Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Side 17
*Ef þú hefur kjarkinn til að byrja á því, þáhefur þú kjarkinn til að ljúka því.
Leiftur McQueen
16.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
… að bómullarfatnaður er hinn versti ferða-
félagi. Bómullin verður þung þegar hún
blotnar og auk þess köld. Best er að vera í
föðurlandi, næst húð.
Vissir þú …
Töfraflautan eftir Mozart verð-ur flutt í NorðurljósasalHörpu 16. nóvember í nýrri
og styttri útgáfu, sérstaklega fyrir
börn. Leikstjóri er Ágústa Skúla-
dóttir, Edda Austmann er höfundur
texta og syngur einnig hlutverk
Paminu og
Magnús Ragn-
arsson stjórnar
hljómsveit. Töfra-
flautan er eitt
frægasta óperu-
verk í heimi og
hefur gjarnan
verið notað til
þess að kynna
óperur fyrir börnum enda höfðar
það vel til þeirra. „Það þarf að setja
upp óperuverk fyrir börn reglulega
og leyfa þeim að kynnast óperunni,“
segir Magnús Ragnarsson, stjórn-
andi Töfraflautunnar. „Við styðj-
umst við þýska útgáfu sem er búin
að fara skóla á milli víða í Þýska-
landi. Sýningin er stytt í rúma
klukkustund en sagan heldur sér
þrátt fyrir að vissri tónlist sé sleppt.
Hljómsveitin er minnkuð niður í
átta manna sveit og þurfa sumir
söngvararnir að bregða sér í nokkur
hlutverk, en gera það mjög vel.“
Mozart samdi tónlist sína af mikilli
nákvæmni og því ákveðinn galdur
að koma henni vel til skila. „Tónlist-
in þarf að vera hárnákvæm og má
ekki bregða neitt útaf með hana.
Þýska útgáfan, sem við notum,
studdist við píanóleik en við fengum
Steingrím Þórhallsson til að útsetja
þetta fyrir átta manna hljómsveit og
kemur það afar vel út.“
Magnús segir það dýrt að setja
upp óperu hér á landi en með
styttri útgáfu sé hægt að hafa sýn-
inguna á viðráðanlegu verði. Töfra-
flautan fyrir börn er samstarfsverk-
efni milli óperunnar, Hörpu og
Töfrahurðarinnar, sem er í umsjón
Pamelu De Sensi og hefur verið
sýnd reglulega í Kópavogi.
Sýningin hentar börnum á öllum
aldri og einnig er séð til þess að
hún sé áhugaverð fyrir foreldrana
líka. „Þegar verið er að setja upp
svona sýningar er ákveðin kúnst að
ná að halda athygli barnanna en
einnig að kunna að skemmta for-
eldrunum,“ segir Magnús. „Þessi
ópera er alveg einstök. Grípandi og
skemmtileg fyrir krakka og alveg
stórkostleg tónlist og ævintýri fyrir
foreldrana líka.“
Rísandi stjarna í sýningunni
Aríur næturdrottningarinnar voru
ekki í þýsku útgáfunni en ákveðið
var að hafa aðra þeirra í þessari út-
gáfu. „Við bættum henni við bara
fyrir nokkrum vikum. Það verður
að segjast að við erum með topp-
söngvara á öllum vígstöðvum en við
erum einnig með leynda stjörnu
sem syngur næturdrottninguna.
Það er Rósalind Gísladóttir. Mig
minnir að það hafi verið Mozart
sjálfur sem sagði að það væri að-
eins ein söngkona á öld sem réði við
þetta hlutverk, því hún syngur
svakalega hátt og mikið af hröðum
nótum. En Rósalind ræður alveg
við þetta og þótt það væri bara fyr-
ir söng næturdrottningarinnar þá
myndi ég hvetja fólk til þess að
koma og sjá.“ Uppselt er á báðar
sýningar á sunnudag en Magnús
vonar að þær verði fleiri. „Vonandi
getum við sýnt þetta sem oftast, við
þurfum bara að sjá hvernig geng-
ur.“
ÁKVEÐIN KÚNST AÐ HALDA ATHYGLI BÆÐI BARNA OG FORELDRA
Töfraflautan fyrir börn
MAGNÚS RAGNARSSON, STJÓRNANDI TÖFRAFLAUTUNNAR, SEGIR ÞAÐ MIKILVÆGT AÐ
LEYFA BÖRNUM AÐ KYNNAST ÓPERUNNI. UPPSELT ER Á TÖFRAFLAUTUNA SEM VERÐUR
SÝND Á SUNNUDAG EN VONAST ER TIL ÞESS AÐ VERÐI FLEIRI SÝNINGAR.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Töfraflautan eftir Mozart er eitt frægasta óperuverk í heimi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Magnús Ragnarsson
Sy ru sson Hönnunar hús
Síðumúla 33
Syrusson alltaf með lausnina
Slakaðu á með
Slaka um jólin!
Slaki hægindastóll
verð frá 219.500,-