Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014
E
in áhugaverðasta skáld-
saga ársins er Öræfi
eftir Ófeig Sigurðsson.
Ófeigur er höfundur
nokkurra skáldsagna
og ljóðabóka og fékk árið 2011
Bókmenntaverðlaun Evrópusam-
bandsins fyrir skáldsögu sína um
Jón Steingrímsson eldklerk, sem
bar hinn langa titil Skáldsaga um
Jón og hans rituðu bréf til barns-
hafandi konu sinnar þá hann
dvaldi í helli yfir vetur og und-
irbjó komu hennar og nýrra tíma.
Og nú kemur Öræfi, gríðarlega
metnaðarfullt verk, saga um ógnir
og fegurð og dramatíska atburði í
öræfunum. Aðalpersóna bók-
arinnar er Bernharður Fingur-
björg, austurrískur örnefnafræð-
ingur, sem kemur til Íslands árið
2003 til að halda í rannsóknarleið-
angur inn á Vatnajökul og vitja
um vettvang glæps sem framin
var tuttugu árum fyrr og tengdist
móður hans.
Spurður hvernig hugmyndin að
bókinni hefði kviknað segir Ófeig-
ur: „Ég hef áhuga á íslenskri al-
þýðumenningu og hef legið í
gömlum skrifum og smám saman
vatt þessi áhugi minn upp á sig
og fór að blandast inn í skáld-
skapinn eins og þegar ég skrifaði
bókina um Jón Steingrímsson.
Fyrsta hugmyndin að þessari bók
var mjög einföld. Ég hafði veður
af villifé austur í Öræfum og vildi
skrifa um það skáldsögu og láta
það speglast við líf mannsins, ég
fór því að leita að öllum rituðum
heimildum um þetta villifé. Ég
heyrði að villtar kindur hefðu sést
inni í þjóðgarðinum á áttunda
áratugnum lengst inni á fjöllum.
Þá var gerður út leiðangur og féð
skotið á færi. Þarna var einstakt
náttúrufyrirbæri; villt fé sem
hafði snúið á mannheiminn og lif-
að frjálst árum saman í fjöll-
unum, engum til ama. En lögin
banna slíkt þótt siðferðið segi
annað. Á svipuðum tíma og ég
var að vasast í þessu kom upp
villifjármál í Tálknafirði og þá var
víkingasveitin kölluð út og féð
skotið úr þyrlu með öflugum
vopnum. Þá leið mér eins og ég
væri staddur á annarri plánetu.
Þessi áhugi minn varð til þess
að ég fór í rannsóknarferð austur
í Öræfi og heimsótti í leiðinni
hundrað ára gamlan einbúa á
Núpsstað og spurði hann út í hið
fræga villifé sem Eggert Ólafsson
og Bjarni Pálsson minnast á og
til eru svo margar þjóðsögur um.
Ég ætlaði upp í fjöllin að skoða
það. Var það sama féð og í þjóð-
garðinum? Þá kom mæðusvipur á
hann og hann sagði: Æ, það fauk
allt saman fram af klettunum hér
ofan við bæinn í miklu óveðri
seint á 19. öld. – Þá fannst mér
botninn detta úr þeirri hugmynd
minni að skrifa skáldsögu um
villifé. En svo sagði hann: Annars
er búið að skrifa og segja svo
mikla vitleysu um þetta villifé að
þú mátt alveg skrifa það sem þér
sýnist. Þar með var skáldaleyfið
komið og þá opnuðust nýjar gátt-
ir. Smám saman minnkaði áhersl-
an á þetta frjálsa villifé sem ým-
ist fauk eða var skotið en það
varð eins og innsti kjarninn í
sögu sem vatt upp á sig og varð
að þessari bók.“
Maðurinn vill gera
allt að sínu
Ertu kunnugur í Öræfunum?
„Já, æskuvinur minn er Öræf-
ingur þannig að ég á bandamann
þar. Ég var aldrei í sveit þarna
sem vinnumaður eða í barna-
þrælkun en kom oft í heimsókn
frá Reykjavík og dvaldi nokkrar
vikur eða mánuð í senn, og var
lítið til gagns. Fyrir mér voru
þessir tímar í Öræfunum stans-
laus ævintýri og svaðilfarir, að
þvælast í fjöllunum eða úti á
sandinum, vinur minn sagði mér
frá alls kyns skrítnum atburðum
sem ég man auðvitað vitlaust. Í
kjölfarið fékk ég áhuga á því
hvernig sögur rata til manns, þær
koma í gegnum svo margar síur,
skekkjast og breytast í meðförum
og sjálfur er ég mikill meng-
unarvaldur á sögur.“
Þú hefur greinilega unnið mikla
heimildarvinnu við vinnslu þess-
arar bókar, þarna eru brot úr
annálum og alls kyns lýsingar
sem tengjast liðnum tíma og þú
byggir á frægu morðmáli og læt-
ur það tengjast fjölskyldu aðal-
persónunnar.
„Í heimildarvinnu verð ég dálít-
ið manískur og finnst ég verða að
ná utan um allt, sem er auðvitað
ómögulegt. Ég varð ekki í rónni
fyrr en ég mér fannst ég vera
búinn að lesa allt sem ritað er
um Öræfin og hreifst mjög af
héraðstímaritum, eins og Skaftfell-
ingi, sem sveitungarnir skrifuðu í,
þar var mikinn fjársjóð að finna.
Ég vildi að heimildirnar rötuðu í
verkið og sýna hvaðan allt kemur,
þannig að þegar til dæmis verið
er að lesa upp úr annálum í bók-
inni þá eru þær upplýsingar
raunverulega úr annálum, þótt ég
hafi unnið þær og gert að mínu.
Ég fjalla þarna um raunveru-
legt morðmál og er ekki að fela
það eða skálda það upp nema að
hluta. Þarna varð raunveruleg
ógn sem var ólýsanlegt áfall
vegna þess að í öræfunum er svo
mikil friðsæld og fegurð og tær-
leiki. Atburður sem þessi er eig-
inlega óhugsandi á svona stað því
allir sem þangað koma verða upp-
numdir og gleðjast. Svo var nokk-
uð sérstakt hvernig málið birtist í
fjölmiðlum. Meðan morðingjans
var leitað lýsti annað fórn-
arlambið því sem gerst hafði og
sú lýsing birtist í blöðum, þannig
að almenningur vissi nákvæmlega
hvað hafði gerst og hvernig, skref
fyrir skref. Sýslumaðurinn sem
stjórnaði rannsókninni og leitinni
var mjög opinskár og svaraði öllu
sem hann var spurður um. Hann
var ekki í neinum feluleik heldur
öryggið uppmálað. Þar sem köld
grafísk lýsing á þessum glæp
birtist þjóðinni í gegnum fjölmiðla
vildi ég hafa sama anda í skáld-
sögunni. Ég tel að skáldskapurinn
eigi alltaf að vera í þjónustu-
hlutverki fyrir siðferðið, að halda
því lifandi og koma í veg fyrir að
það staðni, því þá er voðinn vís.
Þess vegna er allt mannlegt
nauðsynlegt í skáldskap.“
Við lestur bókarinnar er ljóst
að þú hefur áhyggjur af því að
við séum að leggja undir okkur
náttúruna í alltof miklum mæli.
„Það þyrmir stundum yfir mig
við tilhugsunina hvar þetta muni
enda, þetta fer auðvitað bara á
einn veg. Fólksfjölgunin hefur
verið eins og hamfarir og jörðin
þolir ekki endalausan átroðning.
Um leið er ómóralskt að vonast
eftir fólksfækkun því auðvitað
fagnar maður öllu lífi. Þannig að
maður lendir í ákveðinni klemmu
þegar maður hugsar um fólks-
fjölgunina og yfirganginn sem
náttúrunni er sýndur. Maðurinn
vill gera allt að sínu. Um leið og
við viljum varðveita hið ósnortna
vilja allir eigna sér það í formi
verðmæta og traðka þar af leið-
andi á því. Sú gamla trú lifir
sterkt í mér að ef maður gangi
illa um náttúruna þá vofi refsing
yfir manni, enda hefur það alltaf
verið raunin.“
Gerði tilraun til að
vera á facebook
Í bókinni eru sögur inni í sögu
og alls konar persónur segja frá.
Af hverju valdirðu þessa frásagn-
araðferð?
„Ég vildi að frásögnin væri
marglaga eins og hraun á hraun
ofan, og taka síðan af henni snið
eða sneiðmynd. Þessi frásagn-
araðferð hjálpaði mér einnig við
að átta mig á því hvernig sögur
verða til. Þannig fjallar bókin líka
um eðli skáldskaparins. Það er oft
svo langur vegur frá uppsprettu
atburða þar til sögur af þeim
rata til lesenda eða áheyrenda.
Ég vildi reyna að gera þetta
gegnsætt. Í rauninni eru persónur
sögunnar nokkuð keimlíkar höf-
undinum í anda þannig að það á
ekki að skipta mjög miklu máli
hver er að segja frá. Ég held að
það sé óhætt að segja að ég deili
skoðunum allra persóna í bók-
inni.“
Ertu þá líka sammála langri
skammarræðu í bókinni um leið-
indin sem farsíminn hefur kallað
yfir okkur?
„Já. Það er auðvitað smágrín
líka. En ég er mjög íhaldssamur
og gamaldags og á í miklu hat-
urssambandi við farsímann, það
er frekasta samskiptatæki sem til
er. Flest sem ætlað er að bæta
líf okkar er til hins verra og
ráðskast með mann, og það sem
á að færa okkur nær hvert öðru
færir okkur í raun fjær hvert
öðru.“
Ég hlýt þá að spyrja þig hvort
þú sért á facebook?
„Nei, en ég gerði tilraun til að
vera á facebook í fyrra því þrýst-
ingurinn var svo mikill. Þegar ég
var búinn að vera mánuð á face-
book áttaði ég mig á því að líf
mitt hafði ekki batnað heldur
versnað með því, ég var svo upp-
tekinn af þessu. Það er ekki auð-
velt að skrá sig út af facebook,
það var eins og að reyna að kom-
ast út úr helvíti eða hætta heró-
ínneyslu, en þegar það loksins
tókst var það mikill léttir. En svo
er maður álitinn viðrini að vera
Allt mann-
legt er nauð-
synlegt í
skáldskap
ÓFEIGUR SIGURÐSSON ER HÖFUNDUR HINNAR
METNAÐARFULLU OG ATHYGLISVERÐU SKÁLDSÖGU
ÖRÆFA. ÓFEIGUR RÆÐIR UM NÝJU SKÁLDSÖGUNA,
ÖRÆFIN, NÁTTÚRUNA OG VILLIFÉ OG ÞÁ LÖNGUN
MANNSINS AÐ GERA ALLT AÐ SÍNU.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Svipmynd