Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 11
rafrænna skilríkja
RAFRÆN SKILRÍKI Í SÍMANN
Hægt er að setja rafræn skilríki í flestar tegundir farsíma, óháð aldri
þeirra eða tegund. Þau eru vistuð á SIM-kort símtækisins.
Á www.audkenni.is og fleiri vefsíðum tengdum rafrænum
skilríkjum geturðu slegið inn símanúmer þitt og fengið
upplýsingar um hvort SIM-kortið henti fyrir rafrænt skilríki.
Ef svo er ekki pantar þú nýtt SIM-kort hjá símafélagi þínu
og færð það sent heim eða afhent í verslunum símafyrirtækja
og hjá endursöluaðilum þeirra.
Veldu þér fjögurra til átta tölustafa leyninúmer fyrir rafrænu
skilríkin.
Rafrænu skilríkin fást virkjuð á næstu skráningarstöð.
Mundu að taka símann með þér og gild persónuskilríki,
vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini með mynd.
Ljósmyndin á skilríkinu þarf að vera skýr.
RAFRÆN SKILRÍKI Á DEBETKORT
Nú þegar eru rafræn skilríki í mörgum debetkortum. Viðskiptabankarnir
veita upplýsingar um hvort unnt sé að að virkja þau. Til þess að nota
skilríkin í debetkortum þarf ákveðinn gjaldfrjálsan hugbúnað og korta-
lesara sem ýmist er innbyggður í tölvur eða lyklaborð eða fáanlegur
sem aukabúnaður sem tengdur er við tölvuna.
RAFRÆN SKILRÍKI Í EINKASKILRÍKI
Hægt er að fá rafræn skilríki á sérstöku einkakorti. Umsækjendur um
leiðréttinguna geta sótt um gjaldfrjálst einkaskilríki á www.leidretting.is.
Aðrir fá einkaskilríkin í gegnum www.audkenni.is. Til þess að nota
einkaskilríkin hleður þú niður gjaldfrjálsum hugbúnaði og nýtir korta-
lesara sem ýmist er innbyggður í tölvur eða lyklaborð eða fáanlegur
sem aukabúnaður sem tengdur er við tölvuna.
Þegar þú sækir um einkaskilríki velur þú í hvaða útibú
viðskiptabanka þíns þú vilt fá skilríkin send.
Þú færð PUK-númer sent í pósti og einkaskilríkin eru send
í viðskiptabankann sem þú tilgreindir.
Loks velur þú þér sex stafa PIN-númer og virkjar einkaskilríkin
í skráningarstöð viðskiptabankans. Mundu að taka PUK-númerið
með þér og gild persónuskilríki, vegabréf, ökuskírteini eða
nafnskírteini með mynd. Ljósmyndin á skilríkinu þarf að vera skýr.
Innleiðing rafrænna skilríkja hefur staðið yfir af miklum krafti á
undanförnum dögum. Tæplega eitt hundrað skráningarstöðvar,
einkum í bönkum og sparisjóðum víðs vegar um landið, eru reiðu-
búnar til að virkja skilríkin.
Gera má ráð fyrir að á næstu mánuðum muni mikill fjöldi lands-
manna verða sér úti um rafræn skilríki til þess m.a. að samþykkja
skuldaleiðréttinguna sem nú hefur verið birt. Gert er ráð fyrir að
tímabil samþykkis hefjist um miðjan desember og standi yfir í
þrjá mánuði þaðan í frá.
Mundu eftir gildum
persónuskilríkjum þegar þú ferð
á skráningarstöð
1
12
2
3
3
4