Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.11. 2014 Fjölskyldan Hvar og hvenær? Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, laugardag kl.11-17. Nánar: Eydalalilja er netverslun sem selur barnaföt úr náttúrulegri bómull. Pop up-verslun Eyrún Eggertsdóttir, frum-kvöðull og tveggja barnamóðir, stofnaði fyrirtækið RóRó árið 2011 og hefur síðan þá verið að þróa mjúka tuskudúkku úr bómull. Dúkkan er með sérstaka of- næmisprófaða fyllingu inni í sér og einnig er þar tæki sem spilar upp- töku af andardrætti og hjartslætti. Dúkkan líkir þannig eftir nærveru annarrar manneskju. Um þessar mundir er dúkkan í framleiðslu en hefur nú þegar vakið mikla lukku og meðal annars verið fjallað um hana í stórum tímaritum á borð við Vogue. Vildi hjálpa vinkonu „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég var í fæðingarorlofi með yngri strákinn minn. Ég hef alltaf verið mjög meðvituð um hvað nærvera er góð fyrir börn og ég svaf með drengina mína hjá mér og var mikið með þá í burðarpokum og fleira,“ segir Eyrún sem er með BA-próf í sálfræði. „Á þessum tíma eignaðist vinkona mín fyrirbura, sem var ákveðið áfall. Hún hringdi í mig eft- ir að hún fékk að fara heim eftir fæðingu en segir mér að barnið þurfi að vera á spítalanum yfir nótt í nokkrar vikur. Þetta var henni erfitt og auk þess var planið hjá okkur að njóta þess að vera með börnin okkar saman í fæðing- arorlofi. Daginn eftir hringir hún í mig í angist og segir mér að barnið hennar hafi hætt að anda þrisvar sinnum um nóttina og sé nú í alls konar prófunum. Ég mundi þá eftir að hafa lesið um mikilvægi nærveru fyrir nýfædd börn í sálfræðinni og hugsaði með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef vinkona mín hefði fengið að vera hjá barninu sínu. Ég ákvað að fletta upp í bók- um og leita á netinu fyrir vinkonu mína og gá hvort það væri eitthvað þar til þess að aðstoða hana. Ég fann ekkert sem líkja mætti við nærveru en þá small þessi hug- mynd saman úr mörgum þáttum.“ Úr varð dúkkan Lúlla sem á að líkja eftir foreldri í slökun. Dúkkan gerir börnin stöðugri og hjálpar þeim að sofa lengur í senn. „Rann- sóknir sýna fram á að þegar börn eru nálægt slíkum öndunar- og hjartsláttarhljóðum stillast þau og fara að fylgja taktinum sem þau heyra og fyrir vikið kemst meira jafnvægi á þeirra hjartslátt og and- ardrátt og þau taka síður hlé í önd- un, sem er algengt hjá ungbörnum. Í alvarlegustu tilfellum getur það leitt til vöggudauða, en það er mjög sjaldgæft. Í minna alvarlegum til- vikum leiðir það til truflunar í svefni.“ Vogue heillaðist af dúkkunni Eyrún segir fólk gjarnan rugla dúkkunni saman við SleepSheep, sem er bangsi sem lítur út eins og lamb og er hugsað sem svæfinga- tæki. Það spilar hljóð í ákveðið langan tíma og slekkur svo á sér. „Dúkkan er hugsuð til að sofa með barninu heila nótt eða heilan blund og vera í gangi allan tímann. Hún er bæði ætluð til að hjálpa barni að sofna en einnig að sofa lengur í senn.“ Góðvinkona Eyrúnar, Guð- rún Theódóra Hrafnsdóttir, jóga- kennari og fjögurra barna móðir, er á upptökunni í dúkkunni. „Við vild- um fá andardráttinn og hjartslátt- inn sem náttúrulegastan og heil- brigðastan og alls ekki búa til í tölvu. Þetta er tekið upp á sama tíma og ég vildi hafa þetta svona langt. Hér er verið að reyna að herma eftir móður náttúru og þá er best að taka sem mest þaðan.“ Ey- rún og hennar teymi sóttu vörusýn- ingu í Bretlandi í sumar sem er ætluð fólki og fyrirtækjum í barna- vöruiðnaðinum. Þar fékk teymið góð viðbrögð við dúkkunni frá aðilum á sýningunni. „Við skildum síðan eftir svona „presskit“ inni í herbergi sem ætlað var fjöl-miðlum. Þeir gátu svo valið það sem þeim fannst spenn- andi og haft samband við viðkom- andi. Um viku síðar hafði Vogue samband við okkur og bauð okkur að vera í auglýsingagrein hjá þeim, sem heitir Vogue’s Picks og er erf- itt að komast í nema vera valin sér- staklega. Þetta var því mjög skemmtilegt.“ Auk þess verður um- fjöllun um Lúlla-dúkkuna birt í blöðunum Tatler og Elle Magazine í Bretlandi á næsta ári. Forsala hafin á netinu Dúkkan er í framleiðslu um þessar mundir og er sala á henni hafin á ww.indiegogo.com, sem er fjár- mögnunarsíða. „Við erum að safna fyrir seinni hluta framleiðslukostn- aðarins með því að forselja dúkkuna á góðum kjörum. Þeir sem kaupa hana með þessu móti fá dúkkuna fyrstir og fá hana ódýrari með því að koma svona snemma inn og hjálpa okkur. Nú þegar er búið að selja um 140 dúkkur síðast þegar ég athugaði og er mikið af því frá Íslandi en alltaf eru erlendir aðilar að bætast við. Nú þegar erlend um- fjöllun um dúkkuna fer að aukast þá vonandi eykst salan á indiegogo líka. Í Bandaríkjunum þekkir fólk vel þetta fyrirkomulag og er það því góður vettvangur til að selja dúkk- una.“ Eyrún segir að stutt sé vel við bakið á frumkvöðlum hér á landi og þeim sem eru að taka sín fyrstu skref á því sviði. Lúlla dúkkan vann Gulleggið árið 2011 og hefur í kjöl- farið hlotið ýmsa styrki frá Tækni- þróunarsjóði, Atvinnumálum kvenna og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri vígstöðvum. „En stundum hugsa ég með mér: Hvað er ég að pæla? Af hverju er ég að vesenast með einhverja dúkku, finnst fólki þetta eitthvað spennandi?“ segir Eyrún og hlær. „En þá mæti ég á viðburði tengda frumkvöðla- starfsemi og fæ mikla hvatningu til að halda áfram, sem er mjög gott.“ HEFUR VAKIÐ ATHYGLI ERLENDRA FJÖLMIÐLA Líkir eftir nærveru foreldra DÚKKA ÚR NÁTTÚRULEGRI BÓMULL SPILAR UPPTÖKU AF RAUNVERULEGUM ANDARDRÆTTI OG HJARTSLÆTTI FOR- ELDRIS Í SLÖKUN. DÚKKAN Á AÐ GERA UNGBÖRN STÖÐ- UGRI Í ÖNDUN OG HJÁLPA ÞEIM AÐ SOFA BETUR . Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Dúkkan á að vera fyrir bæði kyn og er því bæði bleik og blá. Eins á hún að vera fyrir alla litarhætti og er hún því millibrún á lit. Eyrún Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri RóRó, ásamt Birnu Bryndísi Þorkelsdóttur, sem sér um alla hönnun og mynda- töku, og Sólveigu Gunnarsdóttur, sem sér um sölu og markaðssetningu. * Hér er verið aðreyna aðherma eftir móður náttúru og þá er best að taka sem mest þaðan. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.