipstjóra frá Ísafirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fyrir hlýja og góða umönnun í
veikindum hans.
.
Hugljúf Ólafsdóttir,
Ásgeir Bjarni Ingólfsson, María Dröfn Erlendsdóttir,
Ólafur Arnar Ingólfsson, Elín Halldóra Friðriksdóttir,
Andrés Jónsson,
Friðlaugur Jónsson, Auður Alexandersdóttir,
Steingrímur Jónsson,
Unnþór Jónsson, Viktoría Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MATTHÍAS ÓLAFUR GESTSSON
kennari og myndatökumaður,
Hraunholti 7, Akureyri,
lést mánudaginn 17. nóvember.
Útförin fer fram frá Glerárkirkju
föstudaginn 28. nóvember kl. 11.00.
.
Mjöll Matthíasdóttir, Þorgrímur Daníelsson,
Drífa Matthíasdóttir, Hannes Indriði Kristjánsson,
Muggur Matthíasson,
Dögg Matthíasdóttir, Örvar Már Michelsen,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg eiginkona mín, amma
og langamma,
JÚLÍANA GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
16. nóvember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 26. nóvember kl. 13.00.
.
Guðni Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
ÓSKAR VALDIMARSSON,
Víðimel 68, Reykjavík,
lést á heimili sínu þann 23. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Jónína Ólafsdóttir,
Harpa Óskarsdóttir, Jimmy Ekstedt,
Vilma Ósk og Gréta Líf,
Guðný Kjartansdóttir, Haukur Heiðar Hauksson,
Birna og Hrafn.