Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Blaðsíða 15
„Sú gamla trú lifir sterkt í mér að ef maður gangi illa um náttúruna þá vofi refsing yfir manni, enda hefur það alltaf verið raunin,“ segir Ófeigur. Morgunblaðið/Kristinn * Ég tel að skáldskapurinn eigi alltaf aðvera í þjónustuhlutverki fyrir siðferð-ið, að halda því lifandi og koma í veg fyrir að það staðni, því þá er voðinn vís. ekki á facebook og fólk spyr: Hvernig veist þú þá hvenær ein- hver á afmæli? Ég svara: Afmæli voru til fyrir daga facebook og það er hægt að vita það með öðr- um leiðum, eins og til dæmis með því að tala við fólk.“ Hekla kannski næst Þú fékkst Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins fyrir skáld- sögu þína um Jón Steingrímsson. Skiptu verðlaunin máli fyrir þig? „Verðlaunin voru hvatning fyrir mig og veittu mér aukið sjálfs- traust. Það er gott til þess að vita að einhver kunni að meta það sem maður er að gera. Það er yfirlýst markmið þessara verð- launa að fara inn fyrir múr met- sölulistans, vekja athygli á höf- undum sem eru taldir efnilegir, seilast inn í menningu hverrar þjóðar í Evrópu og verðlauna bækur sem myndu ekki endilega verða þýddar. Verðlaunin veita líka forgang í styrktarferli fyrir útgefendur þannig að þeim þykir fýsilegt að gefa verðlaunabókina út. Bókin um Jón hefur komið út á ungversku, búlgörsku, er vænt- anleg í Tékklandi og Slóvakíu, Portúgal og hjá Gyldendal í Dan- mörku. Þetta hefði ekki gerst án verðlaunanna.“ Hvenær ákvaðstu að verða rit- höfundur? „Ég fór í íslenskunám í Há- skóla Íslands og fór síðan um tví- tugt í myndlistarnám til Kaup- mannahafnar en hætti í því námi þegar ég ákvað að verða rithöf- undur. Þar sem mér fannst ég vera frekar illa að mér í bók- menntum fór ég snemma á morgnana á landsbókasafnið í Kaupmannahöfn og í fjóra mánuði las ég kerfisbundið öll þau ís- lensku skáldverk sem til voru á safninu. Þegar ég kom frá Dan- mörku fór ég í heimspekinám í Háskóla Íslands. Ég held að ég hafi farið í bók- mennta- og heimspekinám vegna blöndu af metnaði og minnimátt- arkennd. Mér fannst ég ekki geta gert það sem ég vildi gera án þess að þekkja íslenska bók- menntasögu og vestræna hug- myndasögu vel. Það nám var eins og undirbúningsferli fyrir það að verða rithöfundur. Ég gaf út fjór- ar ljóðabækur áður en fyrsta skáldsaga mín Áferð kom út árið 2005. Þróunin varð því þannig að myndlistin varð að ljóðagerð og ljóðagerðin að skáldsagnagerð. Núna er ljóðagerðin og myndlistin eins og tómstundaáhugamál þegar ég hvíli mig á skáldsagnaskrifum eða handrit er í yfirlestri. Ég get ekki unnið ljóð og skáldsögu á sama tíma. Þetta er alveg sitt hvor deildin í heilanum.“ Nú ertu búinn að senda frá þér þessa stóru skáldsögu, Öræfi. Kveiðstu móttökum eða varstu mjög öruggur með bókina? „Ég er öruggur gagnvart sjálf- um mér en hafði áhyggjur af því að það sem mér þykir óskaplega skemmtilegt þætti öðrum öm- urlega leiðinlegt. En svo lifir maður í voninni um að gleði höf- undarins skíni í gegnum textann. Yfirleitt er það þannig að ef höf- undar hafa ánægju af því sem þeir eru að gera þá skilar það sér út í verkið, og mér leiddist ekki að vinna þessa bók.“ Ertu farinn að huga að næstu bók? „Já, nokkrar hugmyndir eru að takast á, nú hef ég skrifað um Kötlu og Öræfajökul, svo ætli Hekla sé ekki næst.“ 16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is – hágæða ítölsk hönnun NATUZZI endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar. NATUZZI umhverfi,staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar NATUZZI MODEL 2811 TRATTO Sófi L207 D89 H75 Leður Ct.10 kr. 398.000 Áklæði Ct. 83 kr. 299.000 Stóll B82 D89 H75 Leður Ct.10 kr.199.000 pr.stk. Áklæði Ct. 83 kr.179.000 pr.stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.