Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.11.2014, Page 18
Ferðalög og flakk AFP *Sjónvarpsþættir geta gert kraftaverk fyrirferðamannaiðnaðinn á ólíklegustu stöðum.Aðdáendur hins afar vinsæla sjónvarpsþáttar„The Walking Dead“ streyma nú til Atlanta íGeorgíuríki til þess að kynna sér söguslóðirpersónanna og þeirra uppvakninga sem þærhrella. Margar skoðunarferðir eru farnar á dag og leiðsögumennirnir hafa birst í þætt- inum sem uppvakningar. Elta uppvakninga til Atlanta Dólómíta-Alparnir á Norður-Ítalíu eru svipsterkir og him- inháir. Leið Íslendinganna lá upp á fjallið Sasso Pordoi sem er 2.950 metra hátt og þó eru mörg í klasanum hærri. Ekið var upp í fjöllin um hlykkjóttar brautir og staðnæmst þar sem kom- ið var í 2.240 metra hæð. Þar var stigið um borð í kláf sem flaug um vírstengina upp á fjallið á örfáum mínútum. Suma sundl- aði ofurlítið í fluginu. Það var þó fljótt að gleymast því útsýnið á toppnum er lygilegt og kannski eitthvað svipað því sem gerist í himnaríki. Því er ósköp skiljanlegt að staður þessi njóti vin- sælda en árlega fara um 170 þúsund manns á ári upp á fjallið með kláfferjunni sem sett var upp fyrir liðlega hálfri öld. Sigurður Bogi Sævarsson Kláfurinn nánast flaug um vírstrengina upp á toppinn sem er 2.950 m hár. Hótelið og Sasso Pordoi í baksýn. Lygilegt himnaríki Póstkortsritari á Alpaslóð í haust. PÓSTKORT Ú R DÓLÓMÍTA -ÖLPUNUM D raugabæir og eyðibýli búa yfir sterku og leyndardómsfullu að- dráttarafli. Það er eitt- hvað við eftirstandandi minnis- varða um það sem áður var, þeir umbreytast í glugga inn í fortíðina en segja okkur um leið eitthvað um það hvernig við lifum í dag. Hverfulleiki tilverunnar birtist sjaldnar með kraftmeiri hætti en í hrörlegum rústum híbýla fólks, brotnum rúðum, yfirgefnum bíl- flökum. Hugurinn tekur að reika og sjá fyrir sér lífið sem áður lýsti upp þessa staði og hvernig brott- flutningnum var háttað, hvað olli honum og hvenær. Slíkir staðir eru jafnframt vinsælir áfangastaðir ferðamanna og hér að neðan er að finna yfirlit yfir fimm slíka, sem nýlega var fjallað um í The Gu- ardian. Pyramiden, Svalbarða Hafir þú áhuga á því að leika á píanó eins norðarlega og hugsast getur, gæti ferð til Pyramiden, yf- irgefins rússnesks námubæjar á Svalbarða, verið eitthvað fyrir þig. Í bænum er að finna tröllaukinn sovéskan kirkjuturn, leikvöll fyrir börn, íþróttahöll og nokkur píanó. Síðustu kolamolarnir voru fluttir þaðan árið 1998 og í dag er hægt að heimsækja bæinn með ferju eða á snjósleða. Trust Arktikugol, fyr- irtæki sem heldur úti starfsemi á eyjunum í kring, hefur að und- anförnu staðið fyrir endurbótum til þess að gera svæðið og ýmsa staði þar í kring túristavænni. Teufelsberg, Berlín Hlustunarturnarnir á Djöflatindi í því sem áður var Vestur-Berlín voru reistir af bandarísku þjóðarör- yggisstofnuninni og voru notaðir til þess að njósna um hernaðarleg samskipti í austrinu. Turnarnir eru tættir og illa farnir í dag en hægt er að fara í skoðnarferð um golf- boltakenndar hvelfingarnar þar sem öðlast má góða tilfinningu fyrir of- sóknaræðinu sem ríkti í kalda stríð- inu. Það mun vera magnþrungin reynsla að gaumgæfa veggjakrotið inni í turnunum og þá götulist sem veitir rústunum töfrandi blæ. Út- sýnið við sólsetur er sömuleiðis engu líkt. Ríkisfangelsið í Missouri, Bandaríkjunum Þessi drungalega stofnun, sem starfrækt var á árunum 1836-2004, er þekkt fyrir að hafa hýst alla verstu glæpamenn Missouri-ríkis og þar á meðal þá fanga sem dæmdir höfðu verið til dauða. Nú er hægt að fara í sögulega skoðunarferð um fasteignina, þ.e. þegar ferðamenn eru búnir að skrifa undir afsal allra réttinda vegna mögulegs líkams- tjóns. Hægt er að skoða vist- arverur á kvennadeild, kynna sér híbýli fanga sem biðu dauðans og jafnframt að grannskoða gasklefana sem notaðir voru við dauðarefs- ingar. Þá geta hugrakkir ferða- menn tekið þátt í rannsóknum yfir nótt á yfirskilvitlegu athæfi sem sagt er að fyrirfinnist þar. Tyneham, Bretland Þorpið Tyneham er þekkt undir heitinu „bærinn sem dó fyrir Eng- land“. Þar var að finna lítið sjávarpláss við Dorset-strandlengj- una fram til ársins 1943. Þá ákváðu stjórnvöld að leggja hald á bæinn og nýta hann í undirbún- ingsskyni fyrir D-day, daginn sem Bandaríkjamenn gerðu innrás í Normandí í síðari heimsstyrjöld. Ólíkt öðrum bæjarfélögum sem hlutu sömu örlög var íbúum Tyne- ham ekki heimilt að snúa aftur til heimkynna sinna að stríðinu loknu. Svo lengi sem bærinn er ekki heimsóttur á meðan heræfingar standa yfir, er heimilt að kynna sér þorpið og ráfa þar um. St. Elmo, Colorado, Bandaríkjunum Þessi draugabær er afar vel varðveittur og þykir vera sterk táknmynd um gullæðis-tímabilið í Bandaríkjunum. Fyrstu íbúarnir komu sér þar fyrir árið 1880 og bærinn lifði til ársins 1922 þegar, líkt og heimildir herma, allir íbúar bæjarins tóku síðustu lest í burtu. Í dag þykir bærinn dæmigerður fyrir hugmyndir fólks um Villta vestrið þar sem viðarhúsum hefur verið raðað upp hlið við hlið á að- algötu í miðju einskismannslandi. Mögulegt er að gista yfir nótt og þjónustustarfsemi er rekin þar fyrir ferðamenn yfir sumartímann. SKOÐUNARFERÐIR UM YFIRGEFNA BÆI Leyndardómsfullt aðdráttarafl DRAUGABÆIR OG EYÐIBÝLI ERU Í SENN GLUGGI INN Í FORTÍÐINA OG ÁMINNING UM HVERFULLEIKA TILVER- UNNAR. ÞEIR GETA VERIÐ HEILLANDI ÁFANGASTAÐIR OG HVERJUM MANNI ER HOLLT AÐ KYNNA SÉR MINJAR LÍFS SEM ÁÐUR VAR. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Frá Pyramiden á Svalbarða. Þar var löngum rússneskur námubær en hann var yfirgefinn árið 1998.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.